Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 70

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 70
62 1984 15. Kirkjuþing 17.mál Tillaga til þingsályktunar um málþing í Skálholti. Flm. sr. Lárus Þorv. Guðmundsson Kirkjuþing beinir því til Kirkjuráðs að það hlutist til um að ákveðnum aðila t.d. kirkjufræðslunefnd verði falið að gangast fyrir reglubundnum málþingum í Skálholti í samvinnu við rektor lýðháskólans þar. Greinargerð Undanfarin ár hafa verið haldin málþing í Skálholti í húsakynnum lýðháskólans. Má þar nefna ráð- stefnuna ,,Kirkja og þjóðlíf” 1976, og hin ýmsu málþing Kirkjuritsins, 1979. Þessar samverur áttu það sameiginlegt að þar skapaðist vettvangur fyrir umræður og skoðanaskipti milli kirkjumanna og hinna ýmsu faghópa í þjóðfélaginu. Þó nokkuð stór hópur manna í samfélaginu hefur lítil sem engin samskipti við kirkju og kirkjunnar menn af ýmsum ástæðum s.s. vegna andkirkjulegra skoðana, þarna gefst tækifæri til að ná til einhverra í þeim hópi. Það er einnig mörgum alveg ný reynsla að vera samvistum og skiptast á skoðunum við kirkjufólk. Þeirri áður ókunnri reynslu miðla menn svo til síns umhverfis sem aftur getur leitt af sér jákvæðari afstöðu til kirkjulegs starfs. Kirkjulegt starf er ekki mikið þekkt úti í samfélaginu og nýtur oft ekki velvildar þess. Skálholtsstaður sjálfur er ekki síður mönnum prédikun með helgi sinni, sögu og fögru umhverfi, og enginn fer þaðan ósnortinn. Málþing gefa gott tækifæri til að ná til manna. Á málþingum í Skálholti hafa ýmis mál verið tekin til umfjöllunar m.a. hefur verið rætt um myndlist, friðarmál og bókmenntir. Árangur af þessum málþingum hefur verið mikill og hafa þau lagt grundvöll að vaxandi samtali og samstarfi. T.d. er kirkjulistanefnd ávöxtur slíks málþings. Margir gestir kirkjunnar á þessum málþingum hafa borið það, hversu mikilvæg Skálholtsdvölin hefur verið þeim og opnað þeim skilning á starfi og viðhorfum kirkjunnar. Sama gildir um þátttakendur af hálfu kirkjunnar. Undanfarið hefur ekki verið efnt til slíkra málþinga í Skáholti og er það ekki vansa- laust. Vísað til allsherjarnefndar er lagði til að tillagan yrði samþykkt þannig orðuð. (Frsm. sr. Birgir Snæ- björnsson) Kirkjuþing beinir því til Kirkjuráðs, að það standi fyrir málþingum í Skálholti og víðar í samvinnu við rektor lýðháskólans þar. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.