Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 46

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 46
38 17. gr. Biskupi er heimilt að ráða tvo prestvígða menn til þess að gegna þjónustu um stundarsakir í þeim prestaköllum, þar sem prestur er veikur, eða prestakall er prestslaust eða af öðrum sérstökum ástæðum. Ef þörf krefur, er biskupi heimilt með samþykki ráðherra að ráða fleiri prestvígða menn til starfa sam- kvæmt þessari grein. 18. gr. Biskupi íslands er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígðan mann til sérstakrar þjónustu við heyrnarskert fólk. 19. gr. Biskupi íslands er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígðan mann til sérstakrar þjónustu við fanga. 20. gr. Biskupi íslands er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prestvígða menn til kirkjulegra starfa með- al íslendinga búsettra erlendis með aðsetri í Kaupmannahöfn, London eða annars staðar eftir ákvörðun ráðherra. 21. gr. Biskupi íslands er heimilt með samþykki ráðherra að ráða forstöðumann fyrir starfi kirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði. 22. gr. Biskupi íslands er heimilt að ráða guðfræðing sem æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. Þá er biskupi heimilt, með samþykki ráðherra að ráða tvo eða fleiri fulltrúa til starfa með æskulýðsfulltrúa kirkjunn- ar. 23. gr. Biskupi íslands er heimilt með samþykki ráðherra að ráða ellimálafulltrúa þjóðkirkjunnar. Jafnframt er biskupi heimilt með samþykki ráðherra að ráða fulltrúa til starfa með ellimálafulltrúa þjóðkirkjunn- ar. 24. gr. Biskupi íslands er heimilt með samþykki ráðherra að ráða prest til sérstakrar sjúkrahúsþjónustu, til að þjóna, skipuleggja og leiðbeina um kirkjulegt starf á sjúkrahúsum. 25. gr. Biskupi íslands er heimilt með samþykki ráðherra að ráða fréttafulltrúa. Skal hann annast tengsl við fjölmiðla og sinna öðrum verkefnum samkvæmt ákvörðun biskups. 26. gr. Biskup íslands setur starfsmönnum, sem fjallað er um i grein 15 og 17—25, erindisbréf og kveður á um ráðningartíma þeirra, sem skal að jafnaði vera 3-5 ár í senn. 27. gr. Þá er biskupi heimilt með samþykki ráðherra að ráða söfnuðum aðstoðarpresta, einnig að vígja að- stoðarpresta, sem söfnuðir kalla og launa og setja þeim erindisbréf.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.