Öldrun - 01.05.2008, Blaðsíða 5
ÖLDRUN – 24. árg. 2. tbl. 2006 www.oldrun.net
Til eru yfir 200 tegundir gigtsjúkdóma og á
Íslandi má ætla að um 60.000 manns séu með
einhvers konar gigtsjúkdóm. Gigtsjúkdómar
geta komið fram hjá fólki á öllum aldri en
tíðni vissra gigtsjúkdóma eykst með hækkandi
aldri. Sjúkraþjálfun er mikið notuð við meðferð
gigtsjúkdóma. Meta þarf hvern einstakling
sérstaklega þar sem mikill munur getur verið
á tveimur einstaklingum með sama sjúkdóm.
Aðalumkvörtunarefni tengd gigtarsjúkdómum
eru verkir, stirðleiki og þreyta. Í dag er mikil
áhersla lögð á hreyfingu við sjúkraþjálfun gigtar
fólks. Gigtarfólk hreyfir sig gjarnan minna
en aðrir vegna verkja og þreytu en sýnt hefur
verið fram á að hreyfing getur dregið úr hvoru
tveggja. Einnig geta hreyfing og breytt mataræði
dregið úr ofþyngd og þar með aukið færni og
dregið úr verkjum. Sýnt hefur verið fram á
öryggi jafnvel meðalþungra til þungra æfinga
hjá gigtarfólki. Einfaldar og kostnaðarlitlar
leiðir geta bætt líðan gigtarfólks umtalsvert.
Sjúkraþjálfun og gigt
Lykilorð: Gigt, sjúkraþjálfun, hreyfing, verkir, ofþyngd
Hrefna Indriðadóttir,
yfirsjúkraþjálfari, Gigtarfélag Íslands
Almennt um gigt
Árlega greinist fjöldi Íslendinga með gigt og má ætla
að um 60.000 manns séu með einhvern gigtsjúkdóm, en
til eru um 200 mismunandi gigtsjúkdómar. Það hefur áhrif
á daglegt líf að greinast með gigtsjúkdóm en mismikil
eftir því um hvaða gigt er að ræða.
Margir telja að gigt sé sjúkdómur ellinnar en fólk
getur greinst með gigt á öllum aldri. Með aldrinum eykst
þó algengi slitgigtar auk þess sem margir aldraðir þurfa
að kljást við afleiðingar gigtsjúkdóma sem þeir greindust
með á yngri árum.
Algengustu umkvörtunarefni tengd gigtsjúkdómum
eru verkir, þreyta, stirðleiki og lélegt úthald. Gigtsjúk
dómar hafa mjög oft áhrif á starfsgetu, afkomu og daglegar
athafnir. Þeir eru einnig algeng ástæða örorku, en um 20%
öryrkja eru það vegna gigtar. Gigtarfólk ber oft umtals
verðan kostnað af sínum sjúkdómi, meðal annars vegna
lyfja, læknisheimsókna, þjálfunar, hjálpartækja og annars.
Af þessu má sjá að lífsgæði gigtarfólks eru oft verulega
skert.
Algengustu gigtsjúkdómar og áhrif þeirra
Algengustu gigtsjúkdómar eru slitgigt, iktsýki, vefja
gigt og hryggikt. Samanlagt eru yfirleitt 65 – 70% þeirra
einstaklinga sem koma til meðferðar hjá Gigtarfélaginu
með þessar greiningar.
Slitgigt (osteoarthritis) er algengasti gigtsjúkdómurinn.
Ætla má að 15% þjóðarinnar hafi einkenni slitgigtar. Hægt
er að greina slitbreytingar á röntgenmynd hjá allt að 80%
einstaklinga yfir 55 ára, en einungis um 30% þeirra eru
með einkenni frá þeim liðum sem greinast með slit á
röntgenmynd1. Einkenni eru oftast frá hrygg, höndum,
mjöðmum og hnjám. Stundum eru einkenni bundin við fáa
liði, til dæmis eingöngu í höndum en stundum er fólk með
slit í mörgum liðum og einkenni víða. Einkenni eru oft
tengd áreynslu og líðan er oftast verri síðari hluta dags.
Um 1% Íslendinga eru haldnir iktsýki (rheumatoid
arthritis). Sjúkdómurinn er mun algengari meðal kvenna
en karla, en þrjár konur á móti hverjum einum karli hafa
sjúkdóminn. Iktsýki kemur fram hjá öllum aldurshópum,
allt frá barnsaldri, en algengast er að hennar verði fyrst
vart um miðjan aldur. Algengustu einkenni iktsýki eru