Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 19
19
ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net
heildrænu öldrunarmati (MDSAC) eins og hún var fyrir
bráðaveikindi, í bráðaveikindum við innlögn á sjúkrahús
og tvisvar eftir innlögnina.
Aðferð
Rannsóknargögn voru fengin úr samnorrænni rann
sókn sem miðaði að því að meta notagildi MDSAC mæli
tækisins. Safnað var upplýsinga um félagslegt, andlegt og
líkamlegt heilsufar einstaklinga á fjórum tímabilum. Því
var þetta framskyggð megindleg rannsókn. Í rannsókn
arhópnum voru einstaklingar á upptökusvæði Landspítala
háskólasjúkrahúss, 75 ára og eldri, sem veiktust og voru
lagðir skyndilega inn á bráðavakt á lyflækningadeild LSH
í Fossvogi á tímabilinu maí til desember 2001. Úrtakið var
160 einstaklingar úr þeim hópi. Einn þátttakandi óskaði
eftir að hætta þátttöku og ekki náðist í tvo því eru 157
einstaklingar í endanlegu úrtaki.
MDSAC mælitækið inniheldur 14 lykilþætti með 56
staðlaðar matsbreytur. Um er að ræða umfangsmikil
gögn um líkamlegt og andlegt heilsufar eldri einstaklinga
og félagslega stöðu þeirra á fjórum tímapunktum, og er
aðeins hluti gagnanna notaður í þessari rannsókn. Hvert
mat tók 3045 mínútur og tveir aðilar sáu um upplýsinga
öflun, greinarhöfundur og Ólafur H. Samúelsson öldr
unarlæknir. Áreiðanleikamat á mælitækinu hefur verið
gert (Carpenter o.fl., 2001). Upplýsinga var aflað hjá sjúk
lingi og einnig hjá aðstandendum og/eða umönnunar
aðilum. Tilskilin leyfi voru fengin hjá Vísindasiðanefnd
og Persónuvernd og farið eftir þeirra reglum. Upplýsts
samþykkis var aflað. Upplýsinga um getu og hæfni fyrir
leguna og við bráðaveikindin var aflað fyrstu 24 klst eftir
innlögn, upplýsingum var aftur aflað á sjöunda degi eftir
innlögn eða 24 klst. fyrir útskrift sjúklings eftir því hvort
kom á undan hér eftir nefnt viku eftir innlögn. Að lokum
var farið til sjúklings þar sem hann var staddur þremur
til fimm mánuðum eftir innlögn, hér eftir nefnt fimm
mánuðum eftir innlögn.
Við gagnavinnslu var notað tölfræðiforritið SPSS (Stat
istical Package for the Social Sciences) útgáfa 11,0.
Niðurstöður
Bakgrunnur þátttakenda
Eins og fram hefur komið voru þátttakendur í þess
ari rannsókn þeir einstaklingar 75 ára og eldri sem lögð
ust inn á lyflækningadeild LSH í Fossvogi vegna bráðra