Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 80

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 80
78 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Jónína Sæmundsdóttir og Sólveig Karvelsdóttir samstarfið mikilvægt og að góðar upplýsingar um nám barnanna og starfið í skólunum skipti máli. Þeir eru áhugasamastir um samstarfið á yngstu stigum grunnskólans og þátttaka þeirra er mest í formlegum samtölum við kennara um þeirra eigið barn. Í rannsókn Ernu Bjarkar (2003) kemur meðal annars fram að skólinn eigi að aðstoða foreldra í uppeldishlutverkinu. Hún segir að áherslan hafi verið á foreldrahópinn sem heild en ekki hafi verið hugað að stuðningi kennara við foreldra út frá þörfum einstakra nemenda. Hún telur að með því að þjálfa kennara í að mæta foreldrum þar sem þeir eru staddir og gera samstarfið markvissara sé hægt að bæta þjónustuna við þá. Nanna Christiansen (2005) telur mikilvægt að kennarar lagi starf sitt að breyttum tímum og samræmi það ,,þörfum og væntingum síð-nútímans“ en þar telur hún nokkuð skorta á. Hún segir kennara líta á sig sem sérfræðinga og á foreldra sem skjólstæðinga en faglegt hlutverk kennara í foreldrasamstarfi felist m.a. í því að „kennarinn [sé] leiðtogi í hópi jafningja“, að hann „efli foreldra til samstarfs um nám og líðan nemenda“ og að hann leggi sig fram um að mæta ólíkum þörfum notenda (bls. 79). Nýlega var gerð rannsókn hérlendis á samstarfi foreldra og leikskólakennara (Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2007). Meðal þess sem þar kemur fram er að algengustu samskiptin snerust um líðan barnsins en daglegt starf í leikskólanum, nám og þroski var einnig algengt umræðuefni. Mörgum leikskólakennurum fannst erfitt að ræða um ,,erfið mál“ við foreldra, svo sem um þroskafrávik barna. Einnig fannst þeim erfitt að ræða við foreldra sem voru óánægðir með starfið. Þeir töldu helstu hindranir í samstarfinu vera áhugaleysi og tímaskort foreldra en 60% þátttakenda töldu tímaskort hamla þátttöku foreldra í starfi leikskólans. Breytt uppeldisskilyrði Í íslensku samfélagi er það algengast að báðir foreldrar vinni úti fullan vinnudag og því þarf ekki að koma á óvart að leikskólakennarar nefni tímaskort foreldra. Útivinna beggja foreldra, sem krefst langrar dvalar barna á stofnunum dag hvern, aðskilur foreldra og börn og fækkar samverustundum þeirra. Ung börn dvelja nú lungann af vökutíma sínum hvern virkan dag í umsjá annarra en foreldra. Samkvæmt Hagstofu Íslands (2008) dvöldu um 86% barna í leikskóla í sjö stundir eða lengur í desember 2007. Þá var um þriðjungur eins árs barna og 91% tveggja ára barna í leikskóla þetta sama ár (Hagstofa Íslands, 2008). Baldur Kristjánsson (2006) fjallar um breytt uppeldisskilyrði og samskiptamynstur barna og foreldra og óttast neikvæðar afleiðingar þess hve samverutími fjölskyldunnar er orðinn stuttur. Í sænskri rannsókn (FAST-projektet), sem gerð var meðal foreldra ungra barna, kemur fram að þeir töldu að tímaskortur væri það erfiðasta sem fjölskyldan glímdi við, mun erfiðara vandamál en t.d. fjárhagsafkoma (Kihlblom, 1991). Vestrænt samfélag er ekki eins fjölskylduvænt og það var og foreldrar eiga í togstreitu um hvernig deila megi tímanum milli vinnu og fjölskyldu (Garbarino, 1992; Pipher, 1996). Sigrún Júlíusdóttir segir miklar breytingar á íslensku samfélagi hafa gjörbreytt uppvaxtar- skilyrðum barna og að þessar breytingar, m.a. á fjölskylduformi og fjölskyldutengslum, krefjist nýrra úrræða. Uppeldishlutverk foreldra sé mun flóknara en áður var, að þeir hafi áhyggjur af því að standa sig ekki sem foreldrar og að streita og tímaskortur auki á vandann. Hún segir fyrirmyndir foreldra úr eigin uppeldi ekki duga þeim lengur. Tengsl við stórfjölskylduna, sem áður fyrr veitti ungum foreldrum gjarnan ráð og mikilvægan stuðning, hafa minnkað því yfirleitt eru hvorki afi né amma á heimili nútímafjölskyldunnar (Sigrún Júlíusdóttir, 2001; 2004). Þá var algengt áður fyrr að stelpur og unglingsstúlkur kynntust umönnun barna við barnapíustörf. Þær höfðu því nokkra reynslu í þeim efnum þegar þær urðu sjálfar mæður. Nú fá þær ekki lengur þessa reynslu því leikskólar og dagforeldrar hafa tekið við. Sigrún Júlíusdóttir (2004) telur þörf á fræðslu fyrir foreldra um uppeldismál og það leiðir hugann að tveim nýlegum rannsóknum sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.