Öldrun - 01.05.2008, Qupperneq 6

Öldrun - 01.05.2008, Qupperneq 6
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 krónískar, samhverfar bólgur í útlimaliðum og í háls­ hrygg. Einnig geta komið fram einkenni sem afleiðing bólgu í öðrum líffærakerfum t.d. í augum, lungum og húð. Alvarleiki sjúkdómsins spannar vítt svið, allt frá því að vera vægur til þess að vera alvarlegur sjúkdómur, sem hefur mikil áhrif á lífsgæði, færni og starfsorku. Um 10% sjúklinga með iktsýki fá varanlegt eða nær varanlegt sjúk­ dómshlé. Hjá 15­30% einkennist sjúkdómsgangurinn af breytilegri sjúkdómsvirkni með mislöngum sjúkdóms­ hléum. Í um 60% tilfella er sjúkdómsvirknin stöðug2. Vefjagigt (fibromyalgia) lýsir sér sem langvarandi, útbreiddir stoðkerfisverkir. Ekki er hægt að greina vefjagigtina með rannsóknum svo sem í blóðrannsókn eða röntgenmyndatöku heldur er stuðst við skoðun og sögu. Greiningin byggir á sögu um dreifða verki í öllum „fjórðungum“ líkamans, þ.e. fyrir ofan og neðan mitti, og hægra og vinstra megin í a.m.k. 3 mánuði og sársauka, ekki eymsli, í a.m.k. 11 af 18 fyrirfram ákveðnum eymsla­ punktum. Einnig lýsir fólk mjög oft svefntruflunum, þreytu og mjög skertu úthaldi til allra starfa. Engar rann­ sóknir staðfesta vefjagigtargreininguna en hins vegar þarf gjarnan að framkvæma rannsóknir til að útiloka að um aðra sjúkdóma, sem líkjast vefjagigt, sé að ræða. Einkenni sjúkdómsins koma oftast fram milli tvítugs og fertugs en greiningin er oft staðfest mun seinna, eða á aldrinum 34­ 53 ára. Um 90% þeirra sem fá vefjagigt eru konur. Hryggikt (spondylitis ankylopoietica)er langvinnur gigt­ arsjúkdómur sem veldur stirðleika og verkjum í baki, hálsliðum og brjóstkassa og stundum einnig í útlima­ liðum. Algengi hennar er um 1% og einkenni hefjast oft á aldrinum 20–30 ára. Fjölvöðvagigt (polymyalgia rheumatica) greinist helst hjá eldra fólki. Aðaleinkenni eru verkir í kringum axlagrind og mjaðmagrind og mikill stirðleiki á morgnana og eftir hvíld. Einkennin byrja oftast skyndilega en geta þó líka komið smám saman. Þvagsýrugigt (gout) byrjar oftast skyndilega sem verkir og bólga, oftast í einum lið og þá einna helst í fremsta lið stóru táar. Líkurnar á því að fá þvagsýrugigt aukast með aldrinum. Sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfun gigtarfólks er alltaf einstaklingsmiðuð. Mikill munur getur verið á tveimur einstaklingum með sama sjúkdóm og því óraunhæft að veita meðferð í sjúkra­ þjálfun útfrá greiningu. Við komu er tekin nákvæm sjúkrasaga þar sem meðal annars er spurt hversu lengi einkennin / sjúkdómurinn hafa staðið, helstu verkja­ og bólgusvæði staðsett, spurt er nákvæmlega út í hegðan verkja, stirðleika, starfræna getu, lyfjanotkun, rannsóknir, heimilisaðstæður og fleira. Almenn líkamsstaða er metin og síðan er lagt mat á bólgur, aflaganir, liðferla og vöðvastyrk. Sértækari próf eru síðan notuð eftir því sem þörf er á. Sem dæmi má nefna að í hryggikt eru framkvæmdar einfaldar mælingar á hreyfigetu í hrygg sem gefa vísbendingu um hreyfi­ skerðingu sem fylgir virkum eða langt gengnum sjúk­ dómi. Í vefjagigt er þrýst á ákveðna punkta víðsvegar um líkamann, en ákveðið hlutfall þeirra þarf að sýna jákvæða verkjasvörun til að staðfesta greiningu. Einnig er gjarnan þörf á að mæla úthald gigtarfólks sem er oft mjög skert. Eftir skoðunina eru sett meðferðarmarkmið og leiðir að þeim. Meðferðarmarkmið þurfa að vera raunsæ þar sem sjúkdómurinn er oft langt genginn og óraunhæft að gera ráð fyrir að einkenni hverfi alveg. Einnig er gott að fara yfir hvernig árangur meðferðar má meta á ýmsan hátt, til dæmis með meiri virkni, betri svefni, auknu úthaldi og minni verkjalyfjanotkun svo að fátt eitt sé nefnt. Til þess að komast í sjúkraþjálfun þarf beiðni frá heim­ ilislækni eða sérfræðilækni. Á stór­Reykjavíkursvæðinu er aðgengi að sjúkraþjálfun gott. Fjöldi sjúkraþjálfunarstöðva er einnig starfræktur á landsbyggðinni en þar er oft lengri bið eftir meðferð. Annar möguleiki er heimasjúkraþjálfun. Hana þarf að sækja um sérstaklega til Tryggingastofnunar og er hún eingöngu ætluð þeim sem eiga í verulegum erfiðleikum með að sækja þessa þjónustu að heiman. Verkir Eitt aðalumkvörtunarefni þeirra sem leita í sjúkra­ þjálfun vegna gigtsjúkdóma eru verkir. Til þess að slá á verkina beita sjúkraþjálfarar ýmsum aðferðum og má þar nefna mjúkvefjameðferð, liðlosun, nálastungur, ísbakstra og heita bakstra, rafmagnsmeð­ ferð ýmiss konar svo sem TNS (Transcutaneous Nerve Stimulation), laser, hljóðbylgjur, stuttbylgjur og bland­ straum og síðast en ekki síst eru æfingar notaðar sem verkjastjórnun. Hreyfing Eins og áður sagði eru algengustu einkenni flestra gigtsjúkdóma verkir, stirðleiki og þreyta. Það er því ekki að undra að flestir gigtsjúklingar hreyfi sig lítið. Gjarnan er ríkjandi hræðsla við að hreyfing auki á verki og skemmi jafnvel liði. Auk þess er stöðug, yfirþyrmandi þreyta gjarnan áberandi þáttur í daglegu lífi gigtarfólks og þá er mjög erfitt að fara af stað. Í nýrri rannsóknum hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á aukningu liðskemmda við æfingar, jafnvel ekki meðalþungar til þungar æfingar. Lýsti fólk mikilli þreytu minnkaði hún gjarnan eftir því sem þol og úthald jókst. Einnig minnkuðu verkir3,4,5,6,7,8,9,10. Árin 2005–2007 var gerð rannsókn í 21 landi á tíðni æfinga hjá iktsjúkum. Í rannsókninni voru 5235 manns með iktsýki spurðir um tíðni reglulegra æfinga að lágmarki 30 mínútur í senn. Þar kom í ljós að einungis 13,8% þátttakenda æfðu sig 3 sinnum í viku eða oftar og að langstærsti hluti þátttakenda stundaði enga reglulega hreyfingu11.

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.