Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 39

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 39
31 21. gr. Biskupi er heimilt að ráða æskulýðsprest þjóðkirkjunnar. Þá er biskupi heimilt, með samþykki ráðherra að ráða tvo eða fleiri æskulýðsfulltrúa til starfa með æskulýðspresti kirkjunnar. 22. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða ellimálafulltrúa þjóðkirkjunnar, til þess að aðstoða og leiðbeina sóknar- prestum og söfnuðum í þjónustu kirkjunnar við aldraða. Jafnframt er biskupi heimilt með samþykki ráðherra að ráða menn til starfa með ellimálafulltrúa þjóðkirkjunnar. 23. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prest til sérstakrar sjúkrahúsþjónustu, til að þjóna, skipuleggja og leið- beina um kirkjulegt starf á sjúkrahúsum. 24. gr. Biskupi er heimilt með samþykki ráðherra að ráða blaðafulltrúa. Skal hann annast tengsl við fjölmiðla og sinna öðrum verk- efnum samkvæmt ákvörðun biskups. 25. gr. Biskup setur þeim starfsmönnum erindisbréf, sem fjallað er um í grein 15, 17—19 og 21—24, og kveður á um ráðningartíma þeirra, sem skal að jafnaði vera 3—5 ár í senn. 26. gr. Þá er biskupi heimilt með samþykki ráðherra að ráða söfnuðum aðstoðarpresta, þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 27. gr. Laun og annar kostnaður við embætti þau, sem upp eru talin hér að framan, greiðist úr ríkissjóði, samkv. úrskurði ráðherra. Prestvígðir menn, sem embættum þessum gegna, skulu teljast þjónandi prestar þjóðkirkjunnar. Heimilt er þeim að vinna auka- verk sóknarpresta á ábyrgð og í umboði þeirra. 28. gr. Aðrir þeir sem vígslu hljóta til sérþjónustu innan félagssamtaka eða stofnana skulu þjóna á ábyrgð þeirra svo sem nánar er ákveðið í erindisbréfi, sem biskup setur. III. kafli. Um prófasta 29. gr. Kirkjumálaráðherra skipar prófasta úr hópi þjónandi presta í prófastsdæminu með ráði biskups, er leitað hefur áður álits þjónandi presta i prófastsdæminu. Sóknarpresti er skylt að takast á hendur prófastsembætti. Biskup getur falið presti eða ná- grannaprófasti að gegna prófastsembætti um stundarsakir, ef sérstaklega stendur á, svo sem vegna fjarveru prófasts eða veik- inda hans, eða vegna þess að prófasts missir við. Nú lætur prófastur af prestsembætti i prestakalli, og verður prófastsembætti þá laust. Nú telur prófastur sér óhægt að gegna embættinu vegna veikinda eða af öðrum sérstökum persónulegum ástæðum, og er þá heimilt að leysa hann undan því embætti, þótt hann gegni prestsembætti sínu eftirleiðis. Kirkjuráð vísar 29. gr. til kirkjuþings. 30. gr. Prófastur er fulltrúi biskups í prófastsdæminu og trúnaðarmaður hans og hefur í umboði hans almenna umsjón með kirkju- legu starfi þar. Hann er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að þvi er varðar sameiginleg málefni þess gagnvart stjórnvöldum, stofn- unum og einstaklingum. Nú er kirkjuleg starfsstöð stofnuð í prófastsdæminu, og veitir prófastur henni jafnaðarlega forstöðu og skipuleggur starfsemi á hennar vegum. Hann er formaður stjómar héraðssjóðs prófastsdæmis, og oddviti héraðsnefndar. Hann boðar héraðsfund í samvinnu við héraðsnefnd og stjórnar fundum hennar, undirbýr mál, sem sá fundur fær til meðferðar og kemur ályktunum fundarins til biskups og annarra aðila og fylgir þeim eftir. 31. gr. Prófastur hefur eftirlit með prestssetrum, kirkjum, og kirknaeignum í prófastsdæmi og bókasöfnum prestakalla, sbr. lög nr. 17/1931 og tilsk. frá 24. júli 1789. Hann skýrir biskupi frá því, sem honum þykir athugavert um þessar eignir, þ.á.m. skort á viðhaldi, og getur biskup lagt fyrir rétta aðila að bæta úr og sett frest í því skyni. Prófastur framkvæmir úttekt á prestssetrum (og embættisbústöðum presta) við prestaskipti og þegar prestur flytur í annað húsnæði innan prestakallsins. Hann gerir úttekt á nýjum kirkjum og kapellum. Prófastur setur nýjan prest í embætti, heimsækir presta og vísiterar kirkjur og söfnuði samkvæmt nánari ákvæðum í erindisbréfi. Hann fylgir biskupi á visitasíum hans til presta og safnaða í prófastsdæminu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.