Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 73

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 73
65 1984 15. Kirkjuþing 20. mál Tillaga til þingsályktunar um þakkir til Hins íslenzka Biblíufélags og tilmæli um leiðréttingu á útgáfutölu Biblíunnar frá 1981. Flm. Sr. Jón Einarsson Kirkjuþing þakkar Hinu íslenzka Biblíufélagi mikil og blessunarrík störf, að kynningu og útbreiðslu Biblíunnar á Islandi. Jafnframt beinir Kirkjuþing þeim tilmælum til stjórnar Biblíufélagsins, að hún láti leiðrétta útgáfutölu Biblíunnar frá 1981 og fylgi fram samþykkt síðustu prestastefnu þar um. Greinargerð Útgáfa Biblíunnar 1981 er af Hinu íslenzka Biblíufélagi talin hin „tíunda á íslenzku.” Það er ekki rétt, heldur er um 11. útgáfu að ræða. Útgáfan 1912 er sú 10. í röðinni, en sú 9. er frá árinu 1908, sú, sem gerð var upptæk. Svo miklar textabreytingar voru gerðar frá 1908 til 1912, að vart er stætt á öðru en að tala um tvær aðskildar útgáfur. Vísað til allsherjarnefndar, er taldi rétt að afgreiða 20. mál með hinu 29., þar sem efni þessara tillagna fellur að nokkru leyti saman. Leggur nefndin því til, að þeim verði steypt saman í eina og orðuð þannig. (Frsm. sr. Jón Bjarman.) „Kirkjuþing þakkar Hinu íslenzka Biblíufélagi mikil og blessunarrík störf að kynningu og útbreiðslu Biblíunnar á íslandi. Þingið fagnar mikilli útbreiðslu og víðtækri kynningu Biblíunnar, sem íslenska kirkjan og margir aðrir aðilar hafa gengist fyrir á yfirstandandi Biblíuári. Þingið hvetur alla landsmenn til að gefa meiri gaum hinu ritaða Orði Guðs og láta það í raun og veru verða leiðarljós í daglegu lífi.” Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.