Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 10

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 10
10 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 Iðjuþjálfun og gigt Lykilorð: Iðjuþjálfun, gigt, íhlutun iðjuþjálfa Guðbjörg Guðmundsdóttir Iðjuþálfi Gigtlækningarstöð Gigtarfélags Íslands Almennt Hugtakið „iðja mannsins“ felur í sér að iðja sé mann­ inum nauðsynleg eða hluti af honum og hans lífi. Hugtakið vísar til þess að vinna, leikur og eigin umsjá fari fram á ákveðnum tíma við efnislegar, félagslegar og menning­ arlegar aðstæður sem einkenna líf mannsins. Þátttaka í iðju krefst ekki eingöngu hæfni til framkvæmda heldur líka vilja til að taka þátt og upplifa ánægju af viðfangsefn­ inu. Það er einstaklingsbundið hvenær og hvernig upplifun af jafnvægi í daglegu lífi er, því það sem er skyldustarf fyrir einn getur verið tómstundaiðja fyrir annan. Þegar við upplifum jafnvægi milli þessara þátta líður okkur vel. Hver og einn verður að vera vakandi fyrir þessu jafnvægi hjá sjálfum sér því það getur breyst. Röskun getur t.d. orðið vegna sjúkdóma, slysa og andlegra áfalla. Afleið­ ing röskunarinnar getur orðið sú að viðkomandi ræður ekki lengur við að gera hin einföldustu daglegu verk. Þær venjur sem hann hefur tamið sér virka ekki lengur og hann missir tökin í daglegu lífi, áhugahvötin dvínar, finnur fyrir orkuleysi (Kielhofner, 2002). Iðjuþjálfun Gigtarfélags Íslands Markmið iðjuþjálfunar Gigtarfélags Íslands (GÍ) er að auka starfsgetu og bæta líðan fólks með gigtarsjúkdóma, en þeir hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. Iðjuþjálfi hjá GÍ sér einkum um hverskonar handarþjálfun og aðstoða einstaklinginn við að finna leiðir til að geta sinnt athöfnum daglegs lífs. Í fyrsta viðtali er iðjuvandinn greindur, hreyfi­ færni metin svo og styrkur, bólgur, aflaganir, ofl. Mark­ mið íhlutunar er útskýrð og gerð er meðferðaráætlun sem m.a. felur í sér fræðslu um einkenni þeirrar gigtar sem við á, kennd er liðvernd, líkamsbeiting og æfingar er viðhalda eða auka hreyfigetu og styrk. Veitt er ráðgjöf um val á hjálpartækjum, útvegaðar spelkur og kennd er notkun þeirra. Sótt er um greiðslu eða greiðsluþátttöku TR við hjálpartæki og spelkur í þeim tilvikum sem við á. Iðju­ þjálfar GÍ fara í Heimilis­ og vinnustaðaathuganir og gera tillögur til úrbóta sé á því þörf. Til þess að fara í iðjuþjálfun þarf beiðni frá lækni (www.gigt.is). Liðvernd og handaæfingar Liðverndarfræðsla er hluti af íhlutun iðjuþjálfa fyrir gigtarsjúklinga. Markmið liðverndarfræðslu er að kenna Tilgangurinn með þessari grein er að kynna stuttlega þá þjónustu sem iðjuþjálfi Gigtarfélags Íslands (GÍ) býður upp á. Fjallað verður almennt um færniskerðingu, iðjuþjálfun Gigtarfélags Íslands, liðverndarfræðslu, hjálpartæki og spelkur. Fólk á öllum aldri fær gigtsjúkdóma og eru slitgigt, vöðva­ og vefjagigt og iktsýki algengastir. Slitgigt er algengasti sjúkdómur í liðum og eykst tíðni hans með aldrinum. Þó nokkuð margir greinast með slitbreytingar í hrygg eða útlimaliðum á röntgenmyndum eða um 20% einstaklinga þó allur sá fjöldi beri ekki mikil einkenni slitgigtar. Um það bil 1% Íslendinga er með iktsýki.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.