Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 38

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 38
30 skulu háðar heimild kirkjustjórnarinnar og nánari ákvörðun i reglugerð. Skylt er sóknarpresti að hafa aðsetur og lögheimili á prestssetri, nema biskup heimili annað um stundarsakir að fenginni umsögn prófasts og viðkomandi sóknamefnda. Sóknar- prestur ber þó ávallt fulla ábyrgð á prestssetrinu og skal sjá til þess að það sé hirt og varðveitt í hvívetna. 8. gr. Nú verða prestaskipti og prestssetur losnar, og eru þá sjálfkrafa lausir allir samningar og aðrar kvaðir, er prestur hefur bund- ið prestssetrinu svo sem leiga á landi þess eða réttindum. Sjá að öðru leyti tilskipun frá 6. jan. 1847 og 24. júlí 1789. 9. gr. Nú er kirkja á prestssetursjörð, og skal prestur þá hafa umsjón með henni í samvinnu við sóknarnefnd. Ef prestur situr ekki prestssetursjörð, skal ábúanda skylt, að ósk sóknarnefndarmanna, að hafa eftirlit með slíkri kirkju. 10. gr. Sóknarprestur á sæti á fundum sóknarnefnda og situr þá eftir því sem við verður komið. Hann á jafnframt sæti á héraðs- fundum og er skylt að sækja þá. Þá er honum að forfallalausu skylt að sitja fundi er biskup og prófastur boða honum. Sóknar- presti skal að jafnaði gert kleift að sækja námskeið til endurmenntunar eigi sjaldnar en á 10 ára fresti. 11. gr. Sóknarpresti er skylt að taka að sér þjónustu til viðbótar embætti sinu innan prófastsdæmis, ef þörf krefur, samkvæmt boði biskups, gegn launum samkvæmt 26. gr. laga nr. 38/1954. 12. gr. Sóknarprestar fá greiddan að fullu ferða- og skrifstofukostnað embætta sinna, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda að fengnum tillögum biskups og stjórnar Prestafélags íslands, sbr. lög nr. 36/1931. Kostnaður þessi greiðist mánaðarlega með launum prests. Sóknarprestum ber þóknun fyrir aukaverk svo sem tíðkast hefur sbr. prestastefnusamþ. í júlí 1764 og lög nr. 36/1931. Nú ákveður prestastefna íslands að breyta fyrirkomulagi þóknunar fyrir aukaverk, og skal það þá heimilt að fengnu samþykki ráðherra. 13. gr. Biskup leggur sóknarprestum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir löggiltar skýrslur og aðrar skýrslur, sem presti er skylt að láta í té og undir embættisvottorð. Hagstofa íslands leggur sóknarprestum til eyðublöð undir skýrslur, sem senda á þangað. 14. gr. Um einstakar embættisathafnir presta fer svo sem segir í lögum um þau efni og venjur kveða á um. Biskup setur hverjum presti erindisbréf að fengnum tillögum prófasts og stjórnar Prestafélags íslands. II. kafli. Um aðra starfsmenn kirkjunnar og þjóðkirkjusafnaða 15. gr. Kirkjumálaráðherra skipar biskupsritara að tillögu biskups. Skal hann vera guðfræðingur. 16. gr. Um söngmálastjóra þjóðkirkjunnar fer samkvæmt lögum nr. 3/1981. 17. gr. Biskupi er heimilt að ráða prestvígðan mann til þess að gegna þjónustu um stundarsakir í þeim prestaköllum, þar sem prestur er veikur eða prestakall er prestslaust af öðrum ástæðum. Ef þörf krefur, er biskupi heimilt með samþykki ráðherra að ráða fleiri prestvígða menn til starfa samkvæmt þessari grein. 18. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígðan mann til sérstakrar þjónustu við heyrnarskert fólk. 19. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígðan mann til sérstakrar fangahúsaþjónustu. 20. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígða menn til kirkjulegra starfa meðal íslendinga búsettra erlendis með aðsetri í Kaupmannahöfn, London og/eða eftir ákvörðun ráðherra. Ráðherra setur þeim erindisbréf að tillögu biskups. Ráðingartími skal vera allt að 3 árum.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.