Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 23

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 23
15 Ef slíkt væri gert, er nauðsynlegt að leita viðurkenningar á því fyrirkomulagi hjá öðrum aðilum er boða til funda og þinga, þannig að hægt yrði að koma í veg fyrir árekstra. 13. 16. mál. Nefndin fagnar þeim rekspöl, sem þetta mál er komið á með könnun Kirkjuráðs á óhjákvæmi- legum rekstrarkostnaði kirkna, tekjum þeirra og gjöldum. Mál þetta er skylt 25. máli þessa þings. En það kom fram í umræðum í nefndinni, að erfitt væri að sækja um lækkun á orkutaxta meðan orkuseljendum væri kunnugt um að margar kirkjur nýta ekki til fulls heimild til álagninga sóknar- gjalda. Ósamræmi í þessum efnum, þó ekki sé nema á fáum stöðum, spillir framgangi málsins hjá öllum. Þetta þarf að gera sóknarnefndum ljóst. 14. 17. mál. Þetta mál er skylt 2. gr. frum varps til laga um starfsmenn Þjóðkirkju íslands, sem er til með- ferðar á þinginu. í umræðum í nefndinni var bent á, að Prestafélag Vestfjarða og Prestafélag Austurlands hefðu lagt fram tillögur um þetta efni á síðustu prestastefnu, og vill nefndin vekja at- hygli á því. Það var álit nefndarmanna að þriggja mánaða dvöl prestsefna við störf og þjálfun hjá sóknarprestum væri allt of skammur tími. Nauðsynlegt er að tryggja fjármuni til að standa straum af shkri starfsþjálfun. En aðalatriðið er, að ekki eru allir, sem ljúka prófí í guðfræði, færir um að gegna prestsstörfum. Finna þarf leið til að meta það, hverjir eru hæfir og hverjir ekki, og koma í veg fyrir óþarfa vand- ræði og sársauka. 15. 18. mál. Nefndinni þykir framtak kirkjufræðslunefndar í þessu máli lofsvert og hvetur til og styður áætl- anir um að nýta myndsegulbandatæknina til að koma fagnaðarerindinu a framfæri, bæði í boðun og fræðslu. Mikils er vert að vel takist til við framleiðsluna eða kaupin, svo og við að koma efninu á framfæri við heimilin og aðra neytendur. Jafnframt er nefndinni ljóst, að miklu meira átak þarf að gera til að andæfa gegn þeirri afsiðun sem á sér stað með tilstyrk ,,video” - og rafeindatækninnar, og brýnir nefndin fyrir Kirkjuráði að vera vakandi og leita samstarfs við alla þá, sem áhyggjur hafa út af þróun þessara mála. 16. 19. mál. Allsherjarnefnd telur, að hér hafi verið rétt haldið á málum, og styður þá fyrirætlan, að málið verði athugað við næstu útgáfur Biblíunnar og sálmabókarinnar. 17. 20. mál. Nefndin leyfir sér að endurtaka 10. lið álits allsherjarnefndar kirkjuþings 1983: „Nefndin harmar að ekki hefur verið skipað enn í starf sjúkrahúsprests, og bendir á vaxandi þrýsting frá heilbrigðisstéttum um lausn þessa máls. Jafnframt bendir nefndin á það óhagræði, að kirkjan getur ekki skipað sjálf niður sínum starfs- mönnum, þar sem vitað er að verkefnaþungi er mjög misjafn á þeim.” Allsherjarnefnd bendir einnig á 8. mál þessa þings, sem vekur vonir um að hægt verði að finna leið til að leysa þennan vanda. 18. 21. mál. í sambandi við þetta mál vill allsherjarnefnd minna á heillaríkar heimsóknir kennara guðfræði- deildar Háskóla íslands út á land til fræðslu í söfnuðunum og til endurmenntunar presta úti á landsbyggðinni. Nefndin styður þessa viðleitni og þakkar hana og hvetur til að slíkar heimsóknir leggist ekki af heldur fjölgi þeim. Samband kirkju og guðfræðideildar er til blessunar fyrir hvor tveggja aðila. 19. 22. mál. Nefndin fagnar góðum lyktum þessa máls og þakkar þeim sem hafa veitt því brautargengi.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.