Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007
Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
BIRGIR LEIFUR SIGRAÐI Á SPÁNI
Birgir Leifur Hafþórsson gerði sér
Ktið fyrir og vann ( úrtökumóti fyrir
þá sem eru að
þerjast um að
komast inn á
Evrópumótaröð-
ina. Birgir Leifur
spilaði á 7
höggum undir
pari á þriðja degi
og það lagði
grunninn að
sigrinum. Á
lokadeginum lék hann á 69 höggum
eða þremur höggum undir pari og
tryggði sér þar með sigur á mótinu
og lék alls á 274 höggum eða 14
höggum undir pari á Arcos Gardens-
vellinum á Spáni.
Birgir var að vonum afar sáttur við
sigurinn sem gefur honum aukið
sjálfstraust á næstunni.„Þriðji
dagurinn var mjög góður hjá mér og
allt (leik mínum sem gekk vel. Það
var fínt að klára þann dag svona vel
því það tók af mér helstu pressuna
fyrir lokadaginn. Rúsínan (
pylsuendanum var að vinna þetta
sföan, það var mjög sætt. í heildina
séð spilaði ég mjög vel á mótinu. Ég
get ekki kvartað yfir neinu.
Völlurinn hentaði mér vel því ég
notaöi löngu járnin sem ég er góður
(að nota. Ég setti mér það markmið
fyrir lokahringinn að vinna mótið og
þar með setti ég pressu á sjálfan mig.
Það er hins vegar mikilvægt að læra
það að takast á við sjálfan sig. Þetta
eru eilíf slagsmál við hausinn á sér en
ég afar sáttur með þetta upp á
framhaldið."
Birgir segir þetta veita sér mikið
sjálfstraust fyrir mótið sem sker úr
um það hvort hann komist á
Evrópumótaröðina en það hefst á
fimmtudaginn á
Spáni.„Ég mun
taka allt það
jákvæða með mér
úr þessu móti. Ég
vissi alitaf að ég
gæti þetta þótt ég
hefði viljað fá
þetta fyrr í sumar.
Ég tekþessu hlns
vegar fegins
hendi. Núna reynir maður að
undirbúa sig l(kt og (síðasta móti.
Það getur allt gerstsegir Birgir
Leifur Hafþórsson. Hann mun spila á
móti á fimmtudaginn og ef hann
verður meðal 30 efstu þar mun hann
spila á Evrópumótaröðinni.
IDAG
07:00 MAN. UTD - BLA
Enska úrvalsdeildin
Enska úrvalsdeildin
Ensku mörkin
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þarsem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktiðar
Úrvalsdeildarinnarfrá upphafi til
dagsins í dag.
Enska úrvalsdeildin
22:00 ENGLISH PREMiER LEAGUE
Ensku mörkin
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
23:00 COCA COLA MÖRKIN
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum síðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
23:30 READING - ARSENAL
Enska úrvalsdeildin
Valur vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu í hand-
bolta þegar liðið lagði fyrrverandi Evrópumeistara í Celje
Lasko að velli 29-28 í Vodafone-höllinni. „Stærsti sigur minn
sem þjálfari,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
Kominn í faeri Akureyringurinn
Baldvin Þorsteinsson átti góðan
leik og skoraði fjögur mörk.
DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
Valur tók á móti slóvenska liðinu
Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu
í handbolta í gær. Fyrir leikinn hafði
Valur ekki náð að vinna leik til þessa
en það breyttist í gær. Valsmenn áttu
frábæran leik og fóru að lokum með
29-28 sigur af hólmi. Til að undirstrika
hversu stórt afrek þetta er má geta þess
að Celje Lasko var Evrópumeistari fyrir
aðeins þremur árum.
Jafnt var á öllum tölum í fyrri
hálfleik. Bæði lið léku góðan vamaríeik
og gáfu fá færi á sér. Valsmenn voru
þó yfirleitt skrefi á undan og leiddu
mestallan fyrri hálfleik.
Vörn Valsmanna var frábær og slóv-
enska liðið skoraði nánast eingöngu
mörk með þrumuskotum utan af velli,
enda frábærar skyttur sem Celje Laska
hefur innanborðs.
Valsmenn skoruðu hins vegar
mörk í öllum regnbogans litum.
Góður vamarleikur liðsins skilaði
liðinu nokkrum hraðaupphlaupum
sem nýttust vel og þá léku þeir Elvar
Friðriksson, Fannar Friðgeirsson og
Amór Malmquist skínandi vel í sókn
Vals. Valur leiddi þegar flautað var til
leikhlés, 15-14.
Valur byrjaði síðari hálfleikinn
af miklum krafti og náði
þriggja marka forskoti, 19-17, á
upphafsmínútunum. Það var ekki
síst að þakka góðri markvörslu
Ólafs Hauks Gíslasonar, sem kom
sterkur inn í síðari hálfleik.
Valsmenn gerðu þó nokkur
klaufaleg mistök þegar um tíu
mínútur voru eftir af leiknum.
Á þeim kafla hefðu Valsmenn
nánast getað gert út um leikinn,
en fyrir vikið náði Celje Lasko að
saxa á forskotið.
Þáttur Pálmars
Lokamínúturnar vom æsispenn-
andi. Þegar um tvær mínútur voru
eftir voru Valsmenn einu marki yfir,
29-28, og Slóvenarnir í sókn. Celje
Lasko fékk vítakast þegar ein mínúta
og fimmtán sekúndur vom eftír og
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson
gerði sér lítíð fyrir og varði vítakastíð.
Celje Lasko hélt boltanum og
þegar um fimmtán sekúndur voru
eftír komst Mihael Gorensek í
dauðafæri á línunni en aftur varði
Pálmar ffábærlega. Valur fékk
boltann, hélt honum allt til leiksloka
og tryggði sér stórkostlegan sigur,
29-28.
Sigur Valsmanna f gær fer að
öllum líkindum á spjöld sögunnar
sem einhver besti sigur íslensks
liðs í Evrópukeppninni. Valur á
tvo leiki eftir, gegn þýska liðinu
Gummersbach í Þýskalandi 18.
nóvember og gegn ungverska liðinu
Veszprem í Vodafone-höllinni 22.
nóvember.
Áhorfendur í gær hefðu mátt
vera fleiri en ef þessi sigur fær Vals-
menn ekki til að mæta á völlinn
þegar Veszprem kemur í heimsókn
er óvíst að nokkuð geri það. Það
skal hins vegar tekið fram að þeir
áhorfendur sem mættu á leikinn í
gær eiga hrós skilið.
Stærsti sigur minn sem þjálfari
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, sagði eftir leikinn að sigurinn
í gær hefði verið hans stærsti sigur
sem þjálfari. „Þetta var frábær sig-
ur. Við náðum að stöðva hraðaupp-
hlaup þeirra og spiluðum mjög góða
vörn. Ölafur var góður í markinu og
undir lokin kom Pálmar sterkur inn.
Flestir leikmenn áttu frábæran leik
og ég held að við höfum komið Evr-
ópu svolítið á óvart. Frábær sigur.
Við sögðum fyrir leikinn að við
ætluðum að halda þeim undir 28
mörkum og þau voru akkúrat 28
mörkin sem þeir skoruðu. Við sögð-
um líka að við þyrftum allir að eiga
mjög góðan leik og Celje kannski
slakan. Ég held að það hafi gerst í
dag. Celje er mjög gott lið og þeir
eiga enn góða möguleika í riðlin-
um.
Ég held að þetta sé minn stærsti
sigur sem þjálfari og ég er mjög
stoltur af leikmönnunum og ís-
lenskum handbolta. íslenskur
handbolti er aftur að sýna hvers
hann er megnugur," sagði Óskar
Bjarni.
Ólafur Haukur Gíslason, fyrir-
liði Vals, var að vonum ánægður
með sigurinn. „Ég er mjög ánægður
með þennan sigur. Við vorum mjög
óánægðir eftir tapið í Slóveníu.
Við ákváðum því að leika betri leik
í dag. Við trúðum því alltaf að við
gætum unnið og við fórum í leikinn
með þá von og kláruðum dæmið,"
sagði Ólafur Haukur og bætti við að
leikurinn í gær hafi verið besti leik-
ur Vals á tímabilinu.
„Sennilega besta vörn sem við
höfum spilað og hraðaupphlaup.
Ég held að við höfum fengið fjögur
mörk eftír hraða miðju og einhver
fimm eða tíu eftir hraðaupphlaup. Ég
er mjög ánægður með liðið og þetta
var bestí leikur okkar á tímabilinu."
Ragna Björg Ingólfsdóttir sigraði á alþjóðlegu badmintonmóti í Reykjavík:
TVÖFALDUR SIGUR RÖGNU
Ragna Björg Ingólfsdóttir Er í miklum ham þessa dagana og sigraði á lceland
Express-mótinu.
Ragna Björg Ingólfsdóttir, bad-
mintonkona úr TBR, sigraði á al-
þjóðlegu badmintonmóti sem fram
fór í Reykjavík nú um helgina. Sigur-
inn veitir Rögnu mikið sjálfstraust en
hún stefnir ótrauð á ólympíuleikana
sem fram fara í Peking á næsta ári.
Ragna sigraði hina dönsku Trine
Niemeier frá Danmörku í tveimur
lotum, 21:11 og 21:3. Áðurhafðihún
meðal annars lagt hina eistnesku
Kati Tolmoff að velli en hún var röð-
uð númer eitt í mótið og átti fyrir-
fram að vera sterkasti leikmaðurinn
ef miðað er við heimslistann í bad-
minton.
Ragna hefur nú unnið á tveim-
ur alþjóðlegum mótum f röð á án
þess að tapa lotu. Hverju þakkar hún
þennan góða árangur? „Mér líður
mjög vel og ég er ótrúlega sátt við
þetta. Ég þakka þetta breyttu hug-
arfari auk þess að vera í góðu formi.
Erfiðastí leikurinn var á móti Katí
(Tolmoff) í undanúrslitunum. en
ég náði að ýta því úr vegi og spilaði
vel gegn henni. Það var nokkuð sér-
stakur leikur því við erum mjög góð-
ar vinkonur. Ég reyndi bara að vera
ekkert að horfa of mikið á hana. Við
erum mun jafnari en tölurnar gefa til
kynna. Salurinn var meðmérogmót-
lætið fór svolítið í taugarnar á henni.
Auk þess þekki ég vel hennar spil og
vissi hvernig ég átti að taka á hennar
bestu höggum," segir Ragna.
Ragna verður á ferð og flugi á
næstunni. „Ég fer til Noregs um
næstu helgi og svo verður það lík-
lega Rússland, Ítalía og Grikkland í
desember. Annars getur planið hjá
manni breyst með stuttum fyrirvara
og ekki alveg öruggt hvert ég fer,"
segir badmintonkonan Ragna Björg
Ingólfsdóttir.
Katrín Atladóttír og Ragna Björg
Ingólfsdóttír sigruðu í tvíliðaleik
en í úrslitum mættu þær Tinnu
Helgadóttur og Söru Jónsdóttur.
Úrslitaleikurinn var hörkurimma
sem endaði í þremur í lotum 21:18,
21:23 og 21:17. vidar@dv.is