Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008
SUDURNES DV
GLÆPAALDA ÍVOGUM
VAR STÓRLEGAÝKT
Róbert Ragnarsson, bæj-
arstjóri í Vogum, gerir
grein fyrir stöðu mála.
„Fréttir um að hérna hafi hreiðr-
að um sig samfélag glæpamanna
eru ýktar og ónákvæmar," segir Ró-
bert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vog-
um á Vatnsleysuströnd. „Við héldum
hérna íbúafund með aðstoð Jóhanns
R. Benediktssonar lögreglustjóra og
hans manna. Þessi fundur snerist fyrst
og fremst um forvarnir og hvernig við
ædum okkur að byggja upp heilbrigt
samfélag," segir Róbert.
Margt hafði þó lagst á eitt. Annþór
Karlsson, margdæmdur ofbeldis- og
fíkniefnamaður, hafði búið sér heim-
ili í Vogum. Seint í haust hafði Ann-
þór komið fyrir nokkrum fjölda glæsi-
bifreiða á iðnaðarsvæði við höfnina
í Vogum, fyrir félaga sinn, veitinga-
mann í Reykjavík. Kveikt var í bflun-
um og brunnu þeir til kaldra kola.
Málið er óupplýst. Skömmu seinna
birtist þjóðinni saga af handrukkun
og ofbeldi í Vogunum í sjónvarps-
þættinum Kompási. Annþór Karlsson
var svo handteldnn nú eftir áramótín,
grunaður um aðild að umfangsmiklu
fíkniefrtasmygli.
„Málið er það að það sem birtist í
Kompás-þættinum var einangrað til-
vik, erjurfjögurra unglinga. Lögreglan
greip inn í þetta og það mál er núna
afgreitt út af borðinu," segir Róbert.
Átak bæjarbúa gegn ofbeldi og
glæpum segir Róbert að sé eðlilegt.
„Núna er í gangi sérstakt sex vikna
langt foreldranámskeið. Þetta starf
Bæjarstjórinn í Vogum Róbert Ragnarsson segir
að fréttir um glæpasamfélag (Vogum á Vatnsleysu-
strönd hafi verið ónákvæmar. Hins vegar vanti
sárlega aðstöðu fyrir lögregluna f bænum.
miðast við að hlúa að og hvetja börn-
in til að stunda íþróttir og heilbrigt líf-
erni. Það sem okkur vantar kannski
sárast hérna er aðstaða fyrir lögregl-
una." Bæjarstjómin í Vogum hefur
enda sent frá sér ályktun um að slflct
sé nauðsynlegt. Skapa verði stöðug-
leika í samfélaginu.
Sjálfur er hann önnum kafinn
við að reka bæjarfélag sem er í örum
vexti. Ibúum í Vogunum hefur fjölg-
að um tuttugu prósent frá því árið
2006 og eru nú um 1.200. Róbert og
bæjarstjórnin vinna að skipulagi nýs
miðbæjar íbænum, ásamt íbúabyggð
með 230 nýjum íbúðum. „Hér hefur
í rauninni aldrei verið miðbær. Það
verður loksins núna. Þetta nýja hverfi
hringast í kringum klett sem er í ná-
grenni við aðalæðina inn í bæinn.
GARÐUR
100 ara
1908 - 2008
KOMDU
útIGARÐ
Á Garðskaga er byggðasafn, veitingahús og tjaldstæði. Einstakt svæði
til fuglaskoðunar. ( bænum eru einnig listasmiðjur, íþróttamiðstöð,
sundlaug og 18 holu golfvöllur.
I \ Reykjanmbwr
r —^y^jcr
www.svgardur.is