Öldrun - 01.05.2008, Síða 13

Öldrun - 01.05.2008, Síða 13
1 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net sem skiptast á að vinna á dagdeildinni ásamt umsjónar­ hjúkrunarfræðingi. Dagdeildin er opin alla virka daga. Á dagdeildina koma gigtar­ og ónæmissjúklingar, aðallega í lyfjagjafir (innrennslislyf) á 3­12 vikna fresti en einnig í eftirlit, rannsóknir og fræðslu. Sjúklingum sem koma á dagdeild hefur fjölgað mjög ört undanfarið og eru þeir orðnir yfir hundrað. Starf hjúkrunarfræðinga á dagdeild­ inni felst í lyfjagjöfum og eftirliti með öryggi sjúklinga meðan á lyfjagjöf stendur og í sumum tilvikum í einhvern tíma eftir að gjöf líkur. Þessar lyfjagjafir eru mjög sérhæfðar og oft hætta á alvarlegum aukaverkunum t.d. ofnæmisvið­ brögðum. Einnig koma sjúklingar í fræðslu og kennslu t.d. læra að sprauta sig með gigtarlyfjum. Talsverð hætta er á alvarlegum sýkingum í tengslum við nýju líftæknilyfin. Því hafa gigtarsjúklingar, sem koma á dagdeild, beinan aðgang að hjúkrunarfræðingum milli lyfjagjafa á deildinni. Er því símaráðgjöf einnig hluti af vinnu hjúkrunarfræð­ inga á dagdeildinni en sú ráðgjöf felst aðallega í ráðlegg­ ingum til sjúklinganna og stuðningi við þá. Göngudeild gigtarsjúkdóma (A3) Göngudeild gigtarsjúkdóma (A3) er einnig staðsett á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Hún tók til starfa 2004. Deildin er opin einn dag í viku og kemur þá einn hjúkrunarfræðingur frá gigtardeild B7. Starf hans þar er fræðsla, lyfjagjafir í vöðva og stuðningur við gigt­ arsjúklinga. Einnig sinnir hjúkrunarfræðingurinn ýmsu öðru sem upp kemur í tengslum við gigtarsjúklingana, eins og t.d. sáraeftirlit. Gigtarsvið á Reykjalundi Á Gigtarsviði Endurhæfingarstofnunar Reykjalundar fer fram sérhæfð endurhæfing fyrir gigtarsjúklinga. Á gigtarsviðinu starfa 5 hjúkrunarfræðingar. Deildarstjóri er Ragna Valdimarsdóttir. Deildin sinnir að jafnaði um 20 einstaklingum og er meðalmeðferðartími um 6 vikur. Einstaklingar dvelja að jafnaði á staðnum allan sólahring­ inn 5 daga vikunnar en einnig eru þar dagsjúklingar sem fara heim að kvöldi. Á Reykjalundi er mjög virk teym­ isvinna þar sem starfa saman læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Einnig er starfandi við húsið næringarráð­ gjafi sem er teyminu til ráðgjafar. Hjúkrun á deildinni er einstaklingshæfð. Markmið hennar er að hjálpa skjól­ stæðingum að finna og notfæra sér styrkleika sína til að bæta líðan sína og lífsgæði. Tveir hjúkrunarfræðingar á deildinni hafa lært hugræna atferlismeðferð og veita slíka meðferð ef þurfa þykir. Gigtarlínan Gigtarlínan er símaráðgjöf fyrir gigtarsjúklinga, aðstandendur þeirra og aðra sem áhuga hafa á gigt. Hún er rekin af Gigtarfélagi Íslands. Þar starfa 2 hjúkrunar­ fræðingar ásamt félagsráðgjafa, næringarráðgjafa og sjúkraþjálfara. Starfsfólk Gigtarlínunar situr fyrir svörum um allt sem tengist gigt. Síminn er 530­3606 og er opið alla mánudaga og fimmtudaga kl. 14­16. Fagdeild gigtarhjúkrunarfræðinga Árið 2006 var stofnuð Fagdeild gigtarhjúkrunarfræð­ inga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Markmið fagdeildarinnar er að bæta menntun í hjúkrun gigtarsjúklinga, viðhalda og auka þekkingu félagsmanna, auka samstarf milli fagfólks sem annast gigtarsjúkinga og stuðla að bættri þjónustu við gigtarsjúklinga. Deildin hefur verið í samstarfi við aðrar fagdeildir gigtarhjúkr­ unarfræðinga á Norðurlöndum. Félagsmenn er 25 og formaður er Gerður Beta Jóhannsdóttir. Öllum hjúkr­ unarfræðingum innan FÍH er velkomið að gerast félagar. Unnið er að heimasíðugerð en hægt er að nálgast upplýs­ ingar um fagdeildina á www. hjukrun.is. Í hverju felst hjúkrun gigtarsjúklinga? Að greinast með gigt hefur áhrif á líkamlega, andlega og félagslega þætti. Hjúkrun gigtarsjúklinga byggir því á heildrænni nálgun. Mjög misjafnt er hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á þessa þætti eftir tegund sjúkdóma og virkni. Hlutverk hjúkrunarfræðings er að styðja, leiðbeina, fræða og hvetja sjúklinginn til að takast á jákvæðan hátt við sjúkdóminn og hjálpa honum að aðlagast breyttum aðstæðum, þ.e. að læra að lifa með sjúkdómnum. Markmið hjúkrunarfræðinga í meðferð gigtarsjúklinga er því að bæta lífsgæði sjúklings. Til þess að ná að sinna þessum þáttum þarf að byggja upp gott meðferðarsamband við sjúkling. Til þess þarf hjúkrunarfræðingur: 1. Að skilja hvaða þættir það eru sem sjúkdómurinn hefur helst áhrif á hjá einstaklingnum. Sem dæmi má nefna að aldraður einstaklingur getur verið að glíma við allt annars­ konar erfiðleika en ung kona með börn á heimili. 2. Að hafa góða þekkingu á gigtarsjúkdómnum og afleið­ ingum hans. 3. Að sýna umhyggju og andlegan stuðning, að honum sé ekki sama og velferð sjúklingsins sé alltaf höfð að leiðarljósi. 4. Að kanna þekkingu sjúklings á sjúkdómnum og afleið­ ingum hans. 5. Að hvetja sjúking til að taka virkan þátt í meðferð sjúk­ dóms og afleiðingum hans, þannig að sjúklingnum finnist hann hafa stjórn á sjúkdómnum. 6. Að fræða sjúkling. 7. Að hjálpa sjúkingi við að takast á við einkenni sjúkdómsins. 8. Að vera í góðu sambandi við aðra meðferðaraðila, þ.e. lögð er áhersla á góða teymisvinnu með öðrum fagaðilum sem taka þátt í meðferð. Lítum nú nánar á þrjá meginþætti hjúkrunar gigtar­ sjúklinga: Líkamleg einkenni, andlega líðan og félagslega þætti.

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.