Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 36

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 36
28 Biskupsstofu, en biskupsritari hafi frjálsari hendur sem fulltrúi biskups. 4. Á 2. fundi fjárhagsnefndar, 2. nóv. mætti framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson. í máli framkvæmdastjóra Skálholts kom eftirfarandi fram: að Skálholtsútgáfan gekk illa í byrjun að nú hefur ræst úr að ýmislegt er á dagskrá í útgáfustarfseminni að nýtt sölukerfi er í skipulagningu að framlög úr Kristnisjóði árin 1981 — 1983 fóru til þess að halda útgáfunni gangandi, - því miður - Nefndin telur það mikilvægt að útgáfan geti staðið á eigin fótum fjárhagslega, eins og horfir nú, og lítur bjartari augum til þess. 5. Á fund fjárhagsnefndar kirkjuþings mætti, frá Hjálparstofnun kirkjunnar, Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri og upplýsti um starfsmenn stofnunarinnar, kostnaðarhlutfall v/safnana, svo og um fræðslustarf hér innanlands. Guðmundur lagði fram reikninga Hjálpar- stofnunar og munu þeir liggja hér frammi. 6. Fjárhagsnefnd fól þremur nefndarmönnum, þeim Hermanni Þorsteinssyni, Halldóri Finnssyni og sr. Einari Þór Þorsteinssyni, að ganga á fund kirkjumálaráðherra og var þeim sérstaklega ætl- að að kanna, í fyrsta lagi viðbrögð hans við tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi um ráðningu fjármálastjóra fyrir kirkjuna, og í öðru lagi að ræða um aukna fjárveitingu til þjóðkirkjunnar 1985, - sérstaklega þar sem ákveðið hefur verið að kaupa Suðurgötu 22 sem kirkjuhús - en til þessa er á fjárlagafrumvarpi 1985 gert ráð fyrir kr. 500.000, en þegar mun vera búið að greiða kr. 5.000.000. Ráðherra átti með okkur ágætan fund ásamt fulltrúa sínum, Þorleifi Pálssyni, og vonum við að þessi aðferð nefndar - að ganga á fund kirkjumálaráðherra - verði eingöngu til góðs. Nefndin vill einhuga fagna því að kaup Þjóðkirkju íslands á kirkjuhúsi er nú að verða að veru- leika. En ýmsar spurningar hafa vaknað um fjármögnun nefndra húsakaupa - og í framhaldi af því, staða Kirkjugarðasjóðs - innan sjóða Biskupsembættsins. Teljum við því að skýrari mörk eigi að vera á milli hinna ýmsu sjóða og að gengið sé jafnóðum frá formlegum skjölum þegar um millifærslur er að ræða. Að lokum vill nefndin þakka öllum sem leitað var til, fyrir skýr svör og velvilja við það sem fram kemur hér að framan. í fjárhagsnefnd: sr. Bragi Friðriksson sr. Einar Þór Þorsteinsson Halldór Finnsson Hermann Þorsteinsson sr. Hreinn Hjartarson Kristján Þorgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.