Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 13

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 13
5 Þingfundir voru að venju í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Hófst hver fundur með því að sunginn var sálmur, biskup las ritningarorð og flutti bæn. Áður en gengið var til dagskrár 2. fundar kvaddi biskupinn sér hljóðs vegna þeirra hörmulegu tíðinda fyrr um morguninn, að leiðtogi indversku þjóðarinnar, frú Indira Ghandi, hefði verið myrt. - Þá minnt- ist biskup pólska prestsins Popieluszko, er hlotið hefði sömu örlög. - Biskup vottaði hlutaðeigandi þjóð- um samúð. Þingmenn tóku undir minningarorðin með því að rísa úr sætum. Á þessum sama fundi las 1. varaforseti kirkjuþings sr. Jón Einarsson upp eftirfarandi bréf. ,,Hr. biskup íslands Pétur Sigurgeirsson. Samband íslenskra samvinnufélaga, auglýsingadeild, vill með þessu bréfi afhenda yður að gjöf þau spjöld er deildin vann fyrir fimmtánda þing þjóðkirkjunnar. Vinnum saman er slagorð okkar og því viljum við sýna það hér í verki. Við bjóðum yður að endurnýja ártal og tölu hvers kirkjuþings sem haldið verður í framtíðinni. Virðingarfyllst, Guðmundur Jónsson auglýsingastjóri Sambandsins” Biskup þakkaði góða gjöf. Þingfundir urðu alls 12. Fundir í allsherjarnefnd 8, fjárhagsnefnd 6 og löggjafarnefnd 9. Þingmenn og aðrir gestir ásamt mökum voru gestir ráðherrahjónanna, frú Guðrúnar Þorkelsdóttur og Jóns Helgasonar í kvöldverðarboði í Borgartúni 6, þriðjudaginn 6. nóvember. Kirkjuþingsmenn og aðrir gestir ásamt mökum þáðu kvöldverðarboð í biskupsgarði að kvöldi 8. nóv- ember. Fyrir kirkjuþing voru lögð 41 mál, sem öll hlutu þingræðislega afgreiðslu. — Þau fara hér á eftir eins og þau voru lögð fyrir og síðan í þeirri mynd, sem þingið afgreiddi þau. Á síðasta fundi kirkjuþings flutti biskup þinglausnarræðu sína, sem er hér birt í lok þessarar kirkju- þingsgjörðar 1984.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.