Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 101

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Page 101
99 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 fram að hagnýt og fagleg hæfni, bæði í uppeldisgreinum og námsgreinum grunn- skóla, hafi verið kjarninn í starfshæfni grunnskólakennara en að nauðsynlegt sé að bæta við einni vídd, þeirri persónulegu, í ljósi nýrra rannsókna á kennarahlutverkinu (Krejsler, Laursen og Ravn, 2004). Höfundar telja þörf á dýpri skilningi og almennu samkomulagi um skilgreiningu á starfshæfni kennara sem feli í sér persónulega hæfni. Nýlegar niðurstöður íslenskra rannsókna ber að sama brunni (Hafþór Guðjónsson, 2004; Kristín Aðalsteinsdóttir, 2002; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004, 2008a); mikilvægt er að skilgreina persónulega hlið starfshæfninnar. Per Fibæk Laursen hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á sýn kennara á eigin starfshæfni. Þátttakendur í rannsóknunum eru reyndir kennarar sem allir fengu þá umsögn að vera mjög „góðir“ kennarar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að ákveðnir persónulegir eiginleikar séu kjarninn í starfshæfni þessara kennara og telur að leita þurfi leiða til að styrkja þennan kjarna starfshæfninnar með kennaramenntun. Hann leggur til að orðið „autencitet“ verði notað um þá mikilvægu og flóknu mannlegu eiginleika sem þurfa samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar að prýða alla „góða kennara“. Erfitt er að þýða orðið á íslensku en samkvæmt orðabókaskýringum þýðir það að vera sannur, trúverðugur og heiðarlegur. Samkvæmt skilgreiningu Laursen felur hugtakið í sér einlægni, áhuga, virðingu fyrir börnum og fyrir eigin gildum og það að geta nýtt sér slík gildi í starfi (Laursen, 2004). Í rökstuðningi fræðimanna fyrir þörfinni á að draga persónulegu víddina inn í skilgreiningar á starfshæfni kennara er gjarnan vísað til breytinga á kennarahlutverkinu. Einkum er bent á þá staðreynd að uppeldishlutverkið er orðið ríkari þáttur í starfinu en áður og ábyrgðin víðari (Krejsler, Laursen og Ravn, 2004; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1992; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Selman, 1997). Sú staðreynd að kennurum er nú ætlað að stuðla að félagslegum og tilfinningalegum þroska nemenda sinna hefur leitt til þess að kröfur um félagslega og tilfinningalega hæfni kennara hafa bæði aukist og orðið sýnilegri en áður (Hargreaves, 1998; Ingólfur Á. Jóhannesson, 1999; Klette, 2002; Krejsler, Laursen og Ravn, 2004; McLean, 1999). Þess utan gera breyttar aðstæður í skólum – ríkari áhersla á foreldrasamstarf, blandaðir nemendahópar og aðkoma aðstoðarfólks – nýjar kröfur til kennara um samstarfs- og stjórnunarhæfni. Margt bendir til þess að tengslin milli kennarans sem fagmanns annars vegar og einstaklings hins vegar séu nánari en áður (Hansbøl og Krejsler, 2004; Hargreaves, 1998). Starf kennara hefur alltaf verið erfitt og gert miklar kröfur til kennarans sem einstaklings en slíkar kröfur virðast vera breytilegar og háðar kennarahlutverkinu á hverjum tíma. Á undanförnum árum hef ég stundað rannsóknir á starfshæfni kennara frá sjónarhóli kennaranema (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004, 2005a, 2005b, 2008a). Í rannsóknum mínum er gert ráð fyrir að starfshæfni kennara sé heildstætt fyrirbæri sem hefur ýmsar víddir eða hliðar, þar á meðal persónulega hlið. Þá vísa ég til mannlegra eiginleika sem tengjast kennarahlutverkinu og hægt er að hafa áhrif á með kennaramenntun. Rannsóknir mínar á persónulegri hlið starfshæfninnar, þar sem þátttakendur eru kennaranemar í fjórum norrænum kennaraháskólum, sýna að kennaranemarnir upplifa kröfur um að sem verðandi kennarar vinni þeir með eigin tilfinningar, viðhorf og tengsl við aðra (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008a). Kennaranemarnir lýstu þeim viðfangsefnum kennara sem þeim þóttu sérlega erfið. Vandamálin sem nemarnir lýsa eru flókin og erfitt að sjá fyrir sér einfaldar lausnir. Einsemd og ótti við upplausn er áberandi (Søndenå, 2008). Niðurstöður benda til þess að kennaranemar telji sig þurfa að ná tökum á persónulegri hæfni ekki síður en faglegri og hagnýtri hæfni sem tengist kennarastarfinu. Nemarnir virðast vilja ná tökum á hæfni í samskiptum sem er samþætt úr félagslegri 3 Sjá nánar grein mína í tímaritinu Uppeldi og menntun, í prentun. Markmið kennaranáms
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.