Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 24

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 24
2 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 geta valdið þjáningum og dregið úr kjarki til hreyfingar (Ársæll Jónsson, Ingibjörg Bernhöft, Karin Bernhardsson og Pálmi V. Jónsson, 2005). Þriðjungur þátttakenda hafði orðið fyrir byltu fyrir innlögn. Tæpur þriðjungur þátt­ takenda hafði ekki farið út af ótta við að detta á síðustu þremur mánuðum fyrir innlögn. Þetta er nokkuð hærra hlutfall en kom fram í rannsókna Pálma V. Jónssonar o.fl. (2003) en þar hafði um fimmtungur þátttakenda ekki farið út af ótta við að detta. Niðurstöður ítalskrar rannsóknar benda til þess að byltur séu sterkur áhættuþáttur hjá eldri einstaklingum sem búa í heimahúsum fyrir flutningi á hjúkrunarheimili. Bent er á að byltur geti verið einkenni um hrumleika hjá einstaklingi sem þá þegar er í hættu á flutningi á hjúkrunarheimili (Tinetti og Williams, 1997). Vitræn færni (CPS) Fyrir veikindi greindist um helmingur þátttakenda með fulla vitræna færni (48%) og um fjórðungur (25%) með litla vitræna skerðingu. Enginn þátttakandi greindist með meira en meðal skerðingu eða stig 3 á CPS kvarð­ anum. Þetta er svipað niðurstöðum erlendra rannsókna. Hlutfall þeirra sem greinast með enga eða litla skerðingu á vitrænni færni við innlögn á sjúkrahús er yfirleitt á bilinu 70­80% (Bo o.fl., 2003, Boyd o.fl., 2005, Joray, Wietlisbach, og Bula, 2004, Sands o.fl., 2003). Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að skerðing á vitrænni færni er stór áhættuþáttur fyrir vistun á hjúkrunarheimili og að um 80% einstaklinga á hjúkrunarheimilum er með vitræna skerðingu á einhverju stigi (Oddur Ingimarsson o.fl, 2004b). Rannsóknir á eldri einstaklingum í heimahúsum á Íslandi hafa sýnt að vitræn færni þeirra er yfirleitt nokkuð góð (Hlíf Guðmundsdóttir, 2004; Pálmi V. Jónsson o.fl., 2003) og kemur það heim og saman við þessar niðurstöður þar sem stærsti hluti þátt­ takenda bjó á eigin heimili fyrir veikindin. Vitræn færni breyttist ekkert í kjölfar veikindanna hjá miklum meirihluta þátttakenda (n=130, 83%). Þó greindust um 5% þátttakenda í þremur efstu stigunum í bráðaveik­ indunum þ.e. með meðal til alvarlega skerðingu, mikla skerðingu og mjög mikla skerðingu en enginn greindist í þessum stigum fyrir veikindi. Hjá þeim þátttakendum þar sem breyting varð á vitrænni færni var algengast að um breytingu um eitt stig væri að ræða (11%), mest varð breyting um fjögur stig (n=2, 1,3%). Ástæður fyrir skyndi­ legum breytingum á vitrænni færni við bráðaveikindi geta verið mismunandi, eins og óráð, heilabilun og þunglyndi og mikilvægt er að greina þær til að hægt sé að setja inn rétta meðferð (Joray o.fl., 2004). Sands o.fl. (2003) skoðuðu tengsl milli vitrænnar færni eldri einstaklinga við innlögn á sjúkrahús og þess hversu vel sú skerðing á færni sem varð við innlögnina gekk til baka. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu að alvarleiki vitrænnar skerð­ ingar spáir fyrir um hversu mikið skerðing á færni gengur til baka eftir bráðaveikindi. Því meiri sem vitræn skerðing var við innlögn því minni voru líkur á að skerðing á færni gengi til baka og meiri líkur á að einstaklingur flyttist á hjúkrunarheimili. Á Spáni (Miralles o.fl., 2003) var gerð rannsókn þar sem kannað var hvort hægt væri að greina strax í upphafi þá er gætu útskrifast heim í óbreytt búsetu­ form. Leiddi rannsóknin í ljós að lítil eða engin skerð­ ing á vitrænni og líkamlegri færni ásamt góðum félags­ legum aðstæðum tengdust því hvert eldri einstaklingur útskrifaðist. Athygli vekur að vitrænni færni þátttakenda í þessari rannsókn fór fram fyrstu vikuna eftir bráðaveikindin sem skýrist væntanlega af veikindum, tímabundinni versnun eða óráði. Fimm mánuðum eftir bráðaveikindi og innlögn á sjúkrahús hafði henni hins vegar hrakað að meðaltali og var nú verri en við bráðaveikindin. Skammtímaminni þátt­ takenda hrakaði jafnt og þétt að meðaltali yfir þessi tíma­ bil og hæfni þeirra til að taka ákvarðanir fimm mánuðum eftir bráðaveikindi var að meðaltali sú sama og hún var við bráðaveikindi. Hins vegar jókst hlutfall þeirra sem var sjálfbjarga við ákvarðanatöku eftir bráðaveikindin. Athafnir daglegs lífs (ADL) Færni þátttakenda við athafnir daglegs lífs (ADL) fyrir veikindi var almennt nokkuð góð. Það var aðeins við athöfnina böðun sem tæpur helmingur þátttakenda þurfti aðstoð. Þetta eru sömu niðurstöður og koma fram í íslenskum rannsóknum tengdum eldri einstaklingum sem búa á eigin heimilum (Hlíf Guðmundsdóttir , 2004; Pálmi V. Jónsson o.fl. 2003). Hjá þátttakendum kom fram að fyrir utan þætti sem tengjast böðun þurftu þeir helst aðstoð við athafnirnar að klæða sig og sjá um persónulegt hreinlæti. Þetta er í samræmi við niðurstöður Morris o.fl. (1999) en þeir skiptu athöfnum daglegs lífs upp eftir því við hverjar þeirra einstaklingar þyrftu fyrst aðstoð við og hverjar síðast. Þar kom fram að fyrst kæmi fram þörf fyrir aðstoð við klæðnað og persónulegt hreinlæti en síðast við hreyfingu í rúmi og að matast. Færni þátttakenda við ADL breyttist mikið við bráða­ veikindi og innlögn á sjúkrahús, þá var aðeins um fimmt­ ungur sjálfbjarga við þessar athafnir. Tæplega helmingi þátttakenda hafði versnað um fjögur stig á ADL kvarð­ anum. Í samræmi við skiptingu Morris o.fl. (1999) á ADL athöfnum upp í þrjá flokka eftir því í hvaða tímaröð hæfni til að framkvæma þær hverfur voru flestir sjálfbjarga við hreyfifærni í rúmi og að matast. Í rannsókn Wilber, Blanda og Gerson (2006) á færni eldri einstaklinga við innlögn á bráðamóttöku kom fram að tæp 75% af 90 þátttakendum upplifðu skerðingu á færni. Hjá þeirra þátttakendum varð skerðingin oftast við klæðnað, flutning og göngufærni. Viku eftir bráðainnlögn á sjúkrahús var um helmingur þátttakenda orðinn sjálfbjarga við ADL, þó voru fæstir sjálfbjarga við böðun og göngufærni innan herbergis og á sömu hæð. Fimm mánuðum eftir innlögn var um fjórð­ ungur þátttakenda í þörf fyrir aðstoð við ADL. Mest var þörfin fyrir aðstoð við böðun, klæðnað og við persónulegt hreinlæti. Niðurstöður leiddu í ljós að hjá fimmtungi þátt­ takenda sem metnir voru fimm mánuðum eftir veikindi

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.