Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 59

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 59
51 1984 15. Kirkjuþing 9. mál Tillaga til þingsálykturnar um öldrunarþjónustu. Flm. sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup Kirkjuþing ályktar að gert skuli sérstakt átak í kirkjulegri þjónustu fyrir og meðal aldraðra á næstu fimm árum. Veitt verði fé úr Kristnisjóði til greiðslu á kostnaði við skipulagningu á þessu starfi og vegna námstefna og fræðsluefnis, er því tengist. Sér- staklega verði hugað að eftirtöldum þáttum. A. Hvemig getur kirkjan staðið að þjónustu orðsins meðal aldraðra? B. Hvernig getur kirkjan staðið betur að sálgæzlu og sálusorgun meðal aldraðra og stuðlað að betri og jákvæðari undirbúningi efri ára og umskipta þeirra, er fylgja starfslokum? C. Hvernig getur kirkjan staðið betur að þjónustu við aldraða, sem dvelja í vernduðum þjónustuíbúðum, dvalarheimilum, hjúkrunar- og sjúkradeildum? D. Hvernig geta söfnuðir staðið að félagsstarfi meðal aldraðra, skipulagningu þess og uppbyggingu? E. Hvernig geta söfnuðir, prófastsdæmi og kirkjan í heild staðið að rekstri lítilla elliheimila og hvernig má byggja rekstur þeirra þannig upp, að hann standi undir sér og með hvaða hætti gætu slík heimili tengst sjúkradeildum? (Hér er ekki átt við dvalar- heimili eins og við þekkjum þau bezt (Grund, DAS); heldur það sem kallað hefur verið „sólsetursheimili.”) F. Hvernig getur kirkjan stuðlað að lausn þeirra miklu vandamála, sem aldraðir standa frammi fyrir í húsnæðis- og þjónustu- málum, sér í lagi á Reykjavíkursvæðinu? G. Hvernig getur kirkjan staðið að fræðslumálum sínum, hvað varðar starfsmenn í öidrunarþjónustu, presta og leikmenn? (Hér er átt við fræðsluefni og nám og námsstefnur ásamt þjálfun). Til þess að vinna að framgangi þessara mála endurskipi Kirkjuráð að tillögu biskups, ellimálanefnd þjóðkirkjunnar. Vinni hún í samráði við biskup og skili áliti hans. Greinargerð Ljóst er að öldruðum hefur fjölgað mjög að hlutfalli til hin síðari ár og sú þróun mun halda áfram á næstu árum. Félagsstarf aldraðra í söfnuðum landsins hefur vaxið mjög undanfarið, en spurning er, hvernig kirkjan markar sér stefnu og hagnýtir möguleika sína og bregst við skyldu sinni. Neyðarástand er nú í húsnæðis og vistunarmálum aldraðra í Reykjavík, og spurning hvernig úr megi bæta. Öldrunarráð íslands, sem þjóðkirkjan er aðili að, hefur komið með nokkrar tillögur til úrbóta, og raunar hefur kirkjan gegnum aðild sína haft nokkur áhrif á stefnu ráðsins, enda er séra Sigurður H. Guðmundsson formaður þess. Til að vinna að framgangi þessa málaflokks þykir rétt að gera ellimálanefnd kirkjunnar sem virkasta og rétt þykir að ráða mann í hlutastarf til að annast úttekt og skipulagningu þessara mála. Kirkjan hefur í senn miklar skyldur, en einnig möguleika umfram flesta aðra. En nauðsynlegt er að ætla fé til öldrunarmála í fjárhagsáætlun Kristnisjóðs. Málinu vísað til fjárhagsnefndar, er lagði til, að tillagan yrði samþykkt óbreytt og málinu vísað til Kirkjuráðs. (Frsm. sr. Hreinn Hjartarson) Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.