Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 36

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 36
28 Biskupsstofu, en biskupsritari hafi frjálsari hendur sem fulltrúi biskups. 4. Á 2. fundi fjárhagsnefndar, 2. nóv. mætti framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson. í máli framkvæmdastjóra Skálholts kom eftirfarandi fram: að Skálholtsútgáfan gekk illa í byrjun að nú hefur ræst úr að ýmislegt er á dagskrá í útgáfustarfseminni að nýtt sölukerfi er í skipulagningu að framlög úr Kristnisjóði árin 1981 — 1983 fóru til þess að halda útgáfunni gangandi, - því miður - Nefndin telur það mikilvægt að útgáfan geti staðið á eigin fótum fjárhagslega, eins og horfir nú, og lítur bjartari augum til þess. 5. Á fund fjárhagsnefndar kirkjuþings mætti, frá Hjálparstofnun kirkjunnar, Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri og upplýsti um starfsmenn stofnunarinnar, kostnaðarhlutfall v/safnana, svo og um fræðslustarf hér innanlands. Guðmundur lagði fram reikninga Hjálpar- stofnunar og munu þeir liggja hér frammi. 6. Fjárhagsnefnd fól þremur nefndarmönnum, þeim Hermanni Þorsteinssyni, Halldóri Finnssyni og sr. Einari Þór Þorsteinssyni, að ganga á fund kirkjumálaráðherra og var þeim sérstaklega ætl- að að kanna, í fyrsta lagi viðbrögð hans við tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi um ráðningu fjármálastjóra fyrir kirkjuna, og í öðru lagi að ræða um aukna fjárveitingu til þjóðkirkjunnar 1985, - sérstaklega þar sem ákveðið hefur verið að kaupa Suðurgötu 22 sem kirkjuhús - en til þessa er á fjárlagafrumvarpi 1985 gert ráð fyrir kr. 500.000, en þegar mun vera búið að greiða kr. 5.000.000. Ráðherra átti með okkur ágætan fund ásamt fulltrúa sínum, Þorleifi Pálssyni, og vonum við að þessi aðferð nefndar - að ganga á fund kirkjumálaráðherra - verði eingöngu til góðs. Nefndin vill einhuga fagna því að kaup Þjóðkirkju íslands á kirkjuhúsi er nú að verða að veru- leika. En ýmsar spurningar hafa vaknað um fjármögnun nefndra húsakaupa - og í framhaldi af því, staða Kirkjugarðasjóðs - innan sjóða Biskupsembættsins. Teljum við því að skýrari mörk eigi að vera á milli hinna ýmsu sjóða og að gengið sé jafnóðum frá formlegum skjölum þegar um millifærslur er að ræða. Að lokum vill nefndin þakka öllum sem leitað var til, fyrir skýr svör og velvilja við það sem fram kemur hér að framan. í fjárhagsnefnd: sr. Bragi Friðriksson sr. Einar Þór Þorsteinsson Halldór Finnsson Hermann Þorsteinsson sr. Hreinn Hjartarson Kristján Þorgeirsson

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.