Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍl 2008
SUÐURNES DV
„ÉGHEFALDREI
REYNT AÐ FJÖTRA
EINN EINASTA
LISTAMANN HJÁ
MÉR, ÞAÐVÆRI
FÁRÁNLEGT"
Iþróttamaðurinn Rúnar Júlíusson
réð sjalfur við dekkri hliðarnar á
tónlistarbransanum, sem alltaf hefur
verið brennimerktur áfengis- og
fíkniefnaneyslu. Hann hefur til að
mynda aldrei reykt. „Éghefaldrei þurft
að fara í meðferð. Mig langar ekkert
til þess að hætta að drekka og þarf
þess í rauninni ekkert." Þegar Rúnar
var að færa sig úr knattspyrnunni
yfir í tónlistina, rétt um tvítugt, þótti
beinlínis til fyrirmyndar að reykja.
„Þessi bransi hefur lítið breyst að
þessu leyti, en ég hef aldrei fallið
fyrir þessu líferni," segir Rúnar, en
viðurkennir að auðvitað hafi stundum
verið sukkað, einkum hér áður fyrr.
Elsta útgáfan
Það er einhver náttúruleg
auðmýkt í fari Rúnars sem strax vekur
athygli. Hann hefur spilað í frægustu
rokkhljómsveitum landsins en aldrei
verið of merkilegur til þess að veita
öðrumathygli.EftirferilmeðHljómum
og Trúbrot, sem var samsuða úr
Hljómum og hljómsveitinni Flowers,
stofnaði Rúnar útgáfuna Geimstein.
Þetta var árið 1976. Undir merlqum
Geimsteins hefur Rúnar gefið út fleiri
plötur en hann man eftir. Á vegg í
Upptökuheimilinu, hljóðveri Rúnars,
hanga rétt um 130 geisladiskar sem
Geimsteinn hefur gefið út. „Það
vantar talsvert þarna. Sum tónlistin
kom auðvitað bara út á vínylplötum."
Landsþekktir listamenn hafa gefið
út hjá Rúnari. Þar má nefna GylfaÆg-
isson, en hann og Rúnar stóðu sam-
an að baki Áhöfninni á Halastjörn-
unni, ásamt því að gefa út nokkrar
barnaplötur upp úr ævintýrum H.C.
Andersens. „Svo kom náttúrlega kót-
ilettukarlinn hans Bjartmars Guð-
laugssonar fyrst fram á sjónarsviðið
héma," segir Rúnar. I dag er Geims-
teinn elsta útgáfufýrirtækið á land-
inu. Önnur fyrirtæki sem störfuðu
samhliða Geimsteini á áttunda ára-
tugnum hafa ýmist orðið gjaldþrota
eða verið sameinuð öðmm nýrri fé-
lögum.
Skandinavískt reggí
Enda þótt reggí-tónlisst hafi ekld
verið mest áberandi tónlistarstefn-
an í lífi og starfi Rúnars er langt síð-
an augu hans opnuðust fýrir þessari
afslöppuðu stefnu. Árið 1974 samdi
hann reggí-lagið Come into my life,
þá heillaður af þessari tónlist sem
hefur áherslurnar á fýrsta og þriðja
slagi í hverjum takti, öfugt við venju-
lega vestræna popptónlist. Hann var
því fljótur að kveikja á perunni þeg-
ar í Keflavík spratt upp hljómsveit að
nafni Hjálmar.
„Ég varð mjög fljótt hrifinn af því
sem þeir vom að gera. Kiddi í Hjálm-
um var með skúr og upptökugræjur
hérna við Hringbrautina. Sonur minn
stakk svo upp á því að við sameinuð-
um stúdíóin. Þessari samvinnu fylgdi
alls kyns tilraunastarfsemi." Skömmu
seinna gerðust tveir Svíar, trommari
og bassaleikari, meðlimir í hljóm-
sveitinni. Úr varð fullmótað skandin-
avískt reggí-band. „Þetta em einstakir
tónlistarmenn. Nú em Svíamirreynd-
ar famir og aðrir komnir í staðinn.
Tónlistin mun breytast við það, eins
og alltaf gerist. Það er ekki endilega
slæmt."
Með Hjálmunum tók Rúnar upp
lagið Gott er að gefa, enn eitt framlag
hans til fágætrar flóm íslenskrar reggí-
tónlistar. „Þessi tónlist byggist á öðm
h'fsviðhorfi en við eigum að venjast. I
Karíbahafinu er ekki rekið á eftir hlut-
unum að nauðsynjalausu."
í pflagrímaferð
Hvað tekur svo við? „Ég er nú bara
að hugleiða þetta allt saman." I lok
maí fara félagarnir í Hljómum í nokk-
urs konar pflagrímaferð til Liverpool
á Englandi. Þar verður farið á tónleika
með sir Paul McCartney og Hljóm-
ar munu stíga á svið í hinum gamal-
gróna Cavem-klúbbi. „Við spiluðum
þama síðast fyrir hátt í 45 ámm. Ég
hef ekki komið til Liverpool síðan þá.
Þetta gæti orðið virldlega góð ferð hjá
okkur."
Rúnar segir að auðvitað séu ýmis
verkefni í vændum. Hljómar komi
eitthvað fram í sumar og Hljómsveit
Rúnars Júlíussonar komi fram eftir
pöntunum. „Svo er það náttúrulega
útgáfan. Á síðasta ári gáfum við út átta
plötur, sem er töluvert fýrir svona lítið
fyrirtæki. Það skemmtilega við þetta
er að ég er ekki sokkinn ennþá. Og
það er ekki öllum sem einu sinni tekst
að verða 63 ára." sigtryggur@dv.is