Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 18

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 18
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál Fastanefndir kirkjunnar. 21. gr. Kirkjuþing kýs við upphaf hvers kjörtímabils fastanefndir kirkjunnar. skv. nánari reglum skv. 60. gr. Kirlguleg stjórnvöld. 22. gr. Stjómvöld þjóðkirkjunnar og stofnana hennar fara með stjómsýslu í öllum efnum, þar með talda ráðningu og lausn starfsmanna. og bera ábyrgð gagnvart kirkjuþingi. Kirkjuþing skal sjá til þess að reikningshald kirkjulegra aðila hljóti fullnægjandi endurskoðun. Kirkjuþing getur haft frumkvæði að frumvörpum til laga um kirkjuleg málefhi og beint þeim tilmælum til ráðherra að þau verði flutt á Alþingi. Ráðherra leitar umsagnar og tillagna kirkjuþings um lagaffumvörp um kirkjuleg málefhi er hann hyggst flytja á Alþingi. 5. Kirkjuráð. Almennt. 23. gr. Kirkjuráð fer með ffamkvæmdarvald í málefhum þjóðkirkjunnar. Biskup Islands er forseti kirkjuráðs. Skipan kirkjuráðs. 24. gr. Kirkjuráð er, auk biskups íslands, skipað fjórum mönnum. tveimur guðffæðingum og tveimur leikmönnum sem kirkjuþing kýs og skulu varamenn kosnir með sama hætti. Kosið skal í kirkjuráð á fyrsta kirkjuþingi að aflokinni kosningu. Kirkjuráðsmenn sitja þar til nýtt kirkjuráð hefur verið kjörið. Kirkjuráð kýs sér varaforseta en biskupsritari er ritari kirkjuráðs. Starfssvið kirkjuráðs. 25. gr. Kirkjuráð fer með ffamkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkjunnar, þar á meðal verkefna sem lög og stjómvaldsreglur ætla því og erinda sem vísað er til þess m.a. af hálfu kirkjuþings, prestastefhu, Alþingis og ráðherra. Ákvörðunum kirkjulegra stjómvalda, sem heyra undir lögsögu kirkjuráðs, má skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar úrlausnar. Undanskildar em ákvarðanir úrskurðar- og áfrýjunamefnda skv. 11. og 12. gr., svo og ákvarðanir biskups skv. 11. gr. og um kenningu kirkjunnar, sbr. 10., 18., 19. og 27. gr. Varði málsskot ákvörðun biskups íslands er hann hefur áður tekið víkur hann sæti í kirkjuráði meðan það mál er til meðferðar þar. Akvörðunum kirkjuráðs á ffamkvæmdasviði kirkjulegrar stjómsýslu verður eigi áffýjað til kirkjuþings en fjalla má um málefnið á kirkjuþingi að frumkvæði einstakra kirkjuþingsmanna. Um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjómvalda, skal fýlgt ákvæðum stjómsýslulaga nr. 37/1993 eftir því sem við getur átt, leiði annað 12

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.