Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 23

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 23
15 Ef slíkt væri gert, er nauðsynlegt að leita viðurkenningar á því fyrirkomulagi hjá öðrum aðilum er boða til funda og þinga, þannig að hægt yrði að koma í veg fyrir árekstra. 13. 16. mál. Nefndin fagnar þeim rekspöl, sem þetta mál er komið á með könnun Kirkjuráðs á óhjákvæmi- legum rekstrarkostnaði kirkna, tekjum þeirra og gjöldum. Mál þetta er skylt 25. máli þessa þings. En það kom fram í umræðum í nefndinni, að erfitt væri að sækja um lækkun á orkutaxta meðan orkuseljendum væri kunnugt um að margar kirkjur nýta ekki til fulls heimild til álagninga sóknar- gjalda. Ósamræmi í þessum efnum, þó ekki sé nema á fáum stöðum, spillir framgangi málsins hjá öllum. Þetta þarf að gera sóknarnefndum ljóst. 14. 17. mál. Þetta mál er skylt 2. gr. frum varps til laga um starfsmenn Þjóðkirkju íslands, sem er til með- ferðar á þinginu. í umræðum í nefndinni var bent á, að Prestafélag Vestfjarða og Prestafélag Austurlands hefðu lagt fram tillögur um þetta efni á síðustu prestastefnu, og vill nefndin vekja at- hygli á því. Það var álit nefndarmanna að þriggja mánaða dvöl prestsefna við störf og þjálfun hjá sóknarprestum væri allt of skammur tími. Nauðsynlegt er að tryggja fjármuni til að standa straum af shkri starfsþjálfun. En aðalatriðið er, að ekki eru allir, sem ljúka prófí í guðfræði, færir um að gegna prestsstörfum. Finna þarf leið til að meta það, hverjir eru hæfir og hverjir ekki, og koma í veg fyrir óþarfa vand- ræði og sársauka. 15. 18. mál. Nefndinni þykir framtak kirkjufræðslunefndar í þessu máli lofsvert og hvetur til og styður áætl- anir um að nýta myndsegulbandatæknina til að koma fagnaðarerindinu a framfæri, bæði í boðun og fræðslu. Mikils er vert að vel takist til við framleiðsluna eða kaupin, svo og við að koma efninu á framfæri við heimilin og aðra neytendur. Jafnframt er nefndinni ljóst, að miklu meira átak þarf að gera til að andæfa gegn þeirri afsiðun sem á sér stað með tilstyrk ,,video” - og rafeindatækninnar, og brýnir nefndin fyrir Kirkjuráði að vera vakandi og leita samstarfs við alla þá, sem áhyggjur hafa út af þróun þessara mála. 16. 19. mál. Allsherjarnefnd telur, að hér hafi verið rétt haldið á málum, og styður þá fyrirætlan, að málið verði athugað við næstu útgáfur Biblíunnar og sálmabókarinnar. 17. 20. mál. Nefndin leyfir sér að endurtaka 10. lið álits allsherjarnefndar kirkjuþings 1983: „Nefndin harmar að ekki hefur verið skipað enn í starf sjúkrahúsprests, og bendir á vaxandi þrýsting frá heilbrigðisstéttum um lausn þessa máls. Jafnframt bendir nefndin á það óhagræði, að kirkjan getur ekki skipað sjálf niður sínum starfs- mönnum, þar sem vitað er að verkefnaþungi er mjög misjafn á þeim.” Allsherjarnefnd bendir einnig á 8. mál þessa þings, sem vekur vonir um að hægt verði að finna leið til að leysa þennan vanda. 18. 21. mál. í sambandi við þetta mál vill allsherjarnefnd minna á heillaríkar heimsóknir kennara guðfræði- deildar Háskóla íslands út á land til fræðslu í söfnuðunum og til endurmenntunar presta úti á landsbyggðinni. Nefndin styður þessa viðleitni og þakkar hana og hvetur til að slíkar heimsóknir leggist ekki af heldur fjölgi þeim. Samband kirkju og guðfræðideildar er til blessunar fyrir hvor tveggja aðila. 19. 22. mál. Nefndin fagnar góðum lyktum þessa máls og þakkar þeim sem hafa veitt því brautargengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.