Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 97

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Qupperneq 97
95 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Hæfnihugtakið hefur á síðasta rúmum áratug verið notað í auknum mæli til að skilgreina afrakstur náms. Hæfni er þá meira en vitneskja, skilningur og færni; einstaklingurinn sem býr yfir hæfni getur beitt vitneskjunni, skilningnum og færninni í athöfnum (Karpatschof, 1998; Markus, Cross og Wurf, 1990; Schultz Jørgensen, 1999). Þess vegna bætir hugtakið einhverju nýju við hugtök eins og vitneskja og kunnátta. Auk þess er hæfni talin fela í sér mikilvæga áhugahvöt sem ekki á alltaf við um kunnáttu eða færni. Nám, skilgreint sem breytingar á hæfni, merkir að möguleikar til athafna breytast; getan til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi, huglæg og verkleg, eflist (Hjort, 2006; Schultz Jørgensen, 1999). Svo notuð séu hugtök úr kenningu Vygotskys hefur nemandinn bæði tileinkað sér (e. internalized) þekkingu og er fær um að deila henni og nýta (e. externalize) hana til að hafa áhrif á umhverfið (Vygotsky, 1978). Nú er hæfnihugtakið yfirleitt tengt breiðum skilgreiningum á námshugtakinu. Kennurum grunnskóla ber t.d. að efla félagslega og persónulega hæfni nemenda ekki síður en vitsmunalega og verklega hæfni þeirra (European Commission, 1996; Menntamála- ráðuneytið, 1999; Raaen, 2004; Undervisnings- ministeriet, 1996). Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig nám tengist menningarlegum og félagslegum aðstæðum (Lave og Wenger, 1991; Ravn, 2002; Rogoff, 1990) og benda þær eindregið til þess að hæfni einstaklinga sé aðstæðubundin. Í fræðilegri umfjöllun um hæfnihugtakið hefur verið bent á að hæfni tengist alltaf menningarlegum viðmiðum og gildismati. Einstaklingurinn skilgreini eigin hæfni út frá ríkjandi gildum í þeim hópum sem hann tilheyrir og viðmiðanir hinna í mati á hæfni hans geti verið misjafnar, meðal annars háðar stöðu einstaklingsins í viðkomandi hópi (Karpatschof, 1998). Hæfnihugtakið var eitt af meginhugtökum rannsóknar minnar á því hvað unglingar telja sig læra af áhugamálum sem þeir stunda utan skóla (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2002). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að unglingar telji sig ná tökum á margvíslegri hæfni, einkum þó félagslegri, við slíka iðju og að sú hæfni sé þýðingarmikil fyrir þá. Einnig benda þær til þess að slík hæfni sé háð félagslegu samhengi og menningu. Dæmi voru um að þeir sem t.d. höfðu lært að hrósa öðrum gátu einungis hrósað samherjum sínum í íþróttum en ekki bekkjarfélögum sínum. Töluverður munur var á þeirri hæfni sem þátttakendur lýstu og töldu mikilvæga eftir því hvort þeir bjuggu í þorpi úti á landi eða í borgarsamfélagi. Til dæmis var sveigjanleiki í meiri metum meðal borgarunglinga en þeirra sem voru úr þorpi. Vinsældir hæfnihugtaksins á síðasta áratug hafa stundum verið raktar til aðstæðna í nútímasamfélagi. Sven Mørch (2003) heldur því fram að þær megi rekja til þess að áherslan í menntun hafi breyst; áður var aðalatriðið að kunna, nú að vera fær um að gera. Enda falli afmörkuð kunnátta og leikni fljótt úr gildi í tæknivæddu nútímasamfélagi; það sem skipti einstaklinginn máli sé fullvissan um að vera hæfur til að takast á við ný og síbreytileg viðfangsefni – vitsmunaleg, líkamleg, tilfinn- ingaleg eða félagsleg. Hæfnihugtakið og fagmennska kennara 2 Á áttunda áratug síðustu aldar vék notkun hæfnihugtaksins, í tengslum við kennara- menntun, fyrir áherslunni á fagmennsku; enda féll hugtakið illa að þeirri fræðasýn sem þá var ríkjandi í menntamálaumræðu. Skilgreiningar á þekkingarkjarna kennarastéttarinnar, siðareglum og uppeldislegri ábyrgð voru megininntak umræðunnar og brýnt þótti að efla almenna menntun kennara og fagvitund (Broddi Jóhannesson, 1978; Jónas Pálsson, 1978; Ólafur Proppé, 1992; Raaen, 2004; Wolfgang Edelstein, 1988). Ekki verður fjallað hér um það hvers vegna áherslur 2 Um þetta efni er fjallað í grein minni í tímaritinu Uppeldi og menntun (í prentun). Markmið kennaranáms
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.