Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Vetrarríkið setur svip á rekstur sveitarfélagsins Árborgar: MOKA SNJÓ FYRIR FIMMTÍU MILLJÓNIR Bæjarstjórinn Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, segir að iðbærinn á Selfossi sé nánast óskrifað blað og það hafi gefið yfirvöldum færi á metnaðarfullu skipulagi fyrir nýjan miðbæ. DV myndir Sigtryggur „Ég held að við höfum þurft að moka snjó fyrir um fimmtíu millj- ónir króna frá því að það byrjaði að snjóa. En það er ekki hægt að kvarta yfir þessu, þetta er eðlileg þjónusta og við búum nú einu sinni á Islandi," segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. í andránni búa ríflega 7.600 manns í sveitarfélaginu Árborg og segir Ragnheiður að á fimm árum hafi íbúum fjölgað um 1.400 manns. „Við erum að tala um 23 prósenta fjölgun í bæjarfélaginu, sem er um- talsvert," segir Ragnheiður. Fjölgunin hefur verið mest á Selfossi á meðan íbúatala Stokkseyrar og Eyrarbakka hefur haldist nokkurn vegin óbreytt. „Það er í rauninni jákvætt, því það eru þessi smærri þorp um allt land sem hafa þurft að glfma við fólks- flótta." Sóknarfæri og miðbær Ragnheiður segir að sveitarfélagið hafi mikil sóknarfæri og bendir á uppbyggingu miðbæjarins, sem nú stendur fyrir dyrum. „í rauninni er miðbærinn á Sefossi nánast óskrifað blað og það gefur okkur færi á að móta okkur einstaklega fallegan og vel upp byggðan miðbæ. Hingað til hefur fólk þekkt miðbæinn á Selfossi sem þessa einu götu, sem í rauninni er þjóðvegur númer eitt. Þessi svipur á eftir að gjörbreytast," segir Ragnheiður. Umdeild mál hafa komið upp í aðfraganda nýs miðbæjarskipulags í Árborg. Sveitarfélagið keypti til að mynda veitingastað sem þá var í rekstri, til þess að geta lagt út í sldpu- lagsbreytingar á svæðinu. „Það voru fluttar af þessu fréttir og hálfpart- inn gert grín að okkur fyrir að kaupa veitingastað. Staðreyndin var þó alla tíð sú að rekstrinum átti að hætta og þetta var bara húsið sem við keypt- um. En við þurfum heldur ekki að taka það nærri okkur þótt hlutunum sé snúið upp í grín," segir Ragnheið- ur. Nýr knattspyrnuvöllur Ragheiður víkur að framlögum bæjarins til íþróttamála, sem Sævar Þór Gíslason gagnrýnir annars staðar í blaðinu. „Á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins gerum við ráð fýrir því að leggja alls um níu hundruð milljónir króna til uppbyggingar á íþóttamannvirkjum. Reyndar verðum við að sætta okkur við að hér er um áætlun að ræða og fjárhagsáætlun hvers árs ræður því hvort þetta takmark okkar næst" Húðsegiraðeinhverseinkunkunni að verð á byggingu knattspyrnuvallar sem áformað var að taka í notkun í sumar. „Við stefnum þó eindregið að því að þennan völl verði hægt að taka í notkun fyrir tímabilið á næsta ári," bætir Ragnheiður við. sigtryggur@dv.is Dyrhólaeyjarferðir Sjó- og landferðir Upplifið einstakar ferðir um Dyrhólaeyjarsvæðið á hjólabáti - í návígi við stórbrotna nátturu og fjölbreytt fuglalíf. Förum með stóra og smáa hópa eftir samkomulagi. Upplýsingar f síma 487 8500 & 893 6800 www.dyrholaey.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.