Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV Athafna- og framkvæmdastjórnmál eru ekki vænleg nema stefnan sé fyrirfram ákveðin og skýr. Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, situr undir harðri gagnrýni fyrir að vinna álveri í Helguvík brautargengi og fleiri málum sem lúta að einkarekstri. Orkumál á Reykjanesi eru í brenni- , depli. Sveitarstjórnir á Suðurnesjum komust lífs af þegar fara átti í útrásarverkefni með REI í Reykjavík. „Stefnan þarf að vera skýr og ákvarðanatakan fumlaus," segir Árni. W/. ■ Árni Sigfússon Umræöa um umhverfis- mál er nauösynleg til þess að við nýtum auðlindirnarmeð skynsamlegum hætti," segir Árni. „Ef menn ætla að stunda svokölluð athafnastjórnmál er algjört skilyrði að stefnan þar að baki sé alveg tær og klár," segir Árni Sigfusson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ. Bæjarstjórnin í Reykjanesbæ með Árna í broddi íylk- ingar hefur bæði komið á óvart og verið gagnrýnd, meðal annars fyrir að vinna sleitulaust að því að koma álveri í Helguvík á koppinn. Fram- kvæmdir eru nú hafnar í Helguvík þrátt fyrir áköf mótmæli umhverfis- verndarsamtaka og yfirlýsta óánægju umhverfisráðherrans. Bæjarfélagið, sem einnig er að- aleigandi Hitaveitu Suðurnesja, hef- ur lagt sitt af mörkum til stofnun fé- lagsins Geysis Green Energy, sem er útrásarfélag í orkugeiranum. Frek- ari samvinna stóð fýrir dyrum með sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavik Energy Invest, félags í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Þekkt er orð- ið að ekkert varð af útrásarhugmynd- um REI. Borgarstjórnin í Reykjavík splundraðist. Á Reykjanesinu sátu menn og drukku kaffi á meðan upp- lausnarástand skapaðist í Reykjavík sem ekki sér fýrir endann á. „Stefnan þarf að vera skýr og ákvarðanatakan fumlaus," segir Árni. Umhverfi sem fólkið elskar „Einkaframtakið er mín pólitíska sýn. Ég er sannfærður um að menn fari betur með eigið fé en annarra," segir Árni. Grundvallarhugmynd- in í sveitarstjórnarstarfi sé að stuðla að heill og hamingju íbúanna. „Heill og hamingja eru reyndar hugtök sem kunna að hljóma innantóm og sumir gætu talið mig vera sósíalískan með þessum orðum." Árni segir þessi hugtök engu að síður lykilinn að því að byggja upp lífvænlegt samfélag. „Til þess að ná þessum takmörk- um þurfum við að leggja áherslu á þrennt. Hér þarf að vera atvinna, menntun og visdegt umhverfi. Þetta þrennt þarf að byggja upp þannig að umhverfið sé í jafnvægi." Velferðar- málin skipi vissulega sinn sess, en það sé eftir sem áður sín trú að að- ferðafræðin við að ná þessum tak- mörkum liggi miklu frekar í einka- framtaki en opinberri framkvæmd. „Fyrir utan atvinnu og menntun þarf að vera til staðar umhverfi sem fólk elskar að búa í. Svo vinnum við bara grimmt og fast og gefúm ekkert eftír í þessum efnum." Atvinnuleysið á Suðurnesjum Á síðustu árum hafa Suðurnes- in þjáðst af miklu atvinnuleysi. Sjö hundruð störf hurfu, svo að segja á einni nóttu árið 2006, þegar Banda- ríkjamenn drógu herafla sinn ffá landinu. f aðdragandanum höfðu umsvif í sjávarútvegi á Reykjanesi snarminnkað á tíu árum eða svo. „Við höfúm ekki vælt hátt og ekki hrópað á hjálp," segir Árni. „Miklu frekar höfum við reynt að vinna úr þeim tækifærum sem myndast hafa á sama tíma." Hann segir að um langt skeið hafi það verið svo að atvinnu- leysi á Reykjanesi sé yfir landsmeð- altali. „Suðurnesin eru nokkurs kon- ar mælistika á þróun atvinnuleysis í landinu. í andránni eru til staðar ýmis hættumerki og mér er sagt af forkólfum í sjómanna- og verkalýðs- félögum að þar á bæ verði menn var- Framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.