Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 40

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 40
32 Prófastur gengur eftir því að starfsskýrslum og endurskoðuðum reikningum sé skilað á réttum tíma, og leggur fyrir héraðs- fundi með athugasemdum sínum og sóknarnefnda, eftir atvikum, og tillögum um úrlausn. Þá fjallar hann um ágreining, sem kann að risa milli sóknarprests, sóknarnefndar og safnaðar. Prófastur löggildir gerðabækur og aðrar bækur sóknarnefndar, eftir þvi sem við á. Prófastur veitir presti leyfi til fjarvista úr prestakalii um stundarsakir, en leyfi til lengri fjarvista veitir biskup að höfðu sam- ráði við kirkjumálaráðherra. Prófastur skipuleggur sumarleyfi og önnur samningsbundin leyfi presta í prófastsdæminu. 32. gr. Prófastur hefur þau afskipti af veitingu prestakalla, sem lög kveða á um. Hann skipuleggur endurmenntun presta, sem prófastsdæmið beitir sér fyrir í samráði við biskup og prestafélög. Hann sér um bókasafn prófastsdæmis, en guðfræðilegu bókasafni prófastsdæmis skal komið á fót samkvæmt ákvörðun héraðsfundar og héraðsnefndar fyrir fé, sem veitt kann að vera á fjárlögum í þessu skyni og úr héraðssjóði, svo og fyrir framlög einstakra manna. 33. gr. Prófastur hafi þau afskipti af kirkjugörðum, sem lög mæla fyrir um. Hann skoðar þá og heimagrafreiti í vísitasíum sínum til safnaða. 34. gr. í hverju prófastsdæmi skal með samþykki ráðherra og að fenginni tillögu biskups leggja prófasti til sérstaka skrifstofu, prófastsstofu, eða árlegt fjárframlag vegna skrifstofuhalds, eftir því sem ráðuneytið samþykkir. 35. gr. Launakjör prófasta eru ákveðin með sama hætti og launakjðr presta, að viðhöfðu samráði við Prófastafélag íslands. Prófastur fær greiðslur úr ríkissjóði vegna ferðalaga í þágu prófastsdæmisins samkvæmt reikningi. 36. gr. Biskup setur próföstum erindisbréf. IV. kafli. Um biskupa og biskupsdæmi íslensku þjóðkirkjunnar 37. gr. Biskupsdæmi á íslandi skulu vera þrjú: Reykjavíkurbiskupsdæmi, Skálholtsbiskupsdæmi og Hólabiskupsdæmi. 38. gr. Reykjavíkurbiskupsdæmi nær yfir Reykjavíkur- og Kjalarnessprófastsdæmi. Skálholtsbiskupsdæmi nær yfir Austurland, Suðurland, Vesturland og Vestfirði, frá Múlaprófastsdæmi til og með ísafjarð- arprófastsdæmi. Hólabiskupsdæmi nær yfir Norðurland, frá Húnavatnsprófastsdæmi til og með Þingeyjarprófastsdæmi. Kirkjuráð vísar 38. gr. til kirkjuþings. 39. gr. Biskup íslands situr í Reykjavík. Skálholtsbiskup situr í Skálholti. Hólabiskup situr á Hólum. Með tilskipun forseta íslands má þó að tillögu kirkjumálaráðherra ákveða önnur biskupssetur innan biskupsdæmanna, enda mæh tveir þriðju hlutar þjónandi sóknarpresta og formanna sóknarnefnda biskupsdæmisins með því. 40. gr. Biskup íslands fer með yfirstjórn sameiginlegra mála þjóðkirkjunnar og kemur fram fyrir hennar hönd út á við gagnvart stjómvöldum og erlendum aðilum í málum, sem varða kirkjuna í heild. Biskup íslands hefur samráð og samstarf við hina biskupana um ákvörðun mála og getur falið þeim að koma fram fyrir hönd kirkjunnar. Biskupar fara hver með sérmál biskupsdæmis síns. Þeir vígja presta og kirkjur og hafa tilsjón með kristnihaldi hver í sínu biskupsdæmi, hafa yfirumsjón með öllu kirkjulegu starfi þar og setja fram tillögur, umsagnir og álitsgjörðir um mál, er varða biskupsdæmi þeirra sérstaklega. Þeir setja próföstum, prestum og sóknarnefndum erindisbréf. Þeir vísitera kirkjur, presta og söfnuði biskupsdæmis síns eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. 41. gr. Kirkjuþing og Kirkjuráð hafa aðsetur í Reykjavík. Biskupsstofa þar annast afgreiðslu sameiginlegra mála kirkjunnar, einnig mál kirkjuþings og Kirkjuráðs svo og sérmál Reykjavíkurbiskupsdæmis. Skálholtsbiskup hefur með Kirkjuráði umsjón Skálholtsstaðar. Biskup hefur forræði á dómkirkju biskupsdæmis síns og ber ábyrgð á helgihaldi í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.