Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Page 6
6 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007
Tvær bílveltur
Engin alvarleg slys urðu
á fólki þegar tveir bflar fóru
út af veginum í Öxnadal með
um klukkustundar millibili á
laugardag. Annar bflanna valt
út af veginum og hafnaði úti í
Bægisá. Báðir bflarnir eru taldir
mikið skemmdir en 18 ára stúlka
sem var ein í annarri bifreiðinni
kvartaði undan eymslum í öxl og
hálsi og var flutt á sjúkrahús til
skoðunar. Gríðarlega mikil hálka
var á veginum og voru báðir
bflarnir ágætlega útbúnir.
Kallarframsókn-
armenn heim
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, gagnrýndi
aðgerðaleysi ríkisstjómarinnar
í efnahagsmálum í ræðu
sinni á miðstjómarfundi
Framsóknarflokksins á laugardag.
Guðni benti á nauðsyn þess að
grípatil
efnahagsað-
gerðatilað
stemma stigu
við vaxtafári og
verðbólgu. „Nú
er það ljóst að
stýrivextir em
komnir upp
úrölluvaldi
og duga ekki til, hefði rfldsstjómin
tekið sig á hefði staðan verið önnur.
Ég hef áhyggjur af skuldsettum
heimilum sem borga um sex
hundruð þúsund krónum meira
af fasteignalánum sínum en fyrir
þremur árum," segir Guðni.
Athygli vakti að Guðni sagði
Geir Haarde forsætisráðherra sinnu-
lausan í efnahagsmálum og kallaði
fngibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
valdaskessu. Hann leggur áherslu
á að kalla framsóknarmenn heim
sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu
árum.
Tveir dópaðir
undir stýri
Lögreglan á Akranesi
stöðvaði tvo ökumenn fyrir
akstur undir áhrifum fíkniefna
um helgina. Báðir vom stöðv-
aðir á Vesturlandsvegi. í öðru
tiivikinu reyndist ökumaður-
inn hafa lítilræði af hassi í fór-
um sínum.
í hinu tilvikinu glopraði
ökumaður því út úr sér við
lögreglumann að hann rækt-
aði marijúana á heimili sínu
og gerði lögreglan á Akranesi
eina plöntu upptæka.
Fréttir k>V
ji t T>öfrtJ CífTÉ^íJcJ^íífTÉS! fí>TÍV *TfTV^ ■ ■ rf o1,rri prf[ £ 'ÍÍJSf)ffBÉ9rlT rsnrj ' ýT/íSB
Areitti 9 og 15 ára stúlkur en sleppur mögulega við dóm vegna veikinda dómara:
Vísað til baka Maðurinn var fundinn
sekur (Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að káfa
á dætrunum. Hæstiréttur vísaði málinu
nýverið afturtil baka á þeim forsendum að
skipt var um dómara í miðju dómshaldi.
KÁFAÐIÁ DÆTRUNUM FYRST
MÓÐIRIN VAR TREG TIL
ERLA HLYNSDÓTTIR
bladamaður skrifar: erlaaodv.is
„Þetta mál er alveg einstakt," segir
Sigríður I. Friðjónsdóttir hjá emb-
ætti ríkissaksóknara. Dómi yfir
manni sem hafði í Héraðsdómi
Vestfjarða verið dæmdur sekur fyr-
ir að særa blygðunarkennd tveggja
stúlkna var vísað aftur til föður-
húsanna í Hæstarétti á fímmtudag.
„Sem betur fer er þetta mjög sjald-
gæft," segir Sigríður. Hæstiréttur
telur að brotin sé regla um milli-
liðalausa málsmeðferð því ákærði
kom aldrei fyrir þann dómara sem
dæmdi. Ákæruvaldið mótmælir
þessum úrskurði.
Stúlkurnartvær, sakborningurog
öll vitni höfðu komið fyrir dómara
þegar hann veiktist og fékk í kjölfar-
ið leyfi frá störfum. Kristinn Hall-
dórsson dómari tók þá við málinu
og boðaði til nýrrar aðalmeðferðar.
Ákærði í málinu hafði gefið skýrslu
fyrir dómi og sá sér ekki hag í því að
mæta í þinghaldið. Verjandi manns-
ins sagði honum kunnugt um þing-
haldið en hann hefði kosið að mæta
ekki. Allir aðrir komu að nýju fyrir
dóm og gáfu þar skýrslu, að undan-
skilinni yngri stúlkunni sem þótti of
ung til að bera aftur vitni.
Kristinn dæmdi manninn í hér-
aði fyrir brot gegn blygðunarsemi
og barnaverndarlögum árið 2002.
Þá ruddist hann ölvaður í heim-
ildarleysi að nóttu til inn á heim-
ili kunningjakonu sinnar og dætra
hennar tveggja, 9 og 15 ára. Þeg-
ar móðirin innti hann eftir erindi
sagði hann: „Ég ætia að ríða þér."
Henni brá við, vísaði honum á dyr
og faldi sig fyrir honum. Stuttu síðar
kom hún að honum þar sem hann
sat á rúmi eldri dótturinnar, káf-
aði á brjóstum hennar og reyndi
að kyssa hana. Móðirin kom dótt-
ur sinni til bjargar og maðurinn fór
fram. Stuttu síðar kom móðirin að
honum inni hjá yngri dótturinni
þar sem hann var að reyna að toga
niður um hana buxurnar.
Báðar stúlkurnar hafa fundið fyr-
ir kvíða og hræðslu eftir atburðinn.
Sú yngri óttaðist lengi að maðurinn
kæmi aftur.
Framburður móður og dætra
þótti skýr og samhljóma en fram-
burður ákærða hins vegar óljós og
sundurlaus. Hann neitar sök.
Fyrir brotin fékk maðurinn sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi,
átti að greiða hvorri stúlku 200 þús-
und krónur og tæpar 864 þúsund
krónur í sakarkostnað.
Dómarar í Hæstarétti voru
Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón
Steinar Gunnlaugsson og Hjördís
Hákonardóttir. Dómurinn klofnaði
og skilaði Hjördís séráliti þar
sem hún benti meðal annars á að
ákærði ætti rétt á að vera viðstaddur
aðalmeðferð máls, en ekki er í
lögunum kveðið á um að honum
sé það skylt. Hún sagðist ekki telja
að meðferð málsins í héraði hefði
verið haldin slíkum annmörkum að
rétt væri að ómerkja hinn áfrýjaða
dóm og vísa málinu heim í hérað.
Við vinnslu fréttarinnar náðist
ekki tal af Kristni Halldórssyni.
GÆSAHÚÐ Á !
GEISLADISKII
Fyrir þá sem vilja frekar hlusta en lesa.
Gæsahúð er komin út á geisladiski.
Bækurnar Gula geimskipið (nr. 3) og Flóttinn heim (nr. 4).
Lesari: Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun).
www.tindur.is
ur
Bókaútfláfa
tindur@tindur.is
Fráfarandi karlþula telur dagskrárstjóra aðeins vilja hafa konur:
Þulurnar fengnar til að hætta
Guðmundur Bragason, fráfarandi
þula hjá RÚV viðurkennir að starfslok
hans hafi borið að fyrr en hann gerði
sjálfúr ráð fyrir. Hann hafði hugleitt að
hætta á næstu mánuðum er Þórhall-
ur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV
fór þess á leit við hann að hætta fyrr.
Guðmundur er þrátt fyrir það sáttur
við þessa ákvörðun og segir ellefu ár
í þulustarfinu vera ágætan starfsferil.
Auk þess hefur hann í nógu að snú-
ast, meðal annars flytur hann inn kan-
adísk einingahús og hefur verið einn
forsvarsmanna hins umdeilda Bridge
fjárfestingarklúbbs.
Guðmundur er annar tveggja
þulna sem hætta núna, hin er Guðrún
Kristín Erlingsdóttir. Hún hafði sagt
upp munnlega fyrir tveimur mánuð-
um án þess að ákveðin dagsetning hafi
legið fýrir varðandi starfslokin. Guð-
rún segist einnig sátt við starfslok sín
Þórhallur dagskrárstjóri Fékktvær
þulur til að hætta fyrr en ráðgert var og
hefur nú þegar ráðið í þeirra stað.
og hlakkar til að takast á við ný verk-
efni í framtíðinni. Áður var farið fram á
að EllýÁrmanns segði starfi sínu lausu
efdr að hún tók við starfi hjá öðrum
fjölmiðli, fyrir vikið fór Þórhallur fram
á að hún hætti. Eva Sólan og Katrín
Brynja Hermannsdóttir munu álfam
birtast á skjánum.
Hinar nýju þulur eru þær Sigurlaug
Jónsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair,
Sigríður Halldórsdóttir, hagfræði- og
stjórnmálafræðinemi, Matthfldur
Magnúsdóttir laganemi og Anna Rún
Frímannsdóttir, sminka hjá Rfldssjón-
varpinu. Athygli hefur vakið að þær
eru allar líkar í útliti, ljóshærðar og
myndarlegar.
Aðspurður vildi Guðmundur lítið
tjá sig um starfslok sín en ítrekaði að
engin illindi væru á milli sín og for-
svarsmanna RÚV. Enginn karlmaður
er nú eftir í þulustarfinu og Guðmund-
ur telur það vera meðvitaða stefhu
dagskrárstjóra að hafa eingöngu kon-
ur í þulustarfinu.