Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 14

Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 14
1 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 1. Líkamleg einkenni Fjöldi gigtarsjúkdóma er á annað hundrað og geta þeir lagst á flest líffæri. Líkamleg einkenni gigtarsjúkdóma geta því verið mörg og mismunandi. Algengustu einkenni þeirra eru verkir, stirðleiki og þreyta. Fjöldi annarra og ólíkra einkenna fylgja gigtarsjúkdómum en þau verða ekki nánar rakin hér. Verkir og stirðleiki. Oft eru verkir og striðleiki fyrstu einkenni gigtarsjúkdóma og flestir gigtarsjúklingar þekkja þessi einkenni. Verkir sem þeir upplifa eru oftast langvinnir. Verkir geta stafað af bólgum í liðum, sinum, sinafestum og vöðvum auk æðakrampa (Reynauds heil­ kenni). Einnig eru óútskýrðir verkir töluvert algengir. Þreyta. Flestum gigtarsjúkdómum fylgir þreyta. Gigt­ arsjúklingar finna mismunandi mikið fyrir þreytunni og hún getur verið af ýmsum orsökum. Þreyta getur stafað af virkni sjúkdóms, verkjum, svefnleysi, þunglyndi og fleiru. Margir sjúklingar lýsa þreytunni sem mjög ólíkri venju­ legri líkamlegri þreytu. Þreyta er sérstaklega áberandi hjá vefjargigtarsjúklingum. Hjúkrunarmeðferð líkamlegra einkenna: Meðferð við verkjum: Margir gigtarsjúklingar eru á verkjalyfjameðferð af einhverju tagi. Stundum virka verkjalyf ekki vel á lang­ vinna verki gigtarsjúklinga og sumir finna jafnvel lítinn mun á verkjum þegar hætt er að taka lyfin. Ekki verður fjallað um einstök verkjalyf hér heldur aðra verkjameðferð sem gott er að nota með eða án verkjalyfjagjafar. Hitameðferð. Heitir bakstrar og heit böð geta minnkað stirðleika og verki. Sjúklingar slaka á og finna vellíðan. Gott að hafa hita í u.þ.b. 20 mínútur. Kuldameðferð: Kælipokar. Gagnast sérstaklega við áverkum og staðbundnum verkjum. Slökun: Getur einnig hjálpað til að minnka verki. Í slökun dregur úr vöðvaspennu sem er oft orsök verkjanna. Stuðla að góðum nætursvefni. Góður svefn skiptir miklu máli en sjúklingar með svefntruflanir upplifa oft verri verki. Sumir vakna upp vegna verkja og þannig getur myndast vítahringur. Því þarf að athuga hvað sé hægt að laga í umhverfinu, t.d. rúmdýnu, snúningslak og hitastig í herbergi. Einnig er gott að nota slökun fyrir svefn, draga úr umhverfishávaða, hafa reglu á svefntíma, forðast koffeindrykki eftir kl. 14 á daginn og fleira. Megrunaraðstoð. Ofþyngd eykur álag á stoðkerfi og því er mikilvægt að aðstoða of feita einstaklinga við að létta sig. Hvetja til hreyfingar og þjálfunar. Hreyfing hefur margvísleg jákvæð áhrif á verki. Hún eykur blóðflæði um líkamann, styrkir líkamann og bætir líkamstöðu auk þess að geta veitt stuðning við skemmda liði, vinnur gegn brjó­ skeyðingu og fleira. Slökunarnudd. Snerting og létt nudd, t.d. á fætur, veldur slökun og vellíðan. Meðferð við þreytu: Slökun. Margir sjúklingar sem ná tökum á slökun finnst þeir fá “orku” eftir slökunina. Stuðla að góðum nætursvefni: (sjá umfjöllun um verki). Jafnvægi í daglegu lífi. Sjúklingar hafa oft takmarkaða orku og því mikilvægt að forgangsraða og skipuleggja daginn. Hjálpa þeim að finna jafnvægi milli hvíldar og hreyfingar. Oft eru dagarnir misslæmir og því er líka mikilvægt þegar sjúklingar eiga góðan dag, að þeir ofgeri sér ekki því þá getur það komið niður á þeim seinna. Reyna því alltaf að halda jafnvæginu. Hvetja til hreyfingar. Hreyfing getur dregið úr þreytu og aukið orku. Hefur einnig jákvæð áhrif á andlega líðan. 2. Andleg líðan Það getur verið gríðarmikið áfall fyrir einstakling að greinast með langvinnan sjúkdóm eins og gigt. Oft er sjúklingurinn kvíðinn fyrir því hvernig gangur sjúkdóms verður. Vegna mismunar á góðum og slæmum dögum er oft erfitt fyrir gigtarsjúklinga að skipuleggja sig fram í tímann en það getur verið mjög hamlandi. Þetta getur leitt til að sjúklingum finnist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu. Í mörgum tilfellum geta afleiðingarnar orðið þunglyndi. Sumir sjúklingar upplifa sorg (missi á getu, breyttum aðstæðum en aðrir afneita sjúkdómnum. Sjúkdómnum getur fylgt breyting á líkamsímynd, t.d. hjá iktsýkissjúkling með aflagaða liði eða lupus­sjúkingi með húðbreytingar. Sérstaklega getur þetta verið erfitt hjá yngri sjúklingum og haft áhrif á félagslega þátttöku þeirra sem jafnvel leiðir til félagslegrar einangrunar. Margir hafa ekki getað sinnt áhugamálum vegna sjúkdómsins. Allir þessir þættir geta haft mikil áhrif á andlega líðan. Hjúkrunarmeðferð: Nærvera/hlustun. Nærvera og að hlusta á sjúklinginn getur verið mikil hjálp. Mikilvægt að sjúklingur fái að tjá líðan og tilfinningar. Oft sér hann hlutina í skýrara ljósi með því að setja líðan sína í orð. Benda sjúklingi á styrkleika sína. Sjúklingar horfa mikið til þess sem þeir hafa misst í tengslum við sjúkdóm. Því þarf að hjálpa þeim að sjá styrkleika og veikleika, hvernig þeir geta nýtt sér styrkleika sína til að bæta líðan og sætta sig við breyttar aðstæður í tengslum við sjúkdóminn. Gleyma sér í gleðistund. Fá sjúkling til að hugsa eitt­ hvað skemmtilegt og gleyma einkennum sjúkdóms. Á Reykjalundi eru t.d. skemmtikvöld sem kölluð eru „Gaman Saman“. Hugmyndin með þessum kvöldum er að gleyma sér í gleðistund. Geta gleymt sjúkdómum og erfið­ leikum einhverja stund. Notað er slagorðið „Gleymska eykur gleði“ og þannig er stuðlað að auknum lífsgæðum sjúklings. Áhugamál. Aðstoða sjúkling við að finna sér einhver áhugamál sem henta honum og auka andlega vellíðan.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.