Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Side 4
m \ miihi yii_jii|_ j _ ii iiiii i MANUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 Fréttlr 0V Níðstöng gegn Kárahnjúka- virkjun Aðgerðasamtökin Saving Iceland reistu níðstöng við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli um helgina. í tilkynningu frá samtökunum sem send var til fjölmiðla um helgina segir að níðstönginni hafi verið beint gegn þeim sem bera ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun. Lögreglumenn hafa þegar fjarlægt mðstöngina, en á henni hafði verið komið fyrir hauskúpu af dýri. Notkun níðstanga hefur færst í aukana á nýjan leik, á síðasta ári reisti bóndi á Suðurlandi nágranna sínum mðstöng vegna deilna þeirra á milli. Reykjavíkurborg rekur Malbikunarstöðina Höfða hf. sem stendur í samkeppni við einkafyrirtæki. í meirihlutatíð sjálfstæðismanna í borginni beittu þeir sér ekki fyrir einkavæðingu þrátt fyrir þau grundvallarsjónarmið flokksins að opinber fyrirtæki standi ekki í samkeppni við einkafyrirtæki. Júlíus Víflll Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er stjórnarformaður fyrirtækisins. Malbika fyrir aðra Malbikunarstöð Reykjavík- urborgartekurað sér verkefni innan borgarinnar sem og utan hennar. Samkeppnisstaða fyrirtækisins er gagnrýnd og sögð stríða gegn grundvallarsjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins. í BULLANDISAMKEPPNI Aðkomumenn handteknir Lögreglan á Akureyri hand- tók tvo karlmenn í kringum tvítugt aðfaranótt laugardags fyrir ölvunarlæti í miðbæ Akur- eyrar. Mennirnir höfðu staðið í áflogum þegar lögregla hand- tók þá. Þeir voru látnir sofa úr sér á lögreglustöðinni og sleppt í gærmorgun. Annar mannana er grunaður um að vera aðildar- maður að líkamsárás sem átti sér stað í bænum. Lögreglan á Akur- eyri segir að vert sé að geta þess að í þessu tilviki hafi verið um utanbæjarmenn að ræða. Beltin björguðu Tveir karlmenn sluppu án teljandi meiðsla þegar bifreið þeirra valt á þjóðvegi eitt rétt norðan við Víðihlíð á laugar- dagsmorgun. Mikil hálka og snjór voru á veginum og missti ökumaður stjórn á bílnum og valt hann allavega eina veltu. Bifreiðin er mikið skemmd en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi mega mennirnir þakka bílbeltum að ekkifórverr. 7"» TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamodur skrifar: traustko'dv.is Reykjavíkurborg stendur í bull- andi samkeppni við einkafyrir- tæki á sviði steypuframleiðslu og Iagningu malbiks. Það er í gegnum Malbikunarstöðina Höfða hf. sem er í eigu borgarsjóðs. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, hefur setið sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Árið 1996 sameinuðust tvö borgarfyrirtæki, annars vegar Mal- bikunarstöð Reykjavíkurborgar og hins vegar Grjótnám Reykjavíkur- borgar. Frá þeim tíma hefur fyr- irtækið keppt á markaði þar sem einkafyrirtæki er að finna. Það á við um framleiðsludeild fyrirtækisins og framkvæmda- deild. Samkeppnin einskorðast ekki við verkefni á vegum Reykja- víkurborgar heldur keppir fýr- irtækið um önnur verk, meðal annars malbikunarverkefni fyrir önnur sveitarfélög og einkafyrir- tæki. Gegn grundvallarhugmyndum Það vekur athygli að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr sem stjórnarformaðurogaðímeirihlutatíð flokksins í Reykjavíkurborg hafi flokkurinn ekki beitt sér fýrir því að einkavæða malbikunarstöð borgarinnar. Sjálfstæðismenn hafa verið einna harðastir í því að einkavæða fyrirtæki sem komin eru í samkeppni við einkafyrirtæki og þau grundvallarsjónarmið hafa komið skýrt fram síðustu vikur þegar samstarf og sameining Reykjavíkur Energy Invest, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, og Geysis Green Energy hafa mikið verið til umræðu. Þá lýstu borgarfulltrúar flokksins því skýrt yfir að þeir teldu óeðlilegt að fyrirtæki í eigu borgarbúa færi í samstarf við einkafyrirtæki. Meðal þeirra sem lýstu opinberlega yfir þeirri skoðun sinni var Júlíus Vífill, sitjandi stjórnarformaður Mal- bikunarstöðvarinnar Höfða. Ótæk samkeppni Óskar Bergsson, formaður fram- kvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, furðar sig á því að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi tíl þessa sinnt stjómarformennskunni gegn gmndvaUarsjónarmiðum flokksins. Aðspurður segir hann það í sumum tílvikum nauðsynlegt að hið opinbera reki fyrirtæki í samkeppni. „Mér finnst það skrítið prinsipp hjá Uokld sem hefur það að meginmarkmiði að blanda ekki saman opinberum rekstri og einkarekstri í samkeppni að hann skuli taka að sér stjómarformennsku hjámalbUcunarstöðReykjavUotrborgar. Það liggur alveg fyrir að stöðin er í buUandi innanlandssamkeppni við einkaaðUa og það stríðir gegn hugsjónum flokksins," segir Óskar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlaðbæjar-Colas, undrast þá samkeppni sem fyrirtækið þarf að standa í frá hinu opinbera. Hann segir samkeppnina í senn erfiða og ósanngjama og er orðinn þreyttur á eUífum loforðum um einkavæðingu. „Þessi samkeppni ermeð öllu ótækog ótrúlegt að hafa þurft að standa í henni þetta lengi. Eiginlega er ég hættur að hlusta á eilíf loforð um að þessum samkeppnisrekstri borgarinnar verði hætt. Því er alltaf lofað en aldrei staðið við," segir Sigþór. Tryggja verðmæti Aðspurður viðurkennir Júlíus Víf- U1 að samkeppnisstaða malbikunar- stöðvarinnar stríði gegn gmndvall- arsjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó rficar ástæður fyrir setu sinni sem stjórnarformaður og er ánægður með umræðuna. „Upp- runalega var stöðin sett á laggirnar til að tryggja þjónustu og samkeppni á þessu sviði. Staðreyndin er sú að fákeppni ríkir á markaðnum þó þar með sagt sé ekki æskilegt að borg- in sé í samkeppnisrekstri. Það væri auðvitað hið besta mál ef fjárfestar hefðu áhuga á því að koma að stöð- inni. Ég hef talað fyrir því að borgin standi ekki í samkeppnisrekstri sem þessum," segir Júlíus Vífill. „Stöðin stendur á gífurlega verð- mætu landi og tryggja þarf þau verð- mæti. Sömuleiðis þarf að tryggja stöðinni góða staðsetningu verði hún seld. Af þessum sökum var mér falin stjórnarformennska og ég á von á því að sitja áfram í stjórninni. Þessi samkeppnisstaða stríðir gegn grund- vallarsjónarmiðum flokksins en það er ljóst að við viljum selja félagið eftir að verðmæti landsins verða tryggð." Hefði ekki trúað því! Náði af mér IQMém! 847-4^04 ,y»"°5 Losnaöl vk) vefjagigtinal PCOS einkennl min hafa minkaO til munal Egsefbeturl AM þelta og mlklu melra getur þú llka lagað með þvl að nota vörumarfrá LRI Fáðu meira fyrir peninginn! 847-4704 Vala Friðriksdóttir. Egerviðslman núna! Karlmaður og tvær konur dæmd fyrir fíkniefnasmygl: HÓTAÐIAÐ KOMA UPP UM VÆNDI Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á föstudag Óskar Hjartarson í tut- tugu mánaða fangesi fyrir að hafa skipulagt innflutning á tæpum sjö hundruð grömmum af hreinu kóka- íni til landsins. Tvær konur, Katrín Stefanía Klemenzardóttir og Sólveig Sigurðardóttir, voru báðar dæmdar í eins árs fangelsi fyrir að hafa flutt fíkniefnin inn til landsins með flugi Icelandair frá Amsterdam í febrúar. Eins og fram hefur komið í DV báru konurnar fyrir rétti að Óskar hefði hótað að koma upp um vændisstarf- semi þeirra ef þær flyttu ekki efnin inn. Konurnar voru handteknar við komuna í Leifsstöð og reyndist hvor um sig hafa um 350 grömm af kóka- íni í fórum sínum og innvortis. Sól- veig sagði við yfirheyrslu að Óskar hefði fengið þær til þess að flytja efn- in frá Amsterdam gegn greiðslu fjög- ur hundruð þúsund króna. í sam- DV 25. október 2007 skiptum sínum við konurnar villti hann hins vegar á sér heimildir og notaðist aðeins við nafnið Siggi. Með brotinu rauf Óskar skilorð 45 daga fangelsisdóms sem hann hlaut í september 2005. Komst dómurinn að því að hann ætti sér engar málsbæt- ur og vegna alvarleika brotsins þykir skilorðsbundin refsing ekki koma til greina. Dómurinn horfði til þess að Sólveig hefði komið upp um þátt Óskars í málinu með ábendingu hennar á mynd af honum hjá lögreglu, þá hafi ekkert komið fram sem benti til annars en að konurnar hefðu verið burðardýr fyrir Óskar. Eins og sagt var frá í DV í sum- ar skipaði Katrín Stefanía annað sæti ffamboðslista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningamar árið 1999. Hún náði þó ekki kjöri. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir hefur ekki náðst í neinn sakbominganna. valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.