Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 9

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 9
1 Kirkjuþing 1984 Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar, hið fimmtánda í röðinni, hófst með guðsþjónustu í Hallgríms- kirkju, þriðjudaginn 30. október 1984. Séra Þorbergur Kristjánsson predikaði, en altarisþjónustu önn- uðust sóknarprestar Hallgrímskirkju, þeir séra Karl Sigurbjörnsson og séra Ragnar Fjalar Lárusson. Orgelleikari var Hörður Áskelsson og Mótettukór Hallgrímskirkju annaðist söng. Þingsetning, herra Pétur Sigurgeirsson, biskup Hæstvirtur kirkjumálaráðherra og frú. Virðulegu gestir, bræður og systur. Kæru kirkjuþingsfulltrúar. Ég býð ykkur öll innilega velkomin við setningu kirkjuþings! Ég þakka guðsþjónustuna, og þeim, er veittu þjónustu sína, - séra Þorbergi Kristjánssyni fyrir predikun hans, sóknarprestum Hallgrímskirkju altarisþjónustu þeirra. Eg þakka organista Herði Áskelssyni, -og ykkur fyrir safnaðarsönginn. Enn sem fyrr var það gott að geta búið sig þannig undir þingstörfin í sameiningu, í vakandi bæn og lifandi trú við fætur Drottins og við borð hans. Ég þakka forráðamönnum Hallgrímskirkju, séra Karli Sigurbjörnssyni og séra Ragnari Fjalari Lárus- syni, og formanni sóknarnefndar, Hermanni Þorsteinssyni, að taka enn á móti okkur í þessi mjög svo þekku og kæru húsakynni til þingstarfa undir háum Hallgrímsturni. Ég bið byggingu þessa mikla must- eris, sem nú er á lokastigi, blessunar Guðs. Frá því að síðasta kirkjuþing var haldið hefir einn af fyrrverandi kirkjuþingsmönnum látist. Dr. Ólaf- ur Jóhannesson fyrrv. forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra lést þann 20. maí í vor, 71 árs að aldri. Hann var fæddur að Stórholti í Skagafirði 1. mars 1913. í ráðherratíð Ólafs Jóhannessonar á árunum 1971 til 1978 var hann óslitið kirkjumálaráðherra í 7 ár. - Svo er kveðið á í lögum um kirkjuþing, að kirkjumálaráðherra skuli eiga þar sæti, - eða fulltrúi hans. Þó að Ólafur Jóhannesson gæti eigi sinnt daglegum störfum á kirkjuþingi sökum annarra starfa á sama tíma, þá fylgdist hann með öllu, sem hér gerðist, af vakandi áhuga. Á löngum og litríkum æviferli kom það skýrt í ljós, að Ólafur Jóhannesson var mikill mannkosta og drengskaparmaður. Það sýndi hann í störfum sínum fyrir kirkjuna og þjóðina. Hann var vel til forustu fallinn og styrkur hans var þolgæði, kærleikur og stjórnviska. Lífsviðhorf hans var grundvallað á ein- lægu trúartrausti. Hann var mikið prúðmenni og lét ekkert frá sér fara í ræðu eða riti að óyfirveguðu ráði. Það birti yfir, hvar sem hann kom, hugur hans var lýsandi af góðvild og bjartsýni. Við munum Ólaf Jóhannesson frá mörgum minnisstæðum stundum, er hann var mitt á meðal okkar. Um hann get- um við sagt líkt og tekið var til orða um annan merkan stjórnmálamann: Við bárum gæfu til að kynnast honum á rismestu stundum ævi hans. Ólafur Jóhannesson lét oft í ljós viðhorf sitt til kirkjunnar og þess boðskapar sem hún flytur. Eitt sinn sagði hann: ,,Ég held, að sönn guðstrú feli í sér virðingu fyrir manninum, fyrir mannhelgi. Þeirri skoðun ber Biblían og kenning Krists vitni. Þau sannindi mega aldrei gleymast í boðskap kirkjunnar. Og kirkjan getur aldrei orðið hlutlaus, þegar um mannréttindi er að ræða.” (1. maí, 1977.) Kirkjuþing þakkar Ólafí Jóhannessyni farsæl og viskurík störf að hag og heill íslensku þjóðarinnar. Eftirlifandi eiginkona hans er Dóra Guðbjartsdóttir. Við minnumst Ólafs Jóhannessonar með virðingu og biðjum eiginkonu hans huggunar og blessunar, um leið og við rísum úr sætum. Kirkjuþing er nú kvatt til starfa í 15. sinn. Þetta er þriðja þingið, sem starfar eftir lögunum frá 11. maí 1982. Meginbreytingin er sú, að nú kemur kirkjuþing árlega til fundar. Það skal að jafnaði halda í októ- ber og starfa allt að 10 dögum. Eins og kunnugt er, varð að fresta þingsetningu um hálfan mánuð, og þingið starfar nú við óvenjulegt ástand í þjóðfélaginu, vegna verkfallsins, sem lamað hefir þjóð okkar í nærri heilan mánuð. Kirkjuþing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.