Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 18
18 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 athafnir daglegs lífs sem eru nauðsynlegar til að lifa af í nútíma samfélagi (Pearson 2004; StPierre, 1998). Þar er átt við athafnir daglegs lífs (ADL) og almennar athafnir daglegs lífs (IADL). Knight (2000) taldi og byggði það á fræðilegu yfirliti sínu að færni innihéldi bæði vitsmunlega og verkfærnilega þætti. Að hennar mati þarf getan til að framkvæma almennar athafnir daglegs lífs (IADL) að fela í sér „kunnáttu til að framkvæma“ þar sem þessar athafnir krefjist þess að einstaklingurinn velji, taki eftir eða greini og leysi vandamál. Fjölmargir heilsufarsþættir hafa verið rannsóknarefni þegar afdrif og heilbrigði aldraðra hefur verið skoðað. Tengjast þeir gjarnan svonefndum aldurs­ tengdum breytingum eins og breytingum á vöðvastyrk, skynjun og jafnvægi. Fræðimenn eru sammála um að markmið allrar umönn­ unar eldri sjúklinga ætti að vera að viðhalda getunni til að framkvæma grunnathafnir daglegs lífs, eins og að baða sig, klæðast, nota salerni, komast í og úr rúmi og stól og að matast án aðstoðar. Þessi atriði sem við köllum athafnir daglegs lífs (ADL) eru grunnurinn að sjálfstæði og lífs­ gæðum eldri einstaklinga (Covinsky o.fl., 2003; Kresevic og Mezey, 1997; Pearson, 2004; St Pierre, 1998). Hjá öldruðum virðist fyrst koma fram þörf fyrir aðstoð við að baða sig og klæðast en síðast virðist færnin til að hreyfa sig í rúmi og til að matast skerðast (Morris, Fries og Morris, 1999). Fram kemur í íslenskum rannsóknum á þörf aldraðra sem búa í eigin húsnæði fyrir aðstoð við ADL að flestir eru sjálfbjarga við ADL þætti fyrir utan böðun. Í rannsókn Hlífar Guðmundsdóttur (2004) kom fram að minna en helmingur einstaklinga 90 ára og eldri sem bjuggu á eigin heimili þurftu aðstoð við böðun, en rannsókn Pálma V. Jónssonar o.fl.(2003) leiddi í ljós að tveir þriðju þeirra einstaklinga sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar þurftu aðstoð við böðun. Innan öldrunarfræðanna er gerður greinarmunur á athöfnum daglegs lífs (ADL) og almennum athöfnum daglegs lífs (IADL). Almennar athafnir daglegs lífs vísa til færni einstaklingsins til að nota síma, sjá um innkaup fyrir heimilið, undirbúa máltíð, sjá um heimilisstörf, sjá um þvott, ferðast milli staða, sjá um lyfjainntöku og sjá um fjármál (Lawton og Brody, 1969). Í fyrrnefndum íslenskum rannsóknum kemur fram að þörf aldraðra, sem búa á eigin heimilum, fyrir aðstoð við IADL er mun meiri en fyrir aðstoð við ADL. Meirihlutinn þurfti aðstoð við einhvern þátt í almennum athöfnum daglegs lífs (Hlíf Guðmundsdóttir, 2004; Pálmi V. Jónsson o.fl., 2003). Cognitive performance scale (CPS) kvarðinn metur vitræna getu með því að styðjast við fimm breytur og er hann jafn næmur fyrir mati á vitrænni getu og MMSE og TSI (Test for Severe Impairment) (Morris o.fl., 1994). Þessar fimm breytur eru meðvitund, skammtímaminni, hæfni til að taka ákvarðanir, hæfni til að gera sig skiljanlegan og hæfni til að matast. Í rannsókn Pálma V. Jónssonar o.fl. (2003) á hjúkrunarþörf og heilsufari einstaklinga 65 ára og eldri sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar kom fram að um það bil þriðjungur þátttakenda var með skert skamm­ tímaminni og skerta hæfni til ákvörðunartöku. Rannsókn Hlífar Guðmundsdóttur (2004) beindist að einstaklingum sem náð höfðu 90 ára aldri og bjuggu á eigin heimili. Hjá þeim greindist vitræn skerðing ekki mikil og getur það bent til þess að vitræn færni sé ein af forsendum þess að einstaklingur geti búið á eigin heimili. Þetta má einnig sjá í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar á vistunarmati aldraðra þar sem fram kom að heilabilun var stór áhættuþáttur vist­ unar aldraðra á stofnun þar sem um 79% vistaðra voru með vitræna skerðingu á einhverju stigi (Oddur Ingimarsson, Thor Aspelund og Pálmi V. Jónsson, 2004b). Færni kemur fram sem mikilvæg vísbending um afdrif eldri einstaklings eftir sjúkrahúslegu (Aditya, Sharma, Allen, og Vassallo, 2003; Aminzadeh og Dalziel, 2002; Campbell, Seymour, og Primrose, 2004; Caplan o.fl., 2004; McCloskey, 2004). Allt að helmingur aldraðra einstakl­ inga sem leggjast inn á sjúkrahús finna fyrir skertri getu við a.m.k. einn þátt athafna daglegs lífs (ADL) (Carlson o.fl., 1998; McCloskey, 2004; St Pierre, 1998). Því er hætta á að hæfni þeirra til að sjá um sig sjálfir minnki (McClo­ skey, 2004). Tíðni endurinnlagna er um helmingi hærri hjá þeim sem upplifa skerðingu á færni í kjölfar innlagnar á sjúkrahús (Carlson o.fl., 1998). Endurteknar innlagnir eldri einstaklinga leiða síðan til stigvaxandi færniskerð­ ingar (Boyd, Xue, Guralnik og Fries, 2005; Buchner og Wagner, 1992). Mikilvægi heildræns öldrunarmats við innlögn aldraðra á sjúkrahús er ítrekað tekið fram í fræðigreinum (Aminza­ deh og Dalziel, 2002; Bernick, 2004; Campbell o.fl., 2004; Caplan o.fl., 2004; St Pierre, 1998). Innan öldrunarfræð­ anna hefur verið unnið að þróun þverfaglegra heildrænna öldrunarmatstækja sem innihalda lágmarks upplýsingar til að spá fyrir um þróun á heilsufari og afdrifum hjá eldri einstaklingum (interRAI, e.d.). Minimum Data Set mæli­ tækin (MDS) eru árangur slíkrar þróunarvinnu og hafa Íslendingar tekið þátt í hönnun þeirra og hagnýtingu. Ein útgáfa af MDS mælitækinu var sérstaklega hönnuð til að meta aldraða einstaklinga sem eru lagðir inn á sjúkrahús vegna bráðaveikinda (Minimum Data Set for Acute Care (MDS­AC)) (Carpenter o.fl., 2001). Þar er metið hvernig líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand var fyrir veikindin, hvernig það er í bráðaveikindunum og síðan er horft til þess hvernig þessir þættir styrkja útskrift einstaklingsins. Með slíku þverfaglegu heildrænu öldrunarmati er hugs­ anlega hægt að greina þá þætti sem spá fyrir um afdrif í kjölfar bráðra veikinda. Á grundvelli þeirra upplýsinga má síðan greina þörf fyrir aðstoð og áframhaldandi meðferð eftir útskrift. Tilgangurinn með þessu rannsóknarverkefni var að lýsa breytingum sem verða á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, til sjálfsumönnunar í kjölfar innlagnar á sjúkra­ hús vegna bráðra veikinda. Jafnframt var athugað hvort breytingar á færni frá því sem var fyrir veikindin hafi haft áhrif á afdrif þeirra, aðallega búsetu á eigin heimili, ári eftir veikindi. Í þessari grein verður færni þátttakenda á fjórum tímabilum lýst. Færni var greind með stöðluðu

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.