Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 23

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 23
2 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net hlutfalli. Hlutafall þátttakenda sem var sjálfbjarga við að matast lækkaði á þessu fimm mánaða tímabili um 8,8%. Þátttakendur voru að mestu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs fyrir veikindin. Á mynd 2 sést að hlutfall þeirra þátttakenda sem voru alveg sjálfbjarga við allar þessar athafnir lækkaði við bráðaveikindin. Á næstu fimm mánuðum varð hlutfall þeirra þátttakenda sem voru sjálf­ bjarga hærra við allar athafnirnar þó að hvergi hafi það gengið alveg til baka. Mest varð skerðingin á athöfnunum að klæðast (14,7%) og við persónulegt hreinlæti (10,4%). Áfram voru þátttakendur síst sjálfbjarga við böðun en lækkun á hlutfalli þeirra sem voru sjálfbjarga með böðun eftir bráðaveikindin var lítil (4,2%). Minnst varð skerð­ ingin hjá þátttakendum við athöfnina hreyfifærni í rúmi (1,7%) (mynd 2). Hlutfall þeirra sem voru sjálfbjarga við almennar athafnir daglegs lífs fyrir veikindin var almennt lægra en hlutfall þeirra sem voru sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs fyrir veikindi. Á mynd 3 sést að við bráðaveikindin lækkar hlutfall þeirra sem eru sjálfbjarga við athafnirnar en á fimm mánuðum hækkar þetta hlutfall við allar athafn­ irnar en nær þó ekki fyrra marki. Fimm mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús var lækkun á hlutfalli þeirra sem voru sjálfbjarga svipað við matargerð (15,4%), fjármálastjórn (16,5%), lyfjainntöku (15,6%) og við ferðir utan göngufæris (15,9%). Minnst varð breytingin á hlutfalli þeirra sem voru sjálfbjarga við símanotkun á þessum fimm mánuðum en þó 5,1% (mynd 3). Umræða Eins og fram hefur komið voru þátttakendur í þessari rannsókn einstaklingar 75 ára og eldri sem veiktust og voru lagðir brátt inn á sjúkrahús. Við athugun á skiptingu þátttakenda eftir kyni kom í ljós að konur voru áberandi fleiri en karlar eða 65% (102). Þetta skýrist að hluta til þegar horft er til þess að samkvæmt Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands voru konur 58% þessa aldurshóps á Íslandi árið 2005. Algengara var að karlar bjuggu með maka heldur en konur og er það í samræmi við niðurstöður Hlífar Guðmundsdóttur (2004). Einnig bjuggu karlar frekar í heimahúsi án utanaðkomandi þjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að lang­ vinnur verkur sé nokkuð algengt vandamál hjá þessum aldurshópi. Meira en helmingur þátttakenda fann fyrir einhverjum langvinnum verk og meira en þriðjungur fann fyrir langvinnum verk daglega. Þetta er í samræmi við niðurstöður Pálma V. Jónssonar o.fl. (2003) en þar kom fram að daglegir verkir greindust hjá um helmingi þátttakenda í rannsókn á eldri einstaklingum sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu árið 1997. Kanadísk rannsókn (Ross og Crook, 1998) sýndi að þrír af hverjum fjórum þátttakendum (n=66) eldri einstaklinga sem fengu heimahjúkrun voru með verki en ekki greindust tengsl milli verkja og skerðingar á færni hjá þeim. Ross og Crook (1998) telja að þó tengsl milli verkja og skerðingar á færni séu óljós þá sé þekkt að verkir eru algeng ástæða þess að einstaklingar leiti sér lækninga. Fram kom að þeir einstaklingar sem upplifðu verki áttu frekar við þunglyndi og svefnvandamál að stríða og upplifðu minni ánægju með lífið. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sem þetta verkefni fjallar um sýndu að svipað hlutfall þátttakenda taldi að styrkleiki langvinnra verkja þeirra truflaði venjulegar athafnir (38%) og þeirra sem upplifðu langvinna verki daglega (37%). Byltur eru með alvarlegri atvikum á gamals aldri, þær Fyrir veikindi, N=157 Við innlögn, N=157 Viku seinna/við útskrift, N=155 3-5 mánuðum seinna, N=143 Matargerð Venjuleg heimilisstörf Fjármálastjórn Lyfjainntaka Símanotkun Innkaup Ferðir utan göngufæris 100,0 90,0 80,0 70,0 60,0 50,0 40,0 30,0 20,0 10,0 0,0 Hl ut fa ll þá tt ta ke nd a (% ) Mynd 3. Hlutfall þátttakenda sem var sjálfbjarga við allar almennar athafnir daglegs lífs (IADL) á fjórum tímabilum -15,4% -9,4% -16,5% -15,6% -5,1% -6,9% -15,9%

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.