Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 96

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 96
94 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Hæfni kennara – áhersla á árangur og frammistöðu Upp úr miðri síðustu öld varð hugtakið hæfni ríkjandi í tengslum við nýjar áherslur í námskrárfræðum sem beindust að afmörkun og mælanlegum árangri náms. Til að auka skilvirkni menntunar voru sett fram markmið þar sem tilgreind var margs konar hæfni og skýr og ítarleg viðmið um árangur. Hæfni var skilgreind sem frammistaða – á einhverju afmörkuðu sviði – sem átti að vera unnt að mæla eða meta með einhverjum hætti (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1992; Kennedy, 2000; Wolfgang Edelstein, 1988). Hér á landi gætti þessara áhrifa í umbótastarfi á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem tekið var mið af atferlismarkmiðum og flokkunarkerfi Bandaríkjamannsins Benjamin Bloom (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1992; Sigurjón Mýrdal, 1992; Wolfgang Edelstein, 1988). Í markmiðum kennaranáms var þá leitast við að skilgreina afmarkaða hæfniþætti þar sem trú á tæknilegar lausnir, verksvit og notagildi kennaranámsins var í brennidepli (Kennedy, 2000; van Huizen, van Oers og Wubbels, 2005). Markmiðssetningar af þessu tagi voru liður í viðleitni til að bæta kennaramenntun. Undir lok áttunda áratugarins urðu miklar breytingar á ríkjandi fræðasýn. Fagmennskuhugtakið varð lykilhugtak í umræðunni um kennaramenntun og þeirri vísindahyggju sem birtist í atferlismarkmiðum var andmælt (Broddi Jóhannesson, 1978; Dale, 1989; Ingólfur Á. Jóhannesson, 1992; Jónas Pálsson, 1978). Hæfnihugtakið vék um áratugaskeið fyrir nýjum áherslum en varð síðan aftur ríkjandi í menntamálaumræðu um og eftir aldamótin og þá með breyttum skilgreiningum sem síðar verður fjallað um. Engu að síður hafa áherslur á hæfni kennarans, í þeim þrönga skilningi sem einkenndi um- ræðuna upp úr miðri öldinni, annað slagið komið upp í umræðunni um markmið kennaranáms. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að kennaranemar læri að takast á við öll þau flóknu vandamál sem tengjast skólastarfi, svo sem einelti, forvarnir gegn fíkniefnanotkun, ofvirkni, kynþátta- og kynjamisrétti – auk þess að kenna hefðbundnar námsgreinar. Slíkar áherslur á margs konar afmarkaða hæfni sem kennarar þurfi að hafa á valdi sínu hafa jafnframt verið gagnrýndar vegna þess að þar sé litið á kennarastarfið sem flókið samsafn aðgreindra verkefna og fyrir að einfalda kennarahlutverkið og gera það of tæknilegt (Hargreaves, 1998; Kennedy, 2000; Korthagen, 2004; van Huizen, van Oers og Wubbels, 2005). Annars konar skilgreiningar á hæfnihugtakinu – tengsl við nám og þroska Hæfnihugtakið hefur ekki eingöngu verið notað um frammistöðu eða sýnilegan árangur. Það hefur einnig verið notað um innri undirliggjandi getu eða hugsmíðar sem eru afrakstur huglægrar vinnu eða tilfinningalegrar reynslu (Markus, Cross og Wurf, 1990). Þá er litið á hæfnina sem eins konar persónulegan „farangur“ sem nýtist í nýjum verkefnum. Piaget og Erikson notuðu báðir þetta hugtak um slíka innri persónulega getu. Auk þess hefur hæfni verið lykilhugtak í umfjöllun margra fræðimanna um áhuga og námshvöt. Hæfni einstaklinga vekur áhuga á viðfangsefnum og skortur á hæfni – að eigin mati – dregur úr áhuga á viðfangsefnum (Bandura, 1997; Csikzentmihalyi, 1990; Deci, 1975; Dweck og Leggett, 1988). Margvíslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að álit eða trú á eigin getu (e. self-belief, self-efficacy, sjá Bandura, 1997) – tilfinningin ég get – hefur áhrif á frammistöðu í verklegum eða huglægum athöfnum og er þess vegna órjúfanlegur þáttur hæfninnar. Undir síðustu aldamót varð hugtakið hæfni mjög vinsælt í umfjöllun um menntun og persónulegan þroska. Jafnvel hafa fræðimenn sett jafnaðarmerki milli þroska barna og hæfni þeirra á ýmsum sviðum (sjá t.d. Sommer, 1996). Samkvæmt því felst félagsþroski í aukinni hæfni í félagslegum samskiptum og vitþroski í vaxandi hæfni til að fást við vitræn verkefni. Ragnhildur Bjarnadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.