Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 Fréttir DV Fíkniefnasali ífangelsi Fíkniefnasalinn Brynjar Guð- mundsson var dæmdur í mánað- arlangt fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa haft undir höndum 114 grömm af maríjúana sem var ædað til sölu- dreifíngar. Hann játaði brotin skýlaust en áður hefur hann ver- ið sektaður fyrir umferðarlaga- og fíkneifnabrot. Þá lagði lögregl- an hald á skæri og grammavog sem hann notaði til þess að vinna og vigta efnin auk sautján þúsund króna sem hann fékk fyr- ir fíkniefnasöluna. Banaslys í umferðinni Banaslys varð á Eyrar- bakkavegi rétt fyrir hádegi í gær. Þar lést fullorðinn öku- maður jepplings eftir að hann lenti í árekstri við vörubíl. Lögreglu-, sjúkra- og björg- unarlið var sent á vettvang strax eftir að tilkynning barst um stysið. Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi slyssins eftir að lífgunartil- raunir báru ekki árangur. Ökumaður vörubílsins slas- aðist ekki en hlaut viðeigandi aðhlynningu. Lögreglan lýsir eftir vitnum að árekstrinum og eru þau beðin um að hafa samband í síma 480 1010. Laus úr haldi Maðurinn sem veitti örygg- isverði í verslun 10-11 við Aust- urstræti lífshættulega áverka um helgina verður látinn laus úr gæsluvarðhaldi í dag. Hæsti- réttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum. I greinargerð lögreglu segir að læknum hafi með naumindum tekist að bjarga lífi öryggisvarð- arins þar sem blæddi inn á heila eftir fólskulega árásina, en vörð- urinn var barinn með glerflösku í höfuðið. Amfetamín ítöskunni Ungur karlmaður var hand- tekinn í fyrradag í Leifsstöð eftir að þrjú kíló af amfetamíni fund- ust í tösku hans. Maðurinn var að koma frá París þegar lögreglu- og tollgæslumenn höfðu hendur í hári hans. f gær var maður- inn úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um fíkniefnasmygl. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Suð- urnesjum er rannsókn málsins skammt á veg komin og því ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Óprúttinn dóni er sakaður um að hafa áreitt tvær stúdínur á Stúdentagörðunum nærri Eggertsgötu. í öðru tilfellinu hafði hann teygt sig inn um sturtuglugga á með- an rúmlega tvítug stúdína var í sturtu og tekið myndir af henni. Hún sá höndina sér til mikillar hrellingar þegar hún var að ljúka við sturtuna. D0NISKELFIR STUDINUR VALUR GRETTISSON blaðomaður skrifar: Félagsstofnun stúdenta hefur feng- ið tvær tilkynningar á tveimur mán- uðum varðandi meintan dóna sem áreitir stúdínur á nemendagörð- um Háskóla íslands við Eggerts- götu. f öðru tilfellinu var stúdína í sturtu þegar hún varð vör við dón- ann. Þá hafði hann teygt höndina inn og hélt á farsíma og tók mynd- ir af stúlkunni. Henni var veru- lega brugðið og bauð Félagsstofn- un henni aðra íbúð sem ekki væri á jarðhæð í kjölfarið. Stuttu eftir að það mál kom upp tilkynnti önn- ur stúdína til Félagsstofnunar að hana grunaði að einhver einstakl- ingur lægi á bréfalúgunni heima hjá henni og njósnaði um hana. Bæði atvikin áttu sér stað á Stúd- entagörðunum. Dóni tekur sturtumyndir Það var í síðasta mánuði sem rétt rúmlega tvítug stúdína fór grunlaus í sturtu. Hún býr á Stúd- entagörðunum nærri Reykjavíkur- flugvelli. fbúð stúlkunnar er á jarð- hæð en glugginn í sturtunni snýr að bakhlið hússins. Þegar hún var að ljúka við sturtuna leit hún við og henni til mikillar furðu sá hún hönd teygja sig inn um gluggann. Og það sem verra var, höndin hélt á farsíma og hafði augljóslega tekið myndir af stúlkunni í sturtu. Hugs- anlega tók óprúttni dóninn upp myndband en ómögulegt er að segja til um það. Annað tilvik tilkynnt Þegar haft var samband við Fé- lagsstofnun stúdenta fengust þau svör að stúlkan hefði kvartað til þeirra vegna málsins. Þá var stúlk- unni strax boðin ný íbúð í sama húsi sem er ekki á jarðhæð. Hún eftir að sturtuatvikið kom upp hafi þeim borist tilkynning frá annarri stúdínu sem býr nálægt þeirri fyrri en hún sagðist hafa orðið var við undarlegan umgang hjá sér. Vildi hún meina að einhver hefði ver- ið að kíkja inn um bréfalúguna hjá henni. Formanni bugðið „Mér bregður við að heyra um þetta," segir Björg Magnúsdóttir, formaður stúdentaráðs, um mál- ið en henni var ekki kunnugt um málið þegar haft var samband við hana. Hún segir fregnirnar slá- andi og hvetur íbúa á Stúdenta- görðunum að hafa aúgun opin á meðan dóninn gengur laus. Hún segir menn þó þurfa að gæta still- ingar í þessum efnum og bendir á að Stúdentagarðar séu engu að síð- ur öruggari en miðborgin þrátt fyr- ir dónaskapinn. „Ég man ekki til þess að svona nokkuð hafi gerst áður en mér sýn- ist þetta ekkert til þess að hafa stór- ar áhyggjur af enn sem komið er" segir Björg sem hvetur til stillingar vegna málsins. Dónans leitað Að sögn heimildaýmanns höfðu stúlkurnar samband við lögregl- una á höfuðborgarsvæðinu og til- kynnm málið. Samkvæmt Félags- stofnun stúdenta héfur lögreglan ekki haft samband við þau. Þá er illmögulegt að finna út hver dón- inn er en engar eftirlitsmyndavélar eru á svæðinu sem gætu hugsan- lega vaktað bakglugga að íbúðun- um. Þá er alls óvíst hvort um sama manninn sé að ræða í bæði skipt- in þó ekki sé loku skotið fyrir neitt í þeim efnum. Nemar hafa ekki verið varaðir sérstaklega við dónanum af hálfu háskólayfirvalda enn sem komið er. Stúdínuhrellir Óprúttinn dóni teygði hönd s(na inn umgluggaá meðan stúdína var í sturtu og tók myndiraf henni. hafði ekki enn þegið boðið en hún unar stúdenta hafði lögreglan ekki óskaði sjálf eftir flutningum. Að haft samband við þá vegna máls- sögn forsvarsmanna Félagsstofn- ins. Þeir staðfestu hins vegar að Utanríkisráðherra fengið á annað hundrað vilyrða um atkvæði til öryggisráðs SÞ: Mikill stuðningur við ísland „ísland hefur nú þegar feng- ið skrifleg vilyrði um stuðning frá á annað hundrað af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna," sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra á Alþingi í gær. Þar kynnti hún nýja skýrslu ráðuneytisins um utanríkis- og alþjóðamál. f skýrslunni leggur Ingibjörg Sól- rún mikla áherslu á mikilvægi virkr- ar utanríkisstefnu. Hún segir ímynd íslands veika og að of fáir viti hversu traustir innviðir íslensks samfélags eru. f því samhengi nefndi hún að samskipti við ríki Afríku væru sífellt mikilvægari. „Ekki skal vanmeta þá staðreynd að ríkin eru 53 talsins og hafa því umtalsvert vægi í atkvæða- greiðslum á alþjóðavettvangi," sagði Ingibjörg meðal annars og bætti við að Svavar Gestsson sendiherra hefði tímabundið verið ráðinn áheyrnar- fulltrúi íslenskra stjórnvalda hjá Afr- íkusambandinu. Ingibjög talaði einnig um stuðn- ing við réttindabaráttu kvenna og aukinn hlut þeirra í friðarferlum auk þess sem hún talaði um dvöl sína í Mið-Austurlöndum. „Ég hef ítrek- að sett fram áhyggjur fslands og at- hugasemdir í beinum samtölum við ráðamenn, ýmist á fundum eða með símtölum. fsland á ekki að slíta stjórnmálasambandi, heldur beita því í þágu friðsamlegrar lausnar deilumála. Steingrímur I. Sigfússon steig í pontu á eftir Ingibjörgu og gagn- rýndi harkalega NATO-væðingu ís- lands. Hann spurði hvenær sú af- staða íslands hefði verið mótuð, að ísland styddi uppsetningu hern- aðarbúnaðar í Austur-Evrópu. Það hefði í það minnsta ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Hann sagði ekki ágreining um virka utanríkis- stefnu, heldur miklu frekar inntak stefnunnar. batdumdv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.