Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 59

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 59
51 1984 15. Kirkjuþing 9. mál Tillaga til þingsálykturnar um öldrunarþjónustu. Flm. sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup Kirkjuþing ályktar að gert skuli sérstakt átak í kirkjulegri þjónustu fyrir og meðal aldraðra á næstu fimm árum. Veitt verði fé úr Kristnisjóði til greiðslu á kostnaði við skipulagningu á þessu starfi og vegna námstefna og fræðsluefnis, er því tengist. Sér- staklega verði hugað að eftirtöldum þáttum. A. Hvemig getur kirkjan staðið að þjónustu orðsins meðal aldraðra? B. Hvernig getur kirkjan staðið betur að sálgæzlu og sálusorgun meðal aldraðra og stuðlað að betri og jákvæðari undirbúningi efri ára og umskipta þeirra, er fylgja starfslokum? C. Hvernig getur kirkjan staðið betur að þjónustu við aldraða, sem dvelja í vernduðum þjónustuíbúðum, dvalarheimilum, hjúkrunar- og sjúkradeildum? D. Hvernig geta söfnuðir staðið að félagsstarfi meðal aldraðra, skipulagningu þess og uppbyggingu? E. Hvernig geta söfnuðir, prófastsdæmi og kirkjan í heild staðið að rekstri lítilla elliheimila og hvernig má byggja rekstur þeirra þannig upp, að hann standi undir sér og með hvaða hætti gætu slík heimili tengst sjúkradeildum? (Hér er ekki átt við dvalar- heimili eins og við þekkjum þau bezt (Grund, DAS); heldur það sem kallað hefur verið „sólsetursheimili.”) F. Hvernig getur kirkjan stuðlað að lausn þeirra miklu vandamála, sem aldraðir standa frammi fyrir í húsnæðis- og þjónustu- málum, sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu? G. Hvernig getur kirkjan staðið að fræðslumálum sínum, hvað varðar starfsmenn í öidrunarþjónustu, presta og leikmenn? (Hér er átt við fræðsluefni og nám og námsstefnur ásamt þjálfun). Til þess að vinna að framgangi þessara mála endurskipi Kirkjuráð að tillögu biskups, ellimálanefnd þjóðkirkjunnar. Vinni hún í samráði við biskup og skili áliti hans. Greinargerð Ljóst er að öldruðum hefur fjölgað mjög að hlutfalli til hin síðari ár og sú þróun mun halda áfram á næstu árum. Félagsstarf aldraðra í söfnuðum landsins hefur vaxið mjög undanfarið, en spurning er, hvernig kirkjan markar sér stefnu og hagnýtir möguleika sína og bregst við skyldu sinni. Neyðarástand er nú í húsnæðis og vistunarmálum aldraðra í Reykjavík, og spurning hvernig úr megi bæta. Öldrunarráð íslands, sem þjóðkirkjan er aðili að, hefur komið með nokkrar tillögur til úrbóta, og raunar hefur kirkjan gegnum aðild sína haft nokkur áhrif á stefnu ráðsins, enda er séra Sigurður H. Guðmundsson formaður þess. Til að vinna að framgangi þessa málaflokks þykir rétt að gera ellimálanefnd kirkjunnar sem virkasta og rétt þykir að ráða mann í hlutastarf til að annast úttekt og skipulagningu þessara mála. Kirkjan hefur í senn miklar skyldur, en einnig möguleika umfram flesta aðra. En nauðsynlegt er að ætla fé til öldrunarmála í fjárhagsáætlun Kristnisjóðs. Málinu vísað til fjárhagsnefndar, er lagði til, að tillagan yrði samþykkt óbreytt og málinu vísað til Kirkjuráðs. (Frsm. sr. Hreinn Hjartarson) Samþykkt samhljóða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.