Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. APR(L 2008 Fréttir DV Dísilbílar auka svifryk Á ársfundi Umhverfisstofn- unar, sem haldinn var í gær, kom fram í fyrirlestri Þorsteins Jóhannssonar að dísilbílar væru meiri mengunarvaldar varðandi svifryk en engu að síður um- hverfisvænni heldur en bens- ínbílar. Þá vildi hann meina að sótmengun væri meiri hjá dís- ilbflum og þar af leiðandi kæmi meira svifryk vegna þeirra. Aftur á móti væri dísilbfllinn umhverf- isvænni þegar horft er til lofts- lagsbreytinga. Fyrirlestur Þor- steins má finna inni á heimasíðu Umhverfisstofnunar. í endur- komubanni Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu handtók í gær lithá- ískan karlmann framan við verslun á Nýbýlavegi. Ástæðan er sú að maðurinn er í endur- komubanni hér á landi eftir að hafa verið dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2005 fyrir fflcniefnasmygl. í framhaldi af þessu var manninum vísað úr landi og bannað að snúa aftur fyrir fullt og allt. Það var árverkni lögreglu- manna að þakka að maðurinn náðist en þeir könnuðust við manninn eftir að hann gekk fram hjá lögreglubifreiðinni. Eldur útfrápotti Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út að Vestur- bergi 30 seinni partinn í gær. Barst slökkviliðinu tilkynning um að eldur hefði komið upp á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lék grunur á því að um mikinn eld væri að ræða, en þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn reyndist tilfellið vera minna en hljómaði í fyrstu. Hafði eldur komið upp út frá potti á eldavél og var ftjúðin reykræst í kjölfarið. Banaslys Karlmaður á þrítugsaldur lést um sjö leytið í gærkvöldi eftir að hann varð undir bfl sem féll af tjakki sem hann var að gera við. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni varð slysið í húsnæði flugfraktarinnarvið Reykja- víkurflugvöll. Þegar lögreglumenn komu að manninum um klukkan hálf sjö var hann látinn. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni er málið nú komið yfir til Vinnueftirlitsins sem kannar tildrög slyssins. r\ llla farið lamb við F Laugaból Tófan hefur •> tekið tugi fjár frá Rögnu. Fé af öllum stærðum Tófan hlífir engu. Búskapur og afkoma Rögnu Aðalsteinsdóttur líður mjög fyrir ágang tófu. Ragna, sem er bóndi að Laugabóli við ísafjarðardjúp, hefur misst fimm tugi fjár á undan- förnum fimm árum. Sigmar B. Hauksson hjá Skotvis segir umhverfisráðherra ekki enn hafa svarað erindi félagsins um að aflétta friðlandi á Hornströndum. LÖMBIN ÞAGNA llla farið Tófan hefur hér skilið eftir sig hálfétið lamb á vfðavangi. ur ráðið sér mann sem hún væntir á næstu dögum, enda sé stuttur tími til stefnu. „Það er til lítils að hugsa vel um Iömbin sín þegar þeirra bíð- ur ekkert nema dýrbítur þegar út er komið," segir hún. )j BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur&dz.is „Ég er búin að missa yfir fimm- tíu kindur á síðustu fimm árum. Ég get auðvitað ekki svarið fyrir að tófan hafi tekið þær allar með tölu en mörg lömbin hef ég fundið illa til reika, bæði innan girðingar og utan. Tófan er auk þess búin að út- rýma öllu fuglalífi hér í sveitinni," segir Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi að Laugabóli í Ögurhreppi við fsa- fjarðardjúp. Tófan hefur haft mik- il og slæm áhrif á afkomu hennar undanfarin ár en Ragna hefur búið að Laugabóli frá árinu 1955. Hún býr þar ein í dag en segir tófuna ekki auðvelda sér lífið. Særð lömb í haga Ragna segist margoft hafa fund- ið lömbin sín dauð eða særð eft- ir tófuna. Hún hefur einnig kom- ið að kindum sem vantar á útlimi en eru enn á lífi. „Ég hef komið að lifandi lömbum og rollum sem eru illa bitnar. Einu sinni var tófan búin að brytja lambið upp að augum. Illu heilli á ég ekki myndir af þeim ósköpum," segir hún og bætir við að ástæður fjölgunar tófunnar und- anfarin ár megi rekja til friðlands á Hornströndum, en þar er bannað að veiða dýrin. í fyrradag fór Ragna snemma morguns að girðingu við bæinn. Slóðir eftir tófur voru á víð Ragna Aöalsteinsdóttir bóndi Segist búin aö fá sig fullsadda á ástandinu. og dreif en alls taldi hún sex slóðir sem komu úr mismunandi áttum, niður af fjöllunum. Refaskyttur bregðast Ragna segist hafa reynt að ráða sér refaskyttu til að halda tófunni í skefjum. Hún hafi hins vegar ekki góða reynslu af þeim, þar sem þeir hafi verið gjarnir á að svíkja gefin loforð. „Það er búið að draga mig á asnaeyrunum í allan vetur og nú fer að styttast í sauðburð. Hing- að kom reyndar maður um daginn sem lagði bflnum sínum með full- um ljósum við brúna sem er hér rétt hjá bænum. Það skipti engu máli, tófan fór yfir brúna þó að hún yrði vör við mannaferðir," segir Ragna en tófan sú fékk fyrir ferðina. Hún hef- Tvöfalt siðgæði „Það er engin skynsemi í því að greiða mönnum fyrir að veiða tófu á einum stað, en banna veiðar á henni 100 kflómetrum í burtu. Það er út í hött," segir Sigmar B. Hauks- son, formaður Skotveiðifélags fs- lands. Hann segir erlendar rann- sóknir sýna glögglega að friðland á ref geri það að verkum að þaðan flæði tófan yfir á önnur svæðin, þar sem hún sé þannig gerð að hún helgi sér óðöl. Þegar of þröngt verður um hana á einu svæði, þá leiti hún yfir á næsta. Sigmar segir að þetta séu æðarbændur og sauðfjárbændur að líða fyrir. Tófan hafi veruleg áhrif á afkomu þeirra. „Fyrir 16 mánuðum sendum við umhverfisráðherra er- indi þar sem við skoruðum á hann „Það er til lítils að hugsa vel um lömbin sín þegar þeirra bíður ekkert nema dýrbítur þegar út er komið" að aflétta friðun refs á Hornströnd- um. Því hefur ekki enn verið svar- að," segir Sigmar. „Við viljum ekki útrýma tófunni. Hún er frumbyggi á íslandi og á rétt á því að vera hér. Við viljum hins vegar halda henni í skefjum," segir hann. Tófusetur í Súðavík Iðandi fuglalíf heyrir sögunni til í sveitinni fyrir vestan að sögn Rögnu. „Hér áður fyrr var blómlegt fuglalíf. f fyrrasumar voru hér tvær heiðlóur, þrír þrestir og ein maríu- erla. Það var allt og sumt. Hér sést ekki rjúpa lengur. Það var engin síð- asta haust og ein árið á undan. Tóf- an drepur allt sem hún nær í,“ segir Ragna og vandar hreppstjórn Súða- víkurhrepps ekki kveðjurnar. „Það gengur ekkert að leita til hrepps- ins. Þeir gorta sig af því að vera að byggja tófusetur í Súðavík. Ég held að þeir ættu að hafa sig hæga. Það er verið að útrýma öllu lífi á kostn- að tófunnar," segir hún og bætir við að hún muni aldrei kenna sig við Súðavík. „Það er enginn að tala um að fara illa með tófuna, heldur bara fækka henni," segir hún. Jóhanna Sigurðardóttir vill tryggja öllum foreldrum fæðingarorlof: Réttlæti fýrir námsmenn „Ég mun láta yfirfara þær reglu- gerðarheimildir sem unnið er eft- ir í þessum málum, þannig að réttur námsmanna í sambærilegum tilvik- um verði betur tryggður. Markmið- ið með lögunum er að tryggja öllum foreldrum aðstæður til töku fæðing- arorlofs og það er mikilvægt að það lukkist sem best," segir Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra. DV ræddi í gær við Hörpu Hrönn Stefánsdóttur, móður fjögurra mán- aða drengs. Harpa býr í Danmörku ásamt fjögurra mánaða syni sínum en samkvæmt reglugerð um úthlut- un fæðingarstyrks fær hún þó engan slíkan styrk þar sem mat Fæðingar- orlofssjóðs er að hún hafi ekki verið í nægjanlega miklu námi. Þar sem hún er með lögheimili erlendis fær hún heldur ekki fæðingarstyrk sem móðir FÆDINGARSTYRK DV IGÆR. utan vinnumarkaðar. í samtali við DV í gær sagðist hún þurfa að leita á náðir félagsmálayfirvalda í Danmörku. Jóhanna vísar til þess að í fæð- ingar- og foreldraorlofslögunum er gert ráð fyrir því að námsmenn sem eru í fullu námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu bams eigi rétt á fæðingarstyrk: „Þær skilgreiningar sem liggja til grundvall- ar fullu námi eru hinsvegar þannig að lítið má útaf bregða til að réttur- inn falli niður, eins og tilfelli Hörpu. Sem betur fer eru slík dæmi undan- tekningartilfelli. í mínum huga erþað hinsvegar réttlætismál að einstakling- ar detti ekki á milli skips og bryggju í þessum efrium," segir hún. Skýringin á synjun styrksins til Hörpu er að á viðmiðunartímabilinu stundaði hún fullt nám í fimm mán- uði í stað sex. Aðra mánuði skólaárs- ins var hún í um 60 prósenta námi. Úthlutunarreglur Fæðingarorlofs- sjóðs eru stigsskiptar. Námsmenn sem uppfýlla ekki skilyrði sjóðsins um námsffamvindu falla um flokk erlendis og fá fæðingarstyrk sem foreldri utan vinnumarkaðar. Skilyrði fyrir því er þó að viðkomandi sé með lögheimili á Islandi. Harpa er hins vegar með lög- heimili í Dan- mörku eins og hennierskyltþar sem hún hugðist dveljaþarlengur en þrjá mánuði þegar hún fluttist þangað í septemb- erbyrjun. erla@dv.is Félagsmálaráðherra Markmiðið með lögunum er að tryggja öllum foreldrum aðstæður til töku fæðingarorlofs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.