Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 15

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 15
1 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net 3. Félagslegir þættir Gigtarsjúkdómar geta haft mikil áhrif á vinnu og félags­ legt umhverfi. Oft geta sjúklingar ekki stundað fulla vinnu og skilningur vinnuveitenda á sjúkdómnum getur verið misjafn. Í mörgum tilfellum eru gigtarsjúklingar á örorku og búa því við minna fjárhagslegt öryggi. Einnig breyt­ ist oft félagslegt hlutverk sjúklinga. Þeir geta ekki sinnt þeim hlutverkum sem þeir sinntu áður, t.d. í fjölskyldunni og vinahópnum. Stundum einangra sjúklingar sig félags­ lega vegna breyttrar líkamsmyndar, andlegra erfiðleika tengdum sjúkdómnum og verkja (t.d. eiga erfitt með að sitja lengi). Margir lýsa því að þeim finnst aðrir ekki skilja sig því oft sést sjúkdómurinn ekki utan á sjúklingum. Hjúkrunarmeðferð: Auka daglega félagslega virkni. Sumir sjúklingar eru farnir að einangra sig. Því þarf oft að aðstoða þá við að skipuleggja virkni, Markviss félagsleg þátttaka. Hvetja sjúkling til að vera í hóp sem gerir eitthvað skemmtilegt saman og kynn­ ast fólki. Sjá dæmi um „gaman saman“ í kaflanum um meðferð við andlegri líðan. Áhugamál. Aðstoða sjúkling við að finna sér áhugamál við hæfi. Lokaorð Gigtarsjúkdómar eru mjög algengir og koma inn í starf flestra hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðis­ starfsmanna, með einhverjum hætti. Gigtarsjúkdómar geta haft gífurleg áhrif á líf einstaklinga sem greinast með gigt. Áhrif, einkenni og virkni geta verið mismun­ andi milli sjúklinga og eins verið mjög breytileg hjá sama sjúklingnum. Hjúkrunarfræðingar sem koma að meðferð gigtarsjúklinga þurfa því að vera meðvitaðir um áhrif sjúkdómsins á einstaklinginn og hvernig má nýta sér markvissa hjúkrunarmeðferð til að reyna að bæta lífs­ gæði þeirra. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um gigtarhjúkrun hér á landi. Kynntar sérhæfðar deildir þar sem hjúkrunarfræðingar sinna gigtarsjúklingum, fjallað um áhrif gigtarsjúkdómsins á sjúklinginn og gefin innsýn í þá hjúkrunarmeðferð sem notuð er. Helstu heimildir og frekari upplýsingar: gigt.is Hill,J., Hale,C. (2004). Clinical skills; Evience­based nursing care of people with rheumatoid arthritis. Brithis Journal of Nursing,13(14), 852­857. Madigan,A., FitzGerald,O. (1999). Multidisciplinary patient care in rheu­ matoid arthritis: Evolving concepts í nursing practice. Baillére´s Clinical Rheumatology, 13(4), 661­674. Ragna Valdimarsdóttir: Óbirt fræðsluefni um hjúkrunarmeðferð gigtarsjúklinga. Rnsnetwork.org Rheumatology.org Ryan,S. (1998). The essence of rheumatology nursing. Nursing Standard, 16(13­15), 52­54. Gagnlegar vefsíður: http://www.gigt.is/ Gigtarfélag Íslands http://www.rnsnetwork.org/ Rheumatology Nurses Society http://www.rheumatology.org/ American College of Rheumatology

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.