Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 38

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 38
30 skulu háðar heimild kirkjustjórnarinnar og nánari ákvörðun i reglugerð. Skylt er sóknarpresti að hafa aðsetur og lögheimili á prestssetri, nema biskup heimili annað um stundarsakir að fenginni umsögn prófasts og viðkomandi sóknamefnda. Sóknar- prestur ber þó ávallt fulla ábyrgð á prestssetrinu og skal sjá til þess að það sé hirt og varðveitt í hvívetna. 8. gr. Nú verða prestaskipti og prestssetur losnar, og eru þá sjálfkrafa lausir allir samningar og aðrar kvaðir, er prestur hefur bund- ið prestssetrinu svo sem leiga á landi þess eða réttindum. Sjá að öðru leyti tilskipun frá 6. jan. 1847 og 24. júlí 1789. 9. gr. Nú er kirkja á prestssetursjörð, og skal prestur þá hafa umsjón með henni í samvinnu við sóknarnefnd. Ef prestur situr ekki prestssetursjörð, skal ábúanda skylt, að ósk sóknarnefndarmanna, að hafa eftirlit með slíkri kirkju. 10. gr. Sóknarprestur á sæti á fundum sóknarnefnda og situr þá eftir því sem við verður komið. Hann á jafnframt sæti á héraðs- fundum og er skylt að sækja þá. Þá er honum að forfallalausu skylt að sitja fundi er biskup og prófastur boða honum. Sóknar- presti skal að jafnaði gert kleift að sækja námskeið til endurmenntunar eigi sjaldnar en á 10 ára fresti. 11. gr. Sóknarpresti er skylt að taka að sér þjónustu til viðbótar embætti sinu innan prófastsdæmis, ef þörf krefur, samkvæmt boði biskups, gegn launum samkvæmt 26. gr. laga nr. 38/1954. 12. gr. Sóknarprestar fá greiddan að fullu ferða- og skrifstofukostnað embætta sinna, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda að fengnum tillögum biskups og stjórnar Prestafélags íslands, sbr. lög nr. 36/1931. Kostnaður þessi greiðist mánaðarlega með launum prests. Sóknarprestum ber þóknun fyrir aukaverk svo sem tíðkast hefur sbr. prestastefnusamþ. í júlí 1764 og lög nr. 36/1931. Nú ákveður prestastefna íslands að breyta fyrirkomulagi þóknunar fyrir aukaverk, og skal það þá heimilt að fengnu samþykki ráðherra. 13. gr. Biskup leggur sóknarprestum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir löggiltar skýrslur og aðrar skýrslur, sem presti er skylt að láta í té og undir embættisvottorð. Hagstofa íslands leggur sóknarprestum til eyðublöð undir skýrslur, sem senda á þangað. 14. gr. Um einstakar embættisathafnir presta fer svo sem segir í lögum um þau efni og venjur kveða á um. Biskup setur hverjum presti erindisbréf að fengnum tillögum prófasts og stjórnar Prestafélags íslands. II. kafli. Um aðra starfsmenn kirkjunnar og þjóðkirkjusafnaða 15. gr. Kirkjumálaráðherra skipar biskupsritara að tillögu biskups. Skal hann vera guðfræðingur. 16. gr. Um söngmálastjóra þjóðkirkjunnar fer samkvæmt lögum nr. 3/1981. 17. gr. Biskupi er heimilt að ráða prestvígðan mann til þess að gegna þjónustu um stundarsakir í þeim prestaköllum, þar sem prestur er veikur eða prestakall er prestslaust af öðrum ástæðum. Ef þörf krefur, er biskupi heimilt með samþykki ráðherra að ráða fleiri prestvígða menn til starfa samkvæmt þessari grein. 18. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígðan mann til sérstakrar þjónustu við heyrnarskert fólk. 19. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígðan mann til sérstakrar fangahúsaþjónustu. 20. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígða menn til kirkjulegra starfa meðal íslendinga búsettra erlendis með aðsetri í Kaupmannahöfn, London og/eða eftir ákvörðun ráðherra. Ráðherra setur þeim erindisbréf að tillögu biskups. Ráðingartími skal vera allt að 3 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.