Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 80

Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 80
72 1984 15. Kirkjuþing 27. mál Tillaga til þingsályktunar um skattamál heimila. Flm. sr. Þorbergur Kristjánsson Kirkjuþing ályktar að skora á Alþingi að framkvæma án frekari tafar þau fyrirheit, er gefin hafa verið um breytingu á gild- andi skattalögum, er að því miði, að þau heimili, þar sem aðeins annað hjónanna vinnur utan heimilis, skuli eigi búa við verri hlut í skattalegu tilliti, en þau er hjónin bæði afla tekna. Greinargerð Á kirkjuþingi 1982 var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Kirkjuþing beinir þeim tilmælum til Kirkju- ráðs, að það láti kanna, hvort munur sé á skattlagningu hjóna og þeirra, sem búa í óvígðri sambúð. Könnunin leiði það í ljós, hvort álagning opinberra gjalda hvetji fólk frekar til þess að vera í óvígðri sambúð en hjónabandi. — Jafnframt verði kannað, hvort núgildandi skattalög gangi á hlut þeirra heimila, þar sem aðeins annað hjóna vinnur utan heimilis.” í skýrslu Kirkjuráðs 1983 segir svo um þetta mál: „Leitað var álits á skrifstofu ríkisskattstjóra um atriði þessi. Um hið fyrra atriði er það að segja, að fólki í óvígðri sambúð er heimilt að telja fram til skatts sem um hjón væri að ræða, svo að þar virðist í reynd ekki vera um mismun að ræða. En hvað seinna atriðið varðar, svaraði ríkisskattstjóri, að vinna heimavinnandi maka væri einskis metin, — og núgildandi skattalög ganga því greinilega á hlut heimila, þar sem svo er ástatt.” Með hliðsjón af svari ríkisskattstjóra virðist kirkjuþing varla geta látið mál þetta liggja í þagnargildi, vilji það standa vörð um hag heimila, sem vissulega vakti fyrir með upphaflegum tillöguflutningi. Fyrir síðustu alþingiskosningar, lýstu talsmenn ýmissa stjórnmálaflokka yfir því, að þeir vildu breyta gildandi skattalögum i það horf, að eigi yrði áfram gengið á hlut þeirra heimila, þar sem aðeins annað hjónanna ynni úti og má mikið vera, ef ákvæði um þetta er ekki að finna í sjálfum stjórnarsáttmálanum nú, en á efndum hefur eigi bólað. Þótt skattalögum hafi verið breytt til að létta á atvinnurekstri og talað hafi verið um milljarða skatta- lækkanir í sambandi við kjarasamninga, þá segja þingmenn, að ríkissjóður hafi ekki efni á umræddri leiðréttingu á skattamálum heimilanna, sem er augljóst sanngirnismál. Þann moðreyk má kirkjuþing eigi láta þá komast upp með lengur athugasemdalaust. Þegar aðeins annað hjónanna vinnur fyrir tekjunum en hitt sinnir heimilisstörfum einvörðungu og hefir þar af leiðandi engar tekjur fram að telja, leiðir það til þess, að hjónin lenda í mun hærri skattstiga en ef þau hefðu bæði verið um að afla teknanna. Þegar unnið var að gerð núgildandi skattalaga, var upphaflega gert ráð fyrir jöfnun tekna á hjónin, en einhverjir hávaðahópar brugðust þá ókvæða við og sögðu að slíkt yrði einungis til hagsbóta fyrir há- tekjufólk, — þar sem aðeins annað hjónanna þyrfti að vinna úti, — og þetta dugði til þess, að frá þeirri fyrirætlan var horfið. En auðvitað var og er þetta rangt. Óþarft ætti að vera að færa rök fyrir því, að æskilegt sé, að annað hjónanna sé heima, meðan börnin eru ung, — og enda á grunnskólaaldri. Á sumum heimilum eiga ekki bæði hjónin heimangegnt, vegna vanheilla barna t.d. eða annarra, sem annast þarf heima, — eða eigin vanheilsu. Og svo kemur það auðvitað til, að atvinna liggur ekki alltaf á lausu. Vísað til löggjafarnefndar, er lagði til, að tillagan væri samþykkt óbreytt. (Frsm. sr. Halldór Gunnarsson) Samþykkt samhljóða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.