Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 12

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 12
12 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 Hjúkrun gigtarsjúklinga á Íslandi Ingibjörg E. Ingimarsdóttir Hjúkrunarfræðingur á Gigtarsviði Reykjalundar og gjaldkeri í Fagdeild gigtarhjúkrunarfræðinga Hvað er gigt? Í stuttu máli sagt er gigt ónæmissjúkdómur sem getur lagst á nánast hvaða líffærakerfi sem er. Tegundir gigt­ arsjúkdóma er á annað hundrað. Þeir eru langvinnir en gangur sjúkdóms getur verið mjög mismunandi, sem og áhrif sjúkdómsins á sjúklinga. Birtingarform gigtar er allt frá því að vera vægur sjúkdómur sem hefur lítil áhrif á einstaklinginn, upp í að vera lífshættulegur sjúkdómur með mikil einkenni. Algengustu gigtarsjúkdómarnir eru slitgigt, iktsýki og vefjagigt. Starfsvettvangur gigtarhjúkrunarfræðinga á Íslandi Gigtardeild B7 Á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi er starf­ andi eina sérhæfða bráðadeild gigtarsjúkdóma hér á landi (Deild B7) og þangað koma sjúklingar til grein­ ingar, rannsókna og meðferðar þegar sjúkdómur er mjög virkur. Þarna er oftast um að ræða “svæsnustu” tilfellin en gigt er oftast greind og meðhöndluð á læknastofum og sjúklingurinn þarfnast ekki innlagnar. Á deildinni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar saman í teymi. Einnig er mögulegt að leita ráðgjafar hjá næringarfræðingi, presti, sálfræðingi og félagsráðgjafa. Hjúkrunardeildarstjóri er Þóra Árnadóttir sem er frumkvöðull í gigtarhjúkrun hér á landi. Margir hjúkrunarfræðingar á deildinni eru orðnir mjög reyndir innan gigtarhjúkrunar og komnir með áratuga reynslu við að sinna gigtarsjúklingum. Dagdeild gigtarsjúkdóma Dagdeild gigtarsjúkdóma er staðsett við hlið gigt­ ardeildar (B7) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Foss­ vogi. Um aldamótin komu fram ný líftæknilyf við gigt­ arsjúkdómum. Var þá komin grundvöllur fyrir dagdeild af þessu tagi. Starfsemi deildarinnar hófst árið 2003. Deildin tilheyrir gigtardeild B7 og sami hjúkrunardeildarstjóri er yfir þeim báðum, Þóra Árnadóttir. Umsjónarhjúkrunar­ fræðingur er yfir dagdeildinni og er það Elínborg Stefáns­ dóttir. Að jafnaði eru tveir hjúkrunarfræðingar á deildinni í senn en það eru hjúkrunarfræðingar frá gigtardeild B7 Gigtarsjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma hér á landi. Talið er að einn af hverjum fimm landsmönnum fái gigt af einhverju tagi. Hér er því um mjög stóran sjúklingahóp að ræða og vegna þessa þurfa flestir hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn að sinna gigtarsjúklingum með einhverjum hætti ­ ekki síst þeir sem tengjast öldrunarmálum. Í þessari grein eru kynntar sérhæfðar deildir hér á landi þar sem hjúkrunarfræðingar sinna gigtarsjúklingum auk þess sem fjallað verður stuttlega um áhrif gigtarsjúkdómsins á sjúklinginn og gefin innsýn í þá hjúkrunarmeðferð sem notuð er hér á landi.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.