Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Vetrarríkið setur svip á rekstur sveitarfélagsins Árborgar: MOKA SNJÓ FYRIR FIMMTÍU MILLJÓNIR Bæjarstjórinn Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, segir að iðbærinn á Selfossi sé nánast óskrifað blað og það hafi gefið yfirvöldum færi á metnaðarfullu skipulagi fyrir nýjan miðbæ. DV myndir Sigtryggur „Ég held að við höfum þurft að moka snjó fyrir um fimmtíu millj- ónir króna frá því að það byrjaði að snjóa. En það er ekki hægt að kvarta yfir þessu, þetta er eðlileg þjónusta og við búum nú einu sinni á Islandi," segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. í andránni búa ríflega 7.600 manns í sveitarfélaginu Árborg og segir Ragnheiður að á fimm árum hafi íbúum fjölgað um 1.400 manns. „Við erum að tala um 23 prósenta fjölgun í bæjarfélaginu, sem er um- talsvert," segir Ragnheiður. Fjölgunin hefur verið mest á Selfossi á meðan íbúatala Stokkseyrar og Eyrarbakka hefur haldist nokkurn vegin óbreytt. „Það er í rauninni jákvætt, því það eru þessi smærri þorp um allt land sem hafa þurft að glfma við fólks- flótta." Sóknarfæri og miðbær Ragnheiður segir að sveitarfélagið hafi mikil sóknarfæri og bendir á uppbyggingu miðbæjarins, sem nú stendur fyrir dyrum. „í rauninni er miðbærinn á Sefossi nánast óskrifað blað og það gefur okkur færi á að móta okkur einstaklega fallegan og vel upp byggðan miðbæ. Hingað til hefur fólk þekkt miðbæinn á Selfossi sem þessa einu götu, sem í rauninni er þjóðvegur númer eitt. Þessi svipur á eftir að gjörbreytast," segir Ragnheiður. Umdeild mál hafa komið upp í aðfraganda nýs miðbæjarskipulags í Árborg. Sveitarfélagið keypti til að mynda veitingastað sem þá var í rekstri, til þess að geta lagt út í sldpu- lagsbreytingar á svæðinu. „Það voru fluttar af þessu fréttir og hálfpart- inn gert grín að okkur fyrir að kaupa veitingastað. Staðreyndin var þó alla tíð sú að rekstrinum átti að hætta og þetta var bara húsið sem við keypt- um. En við þurfum heldur ekki að taka það nærri okkur þótt hlutunum sé snúið upp í grín," segir Ragnheið- ur. Nýr knattspyrnuvöllur Ragheiður víkur að framlögum bæjarins til íþróttamála, sem Sævar Þór Gíslason gagnrýnir annars staðar í blaðinu. „Á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins gerum við ráð fýrir því að leggja alls um níu hundruð milljónir króna til uppbyggingar á íþóttamannvirkjum. Reyndar verðum við að sætta okkur við að hér er um áætlun að ræða og fjárhagsáætlun hvers árs ræður því hvort þetta takmark okkar næst" Húðsegiraðeinhverseinkunkunni að verð á byggingu knattspyrnuvallar sem áformað var að taka í notkun í sumar. „Við stefnum þó eindregið að því að þennan völl verði hægt að taka í notkun fyrir tímabilið á næsta ári," bætir Ragnheiður við. sigtryggur@dv.is Dyrhólaeyjarferðir Sjó- og landferðir Upplifið einstakar ferðir um Dyrhólaeyjarsvæðið á hjólabáti - í návígi við stórbrotna nátturu og fjölbreytt fuglalíf. Förum með stóra og smáa hópa eftir samkomulagi. Upplýsingar f síma 487 8500 & 893 6800 www.dyrholaey.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.