Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 13

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 13
5 Þingfundir voru að venju í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Hófst hver fundur með því að sunginn var sálmur, biskup las ritningarorð og flutti bæn. Áður en gengið var til dagskrár 2. fundar kvaddi biskupinn sér hljóðs vegna þeirra hörmulegu tíðinda fyrr um morguninn, að leiðtogi indversku þjóðarinnar, frú Indira Ghandi, hefði verið myrt. - Þá minnt- ist biskup pólska prestsins Popieluszko, er hlotið hefði sömu örlög. - Biskup vottaði hlutaðeigandi þjóð- um samúð. Þingmenn tóku undir minningarorðin með því að rísa úr sætum. Á þessum sama fundi las 1. varaforseti kirkjuþings sr. Jón Einarsson upp eftirfarandi bréf. ,,Hr. biskup íslands Pétur Sigurgeirsson. Samband íslenskra samvinnufélaga, auglýsingadeild, vill með þessu bréfi afhenda yður að gjöf þau spjöld er deildin vann fyrir fimmtánda þing þjóðkirkjunnar. Vinnum saman er slagorð okkar og því viljum við sýna það hér í verki. Við bjóðum yður að endurnýja ártal og tölu hvers kirkjuþings sem haldið verður í framtíðinni. Virðingarfyllst, Guðmundur Jónsson auglýsingastjóri Sambandsins” Biskup þakkaði góða gjöf. Þingfundir urðu alls 12. Fundir í allsherjarnefnd 8, fjárhagsnefnd 6 og löggjafarnefnd 9. Þingmenn og aðrir gestir ásamt mökum voru gestir ráðherrahjónanna, frú Guðrúnar Þorkelsdóttur og Jóns Helgasonar í kvöldverðarboði í Borgartúni 6, þriðjudaginn 6. nóvember. Kirkjuþingsmenn og aðrir gestir ásamt mökum þáðu kvöldverðarboð í biskupsgarði að kvöldi 8. nóv- ember. Fyrir kirkjuþing voru lögð 41 mál, sem öll hlutu þingræðislega afgreiðslu. — Þau fara hér á eftir eins og þau voru lögð fyrir og síðan í þeirri mynd, sem þingið afgreiddi þau. Á síðasta fundi kirkjuþings flutti biskup þinglausnarræðu sína, sem er hér birt í lok þessarar kirkju- þingsgjörðar 1984.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.