Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 91

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 91
83 1984 15. Kirkjuþing 38. mál Tillaga til þingsályktunar um dreifingu embætta innan þjóðkirkjunnar. Flm. sr. Birgir Snæbjörnsson Prestar í Eyjafjarðarprófastsdæmi vara við þeirri þróun sem orðið hefur, að embætti innan þjóðkirkjunnar safnist á hendur fárra manna. Vilja þeir benda á að líta megi á þetta sem veikleikamerki og líkt því sem hæfileikamenn vanti til virðingarstarfa. Viljum við beina því til kirkjuþings, að það álykti um þetta mál, því við teljum að styrkur kirkjunnar og vaxtarbroddur sé með öðru í því fólginn að valddreifmg innan þjóðkirkjunnar sé með eðlilegum hætti. Við teljum eigi eðlilegt að vígslubiskupar gegni einnig störfum prófasta, heldur verði hafist handa við að efla þessi embætti hvort um sig og marka starfssvið og embættisskyldur þessara manna þannig að þeir verði virkir stjórnendur hver í sínu um- dæmi. Vísað til allsherjarnefndar. (Frsm. sr. Sigurpáll Óskarsson) Allmiklar umræður urðu um málið við 2. umræðu þess og fram komu tvær breytingartillögur: Sr. Halldórs Gunnarssonar „Kirkjuþing 1984 vísar 38. máli til Kirkjuráðs og ályktar, að unnið skuli markvisst að því, að staða vígslubiskupa verði gerð að formlegum embættum.” Felld með 14 atkvæðum gegn 5. Breytingartillaga biskups íslands við fyrri málsgrein nefndarálits 38. máls „Kirkjuþing ályktar að beina þeim tilmælum til allra kirkjulegra aðila, að ábyrgðarstörf og verkefni kirkjunnar dreifist á sem flestra hendur.” Síðari málsgreinin óbreytt, þannig: „Þingið ályktar einnig, að unnið skuli markvisst að því að staða víglsubiskupa verði gerð að formleg- um embættum.”. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.