Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV Stóraukin gufuvirkni og leirgos eru þessa dagana í Gunnuhver á Reykjanesi: Stóraukin gufuvirkni er nú á hvera- svæðinu við Gunnuhver á Reykja- nesi. Almannavarnir hafa gefið út viðvörun og biðja fólk um að fara sérlega gætilega á ferðum sínum um svæðið. Umferð hefur verið lokað um veginn að svæðinu, en hverinn hefur breitt úr sér og hefur nú nán- ast grafið veginn í sundur. VEGURINN í SUNDUR Hér gefur að líta hvernig hverinn hefur fært sig undir veginn og er byrjaður að éta hann í sundur. Lokað hefur verið fyrir umferð um veginn. GONGUPALLURINN LOKAÐUR Gunnuhver hefur breitt úr sér og kraumar nú undir þessum göngupalli sem áður var utan við pU jaðra hversins. Undanfarna daga hefur verið leirgos í gangi í sjálfum Gunnuhver. Slíkum leirgosum geta fylgt spreng- ingar sem þeyta sjóðandi eðju tugi eða jafnvel hundruð metra frá hvernum, að því er Almannavarnir greina frá. Leirgosum fylgja gjarn- an minni slettur sem þó ná að spýt- ast tvo til fjóra metra í loft upp. „Það er erfitt að reikna út hversu hátt eða langt hverinn eys leirnum svo það er vissara að halda sig fjarri honum," segir á heimasíðu Almannavarna. Náttúrufegurð er mikil á svæð- inu í nágrenni við hverinn og er það vinsælt til útivistar. Reykjanesviti er í næsta nágrenni og fallegar göngu- leiðir. Það er því full ástæða til þess að biðja ferðalanga og útivistarfólk að fara varlega á hverasvæðinu. FLOTTUSTU GRILLIN í BÆNUM LANDMANN ' Þetta er N aðeins brot af úrvalinu Skoðið www. grillbudin.is Þýsk framl Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 VERÐ AÐUR 69.900 VERÐ AÐUR 54.900 VERÐ AÐUR 79.900 Grillbúðin VERÐ AÐUR 19.900 WÆ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.