Öldrun - 01.05.2008, Síða 7

Öldrun - 01.05.2008, Síða 7
 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net Afleiðingar ónógrar hreyfingar eru skert úthald, þol og styrkur, auk þess sem hreyfingarleysi eykur líkur á beinþynningu, hjarta­ og æðasjúkdómum, ofþyngd, sykur­ sýki og þunglyndi svo að fátt eitt sé nefnt. Ofþyngd á yngri árum eykur líkur á slitgigt í hnjám síðar á æfinni12. Sé slit komið í hnéliði eykur ofþyngd verki í hnjám umtalsvert. Í rannsóknum þar sem saman fara æfingar og megrun hefur verið sýnt fram á minni verki og betri starfræna getu við þyngdartap. Eftir því sem þyngdartapið varð meira varð árangurinn betri6,12,14,15,16. Gigtarfólk á miðjum aldri er líklegra heldur en jafn­ aldrar þess til þess að eiga í erfiðleikum með hreyfingu og daglegar athafnir þegar það eldist17. Mikið er unnið með því að viðhalda starfrænni getu eftir því sem hægt er Val á þjálfun Í þjálfun þarf að leggja áherslu á þol, styrk og liðleika. Til að auka líkur á meðferðarheldni skiptir miklu að velja þjálfun eftir áhuga og getu. Góður búnaður skiptir miklu máli, svo sem góðir skór eða rétt stillt hjól. Hægt er að æfa einn eða í hóp. Sumar sjúkraþjálfunar­ stöðvar bjóða upp á sérstaka hóptíma fyrir gigtarfólk en vilji fólk æfa á eigin vegum getur sjúkraþjálfari leiðbeint því með val á æfingum. Hægt er að búast við auknum verkjum til að byrja með en þeir eiga þá ekki að aukast mikið né standa lengi. Aukist verkir verulega eftir æfingar, eða ef aukning verkja stendur lengi er alls óvíst að skýringanna sé að leita í æfingunum. Sjálfsagt er þá að setjast niður með viðkom­ andi og fara yfir æfingarnar og breytingar á einkennum. Þjálfun í vatni hentar oft gigtarfólki mjög vel, sérstak­ lega ef það er með einkenni frá burðarliðum, þ.e. mjöðmum hnjám og ökklum. Þá er æskilegt að laugin sé minnst 30–34° heit5. Aðlögun, sjálfsbjörg og fræðsla Í samskiptum sjúkraþjálfara og gigtarfólks fer einnig fram mikil fræðsla. Það er erfitt að aðlaga daglega lífið að áhrifum langvinns sjúkdóms og það sem áður virtist leikur einn getur virst óyfirstíganlegt. Hlutverk sjúkraþjálf­ arans er að aðstoða við að aðlaga daglega lífið að þessum breytingum. Sjúkraþjálfarinn á að geta veitt sem bestar upplýsingar um sjúkdóminn og horfur hans, hvaða meðferð er örugg og viðeigandi og hverjir aðrir geta komið að meðferð hans. Sjúkraþjálfari getur farið inn á heimili og vinnustaði og ráðlagt breytingar sem auðvelda gigtsjúkum lífið. Oft er um einföld atriði að ræða svo sem stillingu vinnustóls eða það hvernig hlutum er raðað upp í skápa þannig að þeir hlutir sem mest eru notaðir séu ekki í efstu eða neðstu skápunum. Stundum er ráðlegt að gera meiri breytingar, til dæmis þegar þörf er á að breyta um blöndunartæki til þess að slitnar eða bólgnar hendur eigi auðveldara með að nota þau eða setja upp sturtu í stað baðkers. Einnig fræðir sjúkraþjálfari um líkamsbeitingu, vinnu­ stöður, lýsingu og fleira. 25% minni orka er notuð ef unnið er sitjandi frekar en standandi og full þörf er á að taka sér hlé frá vinnu að minnsta kosti einu sinni á klukkustund. Lélegt skipulag á tíma getur tekið sinn toll ef verkir og þreyta eru ráðandi. Með því að dreifa verkefnum yfir daginn og vikuna og taka sér reglulega hvíld eða breyta um vinnustellingar eru afköstin oft meiri og verkja­ og þreytuköstum fækkar. Virkni í klst. Verkir 12 10 8 6 4 2 0 Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. Mynd 1: Áhrif lélegrar skipulagningar tíma á verki.

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.