Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 25

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 25
2 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net breyttist færni við ADL ekkert þann tíma (n=31). Af þeim sem hrakaði við ADL færni við veikindin náði tæplega fjórðungur ekki fyrri færni (n=26). Rannsókn Covin­ skey o.fl. (2003) sýndi að meira en þriðjungur einstakl­ inga 70 ára og eldri hafði verri ADL færni við útskrift af sjúkrahúsi en þeir höfðu fyrir veikindi. Rannsókn Marek, Popejoy, Petroski og Rantz (2006) sýndi að þegar hrumir eldri einstaklingar fengu hjúkrunarstýrða heimaþjónustu skilaði það ekki marktækum árangri í færni þeirra fyrr en þeir höfðu fengið þessa þjónustu í ár. Leiða má að því líkum að eldri einstaklingar þurfi lengri meðferðartíma til að ná upp fyrri færni. Almennar athafnir daglegs lífs (IADL) Færni þátttakenda við almennar athafnir daglegs lífs (IADL) var áberandi skertari en önnur færni þátttakenda. Sjálfsbjargargetan var minnst við heimilisstörf á öllum tímabilum en mest við símanotkun. Þetta samrýmist að mestu niðurstöðum rannsóknar Hlífar Guðmundsdóttur (2004) á háöldruðum í heimahúsum en þátttakendur nú eru heldur meira sjálfbjarga við IADL en þátttakendur í rannsókn Pálma V. Jónssonar o.fl. (2003) sem var gerð meðal aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar. Það skýrist sjálfsagt af því að um þriðjungur þátttakenda í þessari rannsókn kom frá heimili án utanaðkomandi þjón­ ustu. Fimm mánuðum eftir bráðaveikindi og innlögn á sjúkrahús hafði hlutfall þátttakenda sem var sjálfbjarga við fjóra þætti innan IADL kvarðans lækkað um meira en fimmtán prósent. Það var að sjá um matargerð, fjár­ málastjórn, lyfjainntöku og ferðir utan göngufæris. Á þeim tímapunkti var hópurinn farinn að líkjast meira hópnum sem naut heimahjúkrunar (Pálmi V. Jónsson o.fl., 2003) og niðurstöðum úr rannsókn Nourhashémi o.fl. (2001) sem beindist að konum 75 ára og eldri í heimahúsum. Lokaorð Telja má að breyting verði á færni hjá stórum hópi einstaklinga 75 ára og eldri við bráðaveikindi og innlögn á sjúkrahús. Þátttakendur í þessari rannsókn voru við þokkalega heilsu fyrir veikindi en urðu fyrir skerðingu á færni og sjálfsbjörg varð þeim erfiðari. Heilbrigðisstarfs­ menn verða að vera sér meðvitaðir um hversu mikið sjálfs­ bjargargeta þessara einstaklinga getur skerst og hversu mikilvægt það er að greina þessa skerðingu sem fyrst til að setja raunhæf markmið um endurhæfingu. Breyting á sjálfsbjargargetu eldri einstaklinga í bráðafasa getur leitt til þess að þeir fái ekki nægilega hvatningu og örvun til að viðhalda þeirri færni sem þeir höfðu fyrir. Þannig getur fyrri færni glatast við dvöl á sjúkrahúsi. Við bráðaveikindi sem leiða til innlagnar á sjúkrahús virðist færni skerðast hvað mest á ADL kvarðanum við að ganga, klæða sig, sjá um persónulegt hreinlæti og salernisferðir fyrir utan böðun en þátttakendur þurftu mesta aðstoð við böðun fyrir veikindi. Færni þátttakenda við breytur á IADL kvarðanum skertist mikið við veik­ indin og var sú skerðing nokkuð jöfn yfir allar breyturnar. Minnst skertist færni til að nota síma. Færni þátttakenda við breytur á vitræna kvarðanum breyttist minna. Þó er athyglisvert að skammtímaminni skertist jafnt og þétt á fimm mánaða tímabili á meðan færni við aðrar breytur jókst eftir bráðaveikindin. Á fimm mánaða tímabili frá bráðaveikindum og innlögn á sjúkrahús náðu þátttak­ endur ekki fyrri færni að meðaltali við neina breytu á færnikvörðunum þremur. Samt voru 77,6% þátttakenda með sömu vitrænu færni fimm mánuðum eftir veikindi og innlögn á sjúkrahús og þeir höfðu fyrir veikindin, 81,1% þátttakenda með sömu færni við ADL en aðeins 32,2% þátttakenda með sömu færni við IADL og þeir höfðu fyrir veikindi. Í þessari grein var lýst breytingum á færni sem urðu hjá þeim einstaklingum 75 ára og eldri, sem veiktust og voru lagðir skyndilega inn á bráðavakt á lyflækningadeild LSH í Fossvogi á tímabilinu maí til desember 2001 og samþykktu að vera með í þessari rannsókn. Eins og fram kom áður er rannsókn þessi hluti af samnorrænni rann­ sókn. Á Íslandi voru ábyrgðamenn rannsóknarinnar Anna Birna Jensdóttir og Pálmi V. Jónsson og matsaðilar tveir, höfundur og Ólafur H. Samúelsson. Leiðbeinendur við meistaraverkefnið voru Kristín Björnsdóttir prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Almar Halldórs­ son við Námsmatssofnun sem leiðbeindi við tölfræðina. Rannsóknin hlaut styrk úr B­hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Vísindasjóði LSH og frá Vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands. Heimildalisti Aditya, B. S., Sharma, J. C., Allen, S. C., og Vassallo, M. (2003). Predictors of a nursing home placement from a non­acute geriatric hospital. Clinical Rehabilitation, 17(1), 108­113. Aminzadeh, F., og Dalziel, W. B. (2002). Older adults in the emergency department: A systematic review of patterns of use, adverse outcomes, and effectiveness of interventions. Annals of Emergency Medicine, 39(3), 238­247. Ársæll Jónsson, Ingibjörg Bernhöft, Karin Bernhardsson, og Pálmi V. Jóns­ son. (2005). Afturvirk rannsókn á heilsufarsbreytum heimilismanna á Droplaugarstöðum árin 1983­2002. Læknablaðið, 91(2), 153­160. Bernick, L. (2004). Caring for older adults: Practice guided by Watson’s caring­healing model. Nursing Science Quarterly, 17(2), 128­134. Bo, M., Massaia, M., Raspo, S., Bosco, F., Cena, P., Molaschi, M., og Fabris, F. (2003). Predictive factors of in­hospital mortality in older patients admit­ ted to a medical intensive care unit. Journal of the American Geriatrics Society, 51(4), 529­533. Boyd, C. M., Xue, Q. L., Guralnik, J. M., og Fried, L. P. (2005). Hospitalization and development of dependence in activities of daily living in a cohort of disabled older women: The women’s health and aging study I. Journals of Gerontology. Series A, Biological Sciences and Medical Sciences, 60(7), 888­893. Buchner, D. M., og Wagner, E. H. (1992). Preventing frail health. Clinics in Geriatric Medicine, 8(1), 1­17. Campbell, S. E., Seymour, D. G., og Primrose, W. R. (2004). A systematic literature review of factors affecting outcome in older medical patients admitted to hospital. Age and Ageing, 33(2), 110­115. Caplan, G. A., Williams, A. J., Daly, B., og Abraham, K. (2004). A randomized, controlled trial of comprehensive geriatric assessment and multidiscipl­ inary intervention after discharge of elderly from the emergency depart­ ment­­the DEED II study. Journal of the American Geriatrics Society, 52(9), 1417­1423. Carlson, J. E., Zocchi, K. A., Bettencourt, D. M., Gambrel, M. L., Freeman, J. L., Zhang, D., og Goodwin, J. S. (1998). Measuring frailty in the hospit­

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.