Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 10

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 10
2 er hægt að byrja í dag vegna undanþágu, er fékkst til þess að undirbúa þinghaldið og fyrir það skal verk- fallsnefndinni þakkað, sem veitti undanþáguna. Vegna þeirra vandræða, sem þjóðin hefir lent í og sök- um þeirra illu afleiðinga, sem af þeim skapast, hafa margir spurt, hvort ekki sé hægt að finna aðra og betri leið til þess að jafna kaup og kjör fólksins í landinu. - Vonandi tekst að finna þá leið og fyrirbyggja aðra eins holskeflu yfir þjóðarskútuna. Enn er ekki séð fyrir hvernig fer um fjöregg okkar. Við biðjum til Guðs um friðsamlega og farsæla lausn á deilumálum. Hvað er kirkjuþing? - Ég leita svars hjá Páli postula, er hann segir: ,,Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni.” (Ef. 2:20, 21.) Svo veglegt og mikið er hlutverk þeirra, sem kirkjuþing skipa. Það er að efla íslenska kristni, vinna að trúar- og menning- aráhrifum þjóðkirkjunnar í þjóðfélaginu. Staða kirkjuþings gagnvart Alþingi er sú, að kirkjuþing hefir ráðgjafaratkvæði og tillögurétt um öll þau mál, er kirkju og klerkastétt og söfnuði varða og heyra undir löggjafarvaldið. Þegar kirkjuþing er orðið árleg stofnun tel ég eðlilegt að þróunin verði sú að þingið fái alfarið í sínar hendur ýmis þau mál, er varða t. d. skipulag og starfshætti kirkjunnar. Reynslan sýnir að það væri hag- kvæmari og greiðfærari leið til árangurs. Samband ríkis og þjóðkirkjunnar ákveður stjórnarskráin, það er: að styðja og vernda kirkjuna, og það er kirkjunni mjög dýrmætt. Og hér vil ég beina þakklæti til dóms- og kirkjumálaráðherra, Jóns Helgasonar, og til ráðuneytis hans, fyrir mikið og gott samstarf, oft á tíðum dagleg samskipti. Eftir um það bil einn mánuð mun Baldur Möller láta af störfum ráðuneytisstjóra fyrir aldurs sakir. Hann hefir þjónað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu allt frá því að hann kom frá prófborðinu í lögfræði 1941, að einu ári undanskildu, - fyrst sem fulltrúi, síðan deildarstjóri, og loks ráðuneytisstjóri frá 1961. - Ég flyt honum þakkir kirkjuþings og kirkjunnar í heild fyrir störf hans og þjónustu að kirkjunnar mál- um á löngum starfsferli. Ég þakka honum einkum lögfræðilega ráðgjöf, vináttu og samstarf sem ég met mikils, og bið honum og fjölskyldu hans blessunar Guðs á ókomnum árum. Kirkjuþing tekur nú til starfa. Eins og turninn hái, sem við sitjum undir, bendir til himins, eins eigum við þangað hæst í hæð að sækja styrk, vísdóm og kærleik til að byggja upp það mannfélag, sem við er- um að mynda dag frá degi. Þjóðin þarf á kirkju sinni að halda, jafnvel nú meir en nokkru sinni áður. í Kristi á sú mannfélagsbygging að hvíla, samtengjast og vaxa í eina heild, sem engin öfl geta sundrað. Við erum hingað kvödd til þess að kalla á Krist að hverju verkefni og vandamáli. Á þann hátt munu gerðir kirkjuþings standa sem örugg bygging, - kirkjan himinborna í ölduróti tímans. Reisum það andlega hús þessa daga þinghaldsins. ,,Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.” Með þessum orðum lýsi ég því yfir, að 15. Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju er sett. Ávarp kirkjumálaráðherra, Jóns Helgasonar Við upphaf Kirkjuþings er metin staða þeirra mála, sem það er vettvangur til að fjalla um, og hvernig að þeim þurfi að vinna til þess að þau nái fram að ganga. Á síðasta Alþingi var samþykkt breyting á lög- um um skipun prestakalla og prófastsdæma og um Kristnisjóð, þannig að nú er heimilt að ráða 2 prest- vígða menn til að sinna prestsþjónustu um stundarsakir í þeim prestaköllum, þar sem prestur er veikur eða prestakallið prestslaust af öðrum ástæðum. Jafnframt var fellt niður annað prestsembættið í Vest- mannaeyjum. Þá var á síðasta Alþingi lagt fram frumvarp til laga um kirkjusóknir, safnaðarfundi og héraðsfundi o.fl. og ennfremur frumvarp til laga um sóknargjöld o.fÉ Það urðu mér mikil vonbrigði að þessi frumvörp skyldu ekki verða að lögum þá. Þau voru bæði endurflutt í upphafi þessa þings og er það einlæg von mín að afgreiðslu þeirra verði nú hraðað. Hef ég fengið loforð um það frá formönnum þeirra nefnda, sem hafa þau til meðferðar. í frumvarpinu um sóknargjöld var fellt niður ákvæðið um heimild til þreföldunar sóknargjalds vegna kirkjubygginga, þar sem þetta heimildarákvæði mætti þeirri and- stöðu að ekki fékkst nægur stuðningur við að leggja það þannig fram. En ég hef óskað eftir við formann þingnefndar að athuga möguleika á að bæta þar úr á einhvern hátt. Kirkjueignanefnd, sem skipuð var samkvæmt ályktun Kirkjuþings, er nú senn að ljúka störfum. Nefndinni var ráðinn starfsmaður í fullt starf meiri hluta þessa árs til að afla sögulegra heimilda um þessi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.