Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Side 15
DV Sport SEINNI LEIKIR í 16 LIÐA ÚRSLITUM MEISTARADEILDAR EVRÓPU FARA FRAM í KVÖLD OG ANNAÐ KVÖLD. FJÖGUR ENSK LIÐ BERJAST UM SÆTI í 8 LIÐA ÚRSLITUM. MAN. UNITED OG ARSENAL HEFJA LEIK. BLS. 17. Emil Hallfreðsson gengur í gegnum tíð þjálfaraskipti hjá Reggina: Reggina, lið Emils Hallfreðsson- ar á ítalíu, er búið að reka þjálfarann öðru sinni á leiktíðinni og verður sá næsti þriðji í röðinni. Renzo Ulivieri var látinn taka pokann sinn en í hans stað tók Nevio Orlandi, þjálfari ungl- ingafélagsins, tímabundið við stjóm liðsins. Ekki er algengt í knattspymuheim- inum að skipt sé svo ört um þjálfara en Emil segir þetta dæmigert fyrir ít- alíu. „Svona er ítalía og þetta kom svo sem ekkert sérstaklega á óvart. Við vorum komnir með ellefu stíg f þrett- án leikjum og maður vissi af óánægju manna," segir Emil. Emil segir mikið rót hafa verið á liðinu og miklar breytíngar. „Hann var alltaf að skipta um lið og ég held að við höfum skipt um leikkerfi fyr- ir hvem einasta leik. Hann ætlaði að taka þetta á taktíkinni en það gekk ekki alveg upp hjá karlinum. Ég er rólegur yfir þessu og horfi bara á þetta utan ffá þótt ég sé leik- maður í liðinu. Ég er ekki búinn að heyra í neinum í liðinu ennþá enda kom þetta upp í gærkvöldi og við fengum frí í dag (gær). Reggina vann stórlið Juventus fyr- ir skömmu en hefur svo tapað ein- um og gert eitt jafntefli. Emil telur sig eiga nokkuð inni og hann er búinn að jafna sig á meiðslum sem hafa hrjáð hann. „Ég tel mig eiga að vera í þessu liði. Mér fannst ég spila vel á mótí Lazio á miðvikudag en hann var með ein- hveijar aðrar meiningar og tók mig úr liðinu um helgina. Kannski var hann að hvíla mig, en það skiptír engu máli. Núna er bara að koma aftur inn og nýta tækifærið." Reggina á í harðri fallbaráttu og Emil segir mikilvægt að ná í stíg gegn liðunum í kringum liðið. „Við eigum eftír að spila við Catania, Siena, Cagli- ari og Parma svo einhver lið séu nefnd þannig að við eigum góða möguleika á því að bjarga okkur. Því er ekki að neita að það verður erfitt og við þurf- um að bæta leik okkar en þetta er í okkar höndum," segir Emil að lokum. vidar@dv.is Lítil þolinmæði Reggina, lið Emils Hallfreðssonar, lét annan þjálfarann fara á leiktiðinni. DÆMIGERT FYRIR ÍTALÍU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.