Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008
SUÐURNES DV
1.100 manns búa á Vallarheiði þar sem skólinn Keilir
heldur úti frumgreinanámi. Fyrir dyrum er að koma á
fót flugakademíu og tækninámi á háskólastigi með
möguleikum á rannsóknarverkefnum í samstarfi við
íyrirtæki á Suðurnesjum. Á svæðinu er barnaskóli, leik-
skóli, verslun og brátt verður opnaður veitingastaður.
Alls fimm þúsund manns geta búið á svæðinu.
i$Í8*saÉaS!|
ÍIMÉDiaaléÆ
Vallarheiði
Tvö þúsund íbúðir eru á
Vallarheiði. Þar geta allt að fimm
þúsund manns búið sér heimili.
1.100 manns búa nú í fimm hundruð
' íbúðum á gamla vamarsvæði
Bandaríkjahers á Vallarheiði. Inn á
svæðið er ekið í gegnum margfalt
öryggishlið hersins. Af ósjáiffáðri
tillitsemi virðast allir sem aka í
gegnum hliðið athuga hvort einhver
ætli að skoða vegabréfið. Vitanlega
situr enginn vörður í lúgunni.
f húsnæði kirkjunnar inni á
Vallarheiði er skólinn Keiiir. Hann
sækja tvö hundruð nemendur og gert
er ráð fyrir að þeir verði fj ögur hundruð
strax næsta vetur. Á Valiarheiðinni
er einnig bamaskóli sem rekinn er í
anda Hjallastefnunnar svonefndu.
«t>ar er einnig leikskóli sem Runólfur
Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis,
segir vera þann stærsta á iandinu.
„Kannski það skemmtilegasta við
þetta verkefni er að hafa á aðeins einu
ári breytt draugabæ í lifandi samfélag.
Hér er íþróttahús og verslun og brátt
verða opnuð veitingastaður og
kaffihús," segir Runólfur.
Landsins stærsti leikskóli
Á Valiarheiði em tvö þúsund
íbúðir. Aðeins fimm hundruð em
þegar í notkun. Alls rúmar svæðið
því um fimm þúsund íbúa og gera
stjórnendur Keilis ráð fyrir að þeirri
íbúatölu verði náð fyrr en varir.
„Það sem vakir fyrir okkur
er að bjóða upp á gott og ódýrt
< leiguhúsnæði. Miðað við stöðuna á
leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu
er eftirspurnin sannarlega fyrir hendi,"
segir Runólfur. Þegar hefur myndast
biðlisti eftir húsnæði á Vallarheiði.
Það em ekki aðeins nemendur við
Keili sem búa á svæðinu, heldur
einnig nemendur í háskólum
höfuðborgarinnar og aðrir sem sjá
sér hag í því að búa á Vallarheiðinni,
þar sem hægt er að leigja 170 fermetra
íbúð á 80 þúsund krónur á mánuði.
Ókeypis er í strætó til Reykjavíkur.
Fjórir klasar og rannsóknir
m í vetur hefur verið boðið upp á
svokaliað frumgreinanám við Keili.
Námið er hugsað sem tenging og
undirbúningur fyrir háskólanám,
«einkum fyrir fólk sem af einhveijum
ástæðum hvarf ffá menntaskólanámi
eða hefur bakgmnn í annars konar
námi. Námsframboð verður aukið
talsvert næsta vetur en Runólfur er
ekki tilbúinn til þess að segja frá því í
smáatriðum. „Við emm að ljúka við að
setja þetta saman og verðum tilbúin
til þess að kynna námsframboðið
innan mánaðar."
Árni Sigfússon, stjómarformaður
Keiiis, segir ffamtíðarsýn skólans
byggjast á fjórum svokölluðum
námsklösum. Einn þeirra snýr
sérstaklega að auðlindum og tækni
þar sem áherslan verður á samstarf
við hátæknifyrirtæki á Suðurnesjum.
Við skólann verður svo sérstakur
samgöngu- og öryggisklasi, þar sem
áætlað er að komið verði á fót sérstakri
flugakademíu þar sem hægt verður
að læra nánast allar hiiðar á flugi og
flugrekstri.
Þegar er hafin kennsla í íþrótta-
og heilbrigðiskiasa í sérstakri íþrótta-
akademíu í samstarfi við Háskólann
í Reykjavík. Að endingu verður komið
á laggirnar klasa skapandi greina, þar
sem áhersla verður lögð á listgreinar
og nýsköpun.
Flugakademía í smíðum
Fréttir af fýrirhugaðri flugakad-
emíu fara hátt meðal nemenda
við Keili og starfsmanna í flugi á
Keflavflcurflugvelli. Samkvæmt heim-
ildum DV verður kennsla flugþjóna
og -freyja í samstarfi við Icelandair,
sem þegar heldur úti öflugri
þjálfunardeild.
Einnig er fyrirhugað að kaupa
eða leigja sex kennsluflugvélar, tvær
„VIÐ HUGSUM
FYSTOGFREMST
UMTÆKIFÆRI
Á MARKAÐI. EF
EFTIRSPURNIN
ERTILSTAÐAR
REYNUMVIÐAÐ
SINNA HENNI"
tveggja hreyfla vélar og fjórar eins
hreyfils. Keilir hefur þegar falast eftir
aðgangi að flugskýli á Keflavíkur-
flugvelli undir þessar flugvélar auk
þess sem rætt hefur verið um kaup á
flughermi.
Stjórnendur Keilis vilja ekki segja
nánar frá þessu flugnámi fyrr en allir
lausir endar hafa verið hnýttir. „Ég get
hins vegar sagt það að við hugsum
fyrst og fremst um tækifæri á markaði.
Ef eftirspumin er til staðar reynum
við að sinna henni," segir Rimólfur.
sigtryggur@dv.is
Keilir Skólinn á Vallarheiöinni er starfræktur í kirkju
bandaríska hersins. Sjálf kirkjan er nú í eigu
Þjóðkirkjunnar en flestar eignir á Vallarheiði eru í
eigu fasteignafélagsins Háskólavalla.
Keilir Atlantic Center of Excellence
Verslunin Verslun hefur verið opnuð þar
sem íbúar geta sótt sér flestar nauðsynjar.
Líkamsræktin Á svæðinu hafa
íþróttahúsið og líkamsrætin þegar verið
tekin I notkun. Einhver bið verður á að
sundlaugin verði opnuð vegna bilunar.